Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 48
V ið erum að sjálfsögðu aga-lega ánægðir með þetta. Það er mikið af brugghús- um á þessari hátíð sem við höfum dálæti á og munum vafalaust verja dágóðum tíma á hátíðinni í að smakka bjóra annarra þegar við eig- um að vera að kynna okkar eigin,“ segir Óli Rúnar Jónsson hjá Borg brugghúsi. Óli Rúnar og félagar hans í Borg brugghúsi fengu þær ánægjulegu fréttir á dögunum að þeir hefðu ver- ið valdir til þátttöku á stórri bjórhá- tíð í London í október, London Beer Carnival. Á hátíðinni munu 50 af bestu brugghúsum heims koma saman. Hátíðin stendur í fjóra daga og mun hvert brugghús mæta með tólf bjóra til að kynna. Íslensk bjórmenning hefur verið í mikilli sókn að undanförnu. Fjöldi brugghúsa hefur sprottið upp og úrvalið af handverksbjór er orðið dágott. Síðustu mánuði hafa gæða- barir líka sprottið upp í miðborg Reykjavíkur svo bjóráhugafólk hef- ur úr nægu að velja til að til að gleðja bragðlaukana. Ekki er vitað til þess að íslensku brugghúsi hafi áður ver- ið boðið að taka þátt í bjórhátíð sem þessari og því verður það að teljast mikil viðurkenning fyrir piltana í Borg að vera boðið á London Beer Carnival. Þetta er í fyrsta skipti sem Lond- on Beer Carnival er haldin. Hátíð- in er haldin af The Craft Beer Co. sem hefur verið leiðandi í uppgangi handverksbjóra í London. Fyrirtæk- ið rekur fjölda bara sem sérhæfa sig í handverksbjórum og samkvæmt Ratebeer.com á fyrirtækið fimm af bestu börunum í London. „Þetta eru flottir staðir og fá góða einkunn. Hátíðin er líka á besta stað í London svo þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Óli Rúnar en hann og bruggmeistararnir Árni Long og Valgeir Valgeirsson verða fulltrúar Borgar á hátíðinni. Eins og venja er á slíkum hátíðum standa þeir sjálfir vaktina og kynna bjóra sína fyrir gestum á hátíðinni. Eruð þið farnir að leggja drög að því hvað þið verðið með á boð- stólum? „Já, já. Við þurfum að taka með okkur tólf mismunandi bjóra og erum byrjaðir að huga að því hvað við tökum með. Við framleiðum ekki svo marga bjóra í heilsárslínu okkar svo við höfum tekið til hliðar eitthvað af þeim bjórum sem við höfum sett á markað í takmörkuðu magni að undanförnu. Við verðum líka með mikið af nýjum bjórum í sumar og haust, við sendum trúlega frá okkur 3-4 nýja á næstu tveimur mánuðum. Við munum því í raun hafa ótrúlega mikið nýtt að kynna á þessari hátíð.“ 48 matur & vín Helgin 10.-12. júlí 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku  Bjór Íslenskur Bjór á london Beer CeleBration Borg brugghús á stórri bjórhá- tíð í London Borg brugghús verður fyrst íslenskra brugghúsa til að taka þátt í stórri erlendri bjórhátíð. Borgar-menn mæta með tólf af sínum bestu bjórum á London Beer Celebration þar sem fimm- tíu brugghús kynna framleiðslu sína. Mikil viðurkenning fyrir íslenska bjórmenningu. Strákarnir í Borg brugg- húsi eru á leið á London Beer Carnival í október. Þar koma saman fimmtíu af bestu brugghúsum í heimi og kynna sína bestu bjóra. Frá vinstri eru Árni Long, Valgeir Valgeirsson og Óli Rúnar Jónsson. Ljósmynd/Hari Í góðum félagsskap Fjölda frábærra brugghúsa hefur verið boðið til leiks á London Beer Carnival. Það kunnasta er sennilega Evil Twin sem einmitt heimsótti okkur á bjórhá- tíðina á Kex Hostel í vor. Aðalmaðurinn á bak við Evil Twin er Jeppe Jarnit- Bjergsø, tvíburabróðir Mikkel Borg Bjergsø, sem ber ábyrgð á Mikkeller. Hér eru nokkur af þekktustu brugghús- unum á LBC: Evil Twin, Priarie Artisan Ales frá Oklahoma, Anchorage frá Alaska, Buxton frá Bretlandi, Cigar City frá Flórída, Dugges frá Svíþjóð, Galway Bay frá Írlandi, Haand Bryggeriet frá Noregi, Hornbeer frá Danmörku og Yeastie Boys frá Nýja Sjálandi. Kryddaður með blóðbergi og beitilyngi úr Aðaldal V ið höfum gert þónokkuð af tilraunum með blóðberg undanfarin ár, bæði íslenskt og erlent. Að okkar mati hefur ís- lenska blóðbergið afgerandi karakt- er sem okkur líkar sérstaklega við. Beitilyngið höfum við ekki notað í fyrri bjóra en samspil þess við blóð- bergið í bland við þennan belgíska gerstofn sem við völdum skilar sam- hljómi sem við er virkilega ánægðir með,“ segir Árni Long, bruggmeist- ari hjá Borg brugghúsi. Nýr bjór frá Borg, Leifur nr. 32, er væntanlegur í Vínbúðirnar í næstu viku. Leifur er skilgreind- ur sem Nordic Saison. Saison er bjórstíll sem nýtur sívaxandi vin- sælda meðal bjóráhugamanna um allan heim. Stíllinn á rætur að rekja til bænda í Vallóníu í franska hluta Belgíu sem brugguðu bjór- inn yfir vetrartímann og geymdu fyrir sumarverkamenn til hress- ingar í mesta hitanum. Saison bjór- ar eru oftast ljósir á lit, aðgengi- legir, frískir en margslungnir í senn. Helstu bragðeinkenni bjórs- ins koma frá gerstofninum sem er belgískur að uppruna og sagt er að uppruna bjórstílsins megi rekja til ákveðinna tilrauna bændanna með óhefðbundna gerstofna til bjórbruggunnar. „Nordic“ vísar til séríslenskra einkenna bjórsins sem er kryddaður með lífrænu blóðbergi og lífrænu beitilyngi sem hvorutveggja er tínt í Aðaldal. Leifur er nefndur eftir land- námsmanninum Leifi heppna Ei- ríkssyni. „Við þróuðum Leif, líkt og Garúnu á sínum tíma, sérstak- lega með útflutning til Ameríku í huga en Norður Ameríka er okk- ar stærsti útflutningsmarkaður í dag,“ segir Árni sem segir að Leif- ur hafi verið lengi í þróun. „Við höf- um bruggað mismunandi laganir og selt á völdum börum í borginni undanfarna mánuði. Við þeim höf- um við svo fengið viðbrögð, bæði frá neytendum og viðskiptavinum sem við höfum stuðst við þegar við fínstillum. Það má því segja að þetta hafi verið smá samstarfs- verkefni með bjóráhugamönnum í leiðinni“ segir Árni. Leifur er kominn til að vera í Vínbúðunum og bætist í hóp fjög- urra heilsársbjóra frá Borg, Úlfi, Myrkva, Garúnu og Snorra sem reyndar er aðeins seldur í Fríhöfn- inni og á veitingastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.