Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 11

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 11
Ný Siemens þvottavél Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Ný 8 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Bylgjulaga tromla („waveDrum”) fer einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar hefur verið leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta („antiVibration Design”). -með öllum þeim eiginleikum sem menn þurfa í dagsins önn. Kynningarverð: 119.900 kr. Þvottavél, WM 14P4E8DN Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. Ariel fljótandi þvottaefni fylgir með öllum Siemens þvottavélum. Tekur mest 8 10 ára ábyrgð á iQdrive mótornum. 150 milljóna styrktarsjóður Viðskiptaráð Íslands hefur stofnsett nýjan sjóð sem ætlað er að efla íslenskt mennta- kerfi og atvinnulíf. Sjóðurinn mun styrkja einstaklinga sem stunda rannsóknir eða nýsköpun á þeim sviðum, að því er fram kemur í tilkynningu ráðsins. Stofnfé sjóðsins nemur 150 milljónum króna og styrkirnir nema frá 500 þúsund krónum upp í 2,5 milljónir króna á hvert verkefni. Allir sem stunda rannsóknir eða nýsköpun sem styðja við markmið sjóðsins geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst. Val- nefnd sjóðsins tekur ákvörðun um fjölda og upphæð styrkja. Nefndina skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Gjaldeyrisforði í hámarki Íslendingar virðast ætla að læra af mistökunum og safna nú nægilegum gjaldeyrisforða til að mæta skammtíma- innflæði peninga ólíkt því sem gerðist fyrir hrun, að því er fram kemur í nýrri grein sem birt er á vef Samtaka atvinnulífs- ins. Þar segir að gjaldeyrisforðinn sé nú næstum því tvöfalt stærri en allar erlendar skammtímaskuldir þjóðarbúsins. „Inngrip Seðlabankans eru þó ekki án kostnaðar en Seðlabankinn greiðir gjaldeyriskaup sín með „peningaprentun“, m.ö.o. auka inn- grip Seðlabankans peningamagn í umferð. Inngrip Seðlabankans eru um þessar mundir að mestu leyti óstýfð inngrip en það þýðir að Seðlabankinn grípur ekki til mótvægisaðgerða til að draga úr aukningu peningamagns. Þessu til viðbótar fylgir því kostnaður fyrir ríkið af miklum vax- tamun, einkum þegar stjórnvöld og í raun Seðlabankinn hafa lofað nánast óbreyttri krónu,“ segir í greininni. 20 milljóna brú fyrir hrossabónda Vegagerðin mun í sumar byggja brú á Ósá á veginum sem liggur úr Dynjandisvogi í Arnarfirði að býlinu Laugabóli í Mosdal sem er eini bærinn í byggð á þessu svæði, að því fram kemur á fréttavefnum BB.is. Einbúinn sem þar var áður afþakkaði brú á ána en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni kostar brúin 20 milljónir, segir í fréttinni. Laugaból var komið í eyði, eftir að einbúinn flutti í burtu fyrir rúmum tveimur áratugum. Eftir það var bú- skapur um tíma en nú hefur Árni Beinteinn Erlingsson byggt upp myndarlegt hrossa- ræktarbú með veglegu íbúðarhúsi og reið- höll, að því er fram kemur á vefnum. Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir í samtali við BB að vegurinn þangað sé þjóðvegur og þar er búseta. Vegurinn verði ófær á veturna, einkum vegna ísburðar í Ósá. Íbúar hafi kvartað undan því. Þar sem þetta er þjóð- vegur telur Vegagerðin að fólk eigi rétt á því að fá brú.  Stjórnmál ný könnun mmr á fylgi Stjórnmálaflokka Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi m MR kannaði fylgi stjórn-málaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tíma- bilinu 24. til 30. júní. Fylgi Pírata mældist nú 33,2%, borið saman við 32,4% í síðustu könnun og er flokk- urinn með mest fylgi allra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,8%, borið saman við 23,3% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri- grænna mældist nú 12,0%, borið saman við 10,5% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mæld- ist nú 10,6%, borið saman við 10,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylk- ingarinnar mældist nú 9,3% borið saman við 11,6% í síðustu könnun og hefur aldrei mælst minna. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 5,6%, borið saman við 6,8% í síðustu könn- un. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 30,4% en mældist 31,9% í síðustu mælingu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 9,3% fylgi og hefur aldrei verið minni. fréttir 11 Helgin 10.-12. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.