Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 9

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 9
Júlíus Vífill Ingvarsson sækist eftir 2. sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar 2006. Júlíus hefur alla tíð verið Vestur- bæingur ef undanskilin eru námsár erlendis. Hann býr nú á Hagamelnum. Á sínum tíma vakti það athygli þegar Júlíus tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1998. Sú þátttaka var ákveðið framhald af þátttöku hans í félagsmálum fyrir hönd atvinnulífsins þar sem hann hafði m.a. setið í stjórn Verslunar- ráðs Íslands og stjórn Bílgreina- sambandsins. Hann segist þó aldrei hafa gengið með stjórn- málamanninn í maganum. Í viðtali í Mannlífi segir Júlíus Vífill að þegar formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins hafi haft sam- band við hann haustið 1997 og sagt að nafn hans væri ítrekað að koma upp vegna framboðslista flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík hafi stjórnmálaþátttaka varla hvarflað að honum. „Ég var þá félagi í Hverfafélagi Sjálfstæðisflokksins í Nes- og Melahverfi en hafði tekið tak- markaðan þátt í starfi flokksins. Hann lagði að mér að taka þátt í prófkjöri en tók skýrt fram að ég fengi auðvitað enga forgjöf. Það tók mig dálítinn tíma að venjast hugmyndinni en mér þótti síðan ekkert óeðlilegt að stíga þetta skref og taka virkan þátt í stjórn- málum. Ég sóttist eftir fjórða sæti í prófkjörinu og náði því. Það var ekki annað hægt en að vera ánægður með það sem nýliði. Kosningabaráttan var athyglis- verð en satt best að segja fannst mér ekki jákvætt hvernig barátt- an breyttist fljótlega í frasastríð. Stjórnmál virðast vera þjökuð af slagorðavírusum. Sumir stjórn- málamenn hafa bókstaflega ekk- ert annað fram að færa og finnst það væntanlega flott af því að á þeim er hvergi hik. En hversu mikils virði er það? Skipta um- búðirnar meira máli en innihald- ið, reynslan, markmiðin og leiðar- sýnin? En þetta var bæði áhugavert og lærdómsríkt tímabil og ég lagði mig allan fram. Ég var m.a. í borg- arráði, skipulags- og byggingar- nefnd og dró verulega úr verkefn- um mínum hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum á meðan á kjör- tímabilinu stóð. Ég ákvað þó að gefa ekki kost á mér á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu kosningar.“ En hvers vegna ekki? Júlíus Vífill segir að hann telji mikilvægt að stjórnmálamenn hafi víða skírskotun og haldi góð- um tengslum við þær starfsstéttir sem þeir komi úr. Stjórnmál eigi ekki að vera fólki svo föst í hendi að þeim verði ekki sleppt fyrr en fulla hnefa. Hann segist hafa kosið að snúa sér að öðru á þeim tíma en hann hafi ekki verið með því að kveðja stjórnmálin. „Mín störf í borgarstjórn vöktu bersýnilega athygli. Mér þótti vænt um að margir ræddu við mig á þessu ári um að koma aftur að þessu borði og láta á það reyna í prófkjöri hvort stuðningur væri við það. Ég er lögfræðingur og stunda málflutningsstörf og get þess vegna stjórnað mínum tíma og hef reyndar aldrei talið eftir mér að vinna langan vinnu- dag. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sætið.“ Reykjavík ekki haldið landsmeðaltali í fólksfjölgun Júlíus Vífill segir að það að stýra borg sé að sumu leyti eins og að stýra fyrirtæki. Það sé ábyrgðarmikið starf og mikilvægt að til þess veljist fólk með fjöl- breytta reynslu m.a. af stjórnun- arstörfum. Skipulags- og sam- göngumál eru honum hugleikin og þar vill hann taka til hendinni. Uppbygging borgarinnar grund- vallist á því að fjölskyldur og fyr- irtæki hafi ástæðu til þess að vilja koma sér fyrir og búa í Reykjavík. Tekjur borgarinnar hafi dregist saman vegna þess að frá því að núverandi meirihluti borgar- stjórnar hafi tekið við hafi straum- urinn legið fram hjá borginni og yfir til nærliggjandi sveitarfélaga. Reykjavík hafi ekki einu sinni haldið landsmeðaltali í fólksfjölg- un á þessu tímabili. Því sé fyrst og fremst framtaksleysi í skipu- lags- og lóðarmálum um að kenna. Það þurfi að halda góðu tekjustreymi inn í borgarsjóð sem sé forsenda þess að hægt sé að veita þá þjónustu sem við ætl- umst til að sé í boði í höfuðborg. Þetta kunni að hljóma sem hrepp- arígur en ekki megi gleyma því að rekstrargrundvöllur borgarinnar byggist á þeim sem þar búi og greiði í hina sameiginlegu sjóði. Með bættum fjárhag sé það skýrt markmið að lækka útsvar í Reykjavík og gera hana með því enn eftirsóknarverðari. Reykjavík sé stórkostleg borg sem standi á tímamótum. Hann er hlynntur einkavæðingu og sölu ríkis- og borgarfyrirtækja en segir að fara verði með aðgát þar sem grunnskólinn og heil- brigðiskerfið sé annars vegar. Samkeppni og samanburður sé nauðsynlegur á öllum sviðum enda einkarekstur hagkvæmari og fasælli en opinber rekstur þegar rétt sé að staðið og það geti einnig átt við um skólana,heil- brigðiskerfið og öldrunarþjón- ustu. Enda þótt ýmislegt megi gagnrýna verðí ekki fram hjá því horft hversu vel hafi verið unnið á þessum sviðum og hvaða árangri hafi verið náð. Göng undir Skólavörðuholtið „Í miðborg Reykjavíkur mun rísa glæsilegt tónlistar- og ráðstefnuhús. Því fylgir mikil upp- bygging - svo mikil að miðbærinn mun nánast tvöfaldast. 84.000 fermetrar munu bætast við í Kvosina gömlu þegar byggt hefur verið samkvæmt vinningstillög- unni sem Portus hópurinn stend- ur að. En hvernig á að tryggja eðlilegt flæði umferðar um mið- borgina þegar byggt hefur verið samkvæmt nýju skipulagi? Engar tillögur liggja fyrir í þeim efnum. Ekki einu sinni er gert ráð fyrir aukinni umferð þegar Mýrar- götuskipulagið bætist við. Eina leiðin sem ég hef séð er að gera jarðgöng undir Skólavörðuholtið. Ef aðrar leiðir hafa verið til um- ræðu eða skoðunar væri gaman að fá að sjá þær. Ég lagði til í borgarstjórn að samgönguvandi miðborgarinnar yrði leystur með því að beina um- ferð sem kemur af suðurhluta höf- uðborgarsvæðisins inn í jarð- göng. Sú tillaga var tekin upp í að- alskipulag Reykjavíkur og eru það út af fyrir sig tíðindi. Nú er orðið aðkallandi að undirbúa gerð þessa samgöngumannvirkis enda dettur varla nokkrum í hug að Sóleyjargata með einni akrein í hvora átt geti annað því álagi sem inn á hana verður beint. Undir- búningurinn mun m.a. felast í því að kanna hug íbúa og hagsmuna- aðila til tillögunnar og gera hag- kvæmnisathugun á því hvort þetta sé í raun og veru besta leið- in til þess að koma í veg fyrir öngþveiti í miðborginni á næstu árum,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson. ■ NÓVEMBER 2005 9Vesturbæjarblaðið AUGLÝSINGASÍMI 511 1188 • 895 8298 prófkjör sjálfstæðismanna í reykjavík fer fram dagana 4. og 5. nóvember fyrir framtíðina gísla martein í 1. sætið Ágætu Vesturbæingar Það er frábært að búa í Vesturbænum. Andinn sem ríkir í þessu rótgróna hverfi er einstakur. Í málefnum vesturbæinga lítum við Sjálfstæðismenn fram á veginn, rétt eins og í málefnum íbúa annarra hverfa borgarinnar. Við teljum að mikilvægasta skylda okkar sé að auðvelda íbúunum að lifa því lífi sem þeir sjálfir kjósa. Bjóða fyrsta flokks þjónustu þar sem borgin hefur hlutverk. Við þurfum endurnýjun og aukinn kraft í borgarmálin til að óskir okkar verði uppfylltar. Í prófkjöri flokksins sem fram fer föstudaginn 4. nóvember og laugardaginn 5. nóvember sækist ég eftir því að leiða nýja sókn okkar Sjálfstæðismanna og vonast eftir stuðningi sem flestra ykkar til þess. Með bestu kveðju Gísli Marteinn Baldursson Nýir tímar í Vesturbænum Prófkjörið er opið öllum sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem taka vilja þátt og eru ekki skráðir í flokkinn geta gert það á kjörstað. Nánari upplýsingar er að finna á www.gislimarteinn.is Júlíus Vífill sækist eftir 2. sætinu á lista Sjálfstæðisflokks: Skipulags- og samgöngumál eru forgangsverkefni Júlíus Vífill Ingvarsson. „Að stýra borg er að sumu leyti eins og að stýra fyrirtæki. Það er ábyrgðar- mikið starf og mikilvægt að til þess veljist fólk með bæði reynslu og hæfni.“

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.