Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 40
40 bílar Helgin 10.-12. júlí 2015  VolVo V40 Cross Country … orð eins og bón, bónklútur, vaskaskinn, vínylbón, þvottakústur … Lykil- o g korth afar Ol ís fá 10% afslátt af bíla vörum BÓNORÐ GÓÐIR DAGAR FYRIR PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 52 73 2 Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is 2 0 1 5 Það er svo gott að keyra Volvo V40 Cross Country að eftir þriggja tíma keyrslu langar mann að keyra lengur. Verandi Volvo gefur hann auðvitað ekkert eftir í öryggis- málum en hann var valinn öruggasti bíll nokkurra tíma árið 2013. Svo spillir ekkert fyrir hversu fallegur hann er. Þ að er auðvitað ekki hægt að tala um Volvo án þess að tala um öryggi. Hinn klassíski Volvo-station, V70, er orðin hálfgerð táknmynd fyrir sænsku vísitölufjöl- skylduna, ekki bara af því hann er öryggið uppmálað í útliti heldur hefur hann líka unnið hvert prófið á fætur öðru í gegnum tíðina. En nú má gamli góði „station-inn“ vara sig því þessi V40 er talinn vera einn öruggasti fjölskyldubíllinn á gjörv- öllum markaðinum og árið 2013 var hann valinn, af Euro NCCAP, sá öruggasti sem nokkurn tímann, frá upphafi, hafði verið prófaður. Stöðvar sjálfkrafa í hættu Ef farið er í saumana á öllum þeim öryggis-eiginleikum sem bíllinn býður upp á kemur ýmislegt áhuga- vert í ljós sem fæstir vita örugglega að er til. Ég lét ekki reyna á alla eig- inleikana við aksturinn, barnanna vegna, en það er til að mynda hægt að stilla þá vegalengd sem þú vilt hafa í næsta bíl með „Adaptive Cruise Control“ kerfinu og bíll- inn viðheldur henni sama þó öku- maðurinn á undan gefi í eða hægi á sér. „City Safety“ kerfið skynjar svo stöðugt veginn fram undan og bregðist ökumaður ekki við hindr- un þá stöðvar bíllinn bara sjálf- krafa! Þessi nýja Cross Country gerð er reyndar sögð vera enn öruggari en standard V40 útgáfan því bíllinn er örlítið hærri og sérstaklega gerður til að eiga við fjölbreyttari aðstæð- ur til dæmis með sérstakri brekku- bremsu. „Sixtís“ útlit Mér hefur alltaf þótt Volvo V40 vera fallega hannaður bíll sem sker sig frá öðrum af sömu stærðargráðu. Þrátt fyrir að vera sportlegur og nú- Bíll sem stöðvar sjálfur í hættu VolVo V40 Cross Country Kostir Öruggur Sparneytinn Hljóðlátur Gallar Lítið útsýni úr aftur- sætum Bílar í sama flokki Mercedes A-class BMW 1 Series Audi A3 VW Golf Ford Focus Verð frá 4.530.000 tímalegur þá kallast stór afturrúðan á við gamla P1800 ES Volvo-inn og gefur bílnum skemmtilegt „sixtís”- yfirbragð. Bíllinn er hugsaður sem alhliða fjölskyldubíll sem gott er að nota innan og utan borgarinn- ar. Reyndar er hann líka hinn full- komni bæjarbíll, nettur og fallegur sem hann nú er. Hann er eiginlega bara fullkominn að næstum því öllu leyti. Það eina sem skyggði á gleðina var lítið útsýni úr aftursæt- unum en gluggarnir þar eru heldur þröngir. Lipur en ekki léttur Á heimasíðu Volvo er bíllinn sagð- ur vera hinn fullkomni ferðabíll og ég get staðfest að hann er það. Auk þess að skutlast innanbæjar á bíln- um fór ég alla leið frá Reykjavík norður á Hólmavík og það verður að segjast að það er frábærlega gott að keyra hann til lengri tíma. Hann er hljóðlátur, ótrúlega lipur og snögg- ur upp en á sama tíma ekki of léttur í stýri og veitir því mikla öryggis- tilfinningu eins og Volvo einum er auðvitað lagið. Sætin eru líka ótrú- lega þægileg og eftir þriggja tíma keyrslu var engin þreyta farin að gera vart við sig. Ferðafélaginn var reyndar sammála um að ekkert mál hefði verið að stoppa bara stutt á Hólmavík og halda svo rakleitt á Ísafjörð í einum rykk. -hh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.