Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 10.07.2015, Blaðsíða 10
V ið spörum á því að mynda sem minnstan úrgang,“ segir Guðmundur B. Frið- riksson hjá Umhverfis-og skipu- lagsráði Reykjavíkur. „Um leið og þú byrjar að flokka vel þá fer sífellt minna af endurvinnanlegu rusli í almennu tunnuna og þá er hægt að láta losa hana sjaldnar sem er ódýrara,“ segir Guðmund- ur en með því að láta losa svörtu tunnuna á 10 daga fresti í stað 20 daga lækkar sorphirðugjaldið úr 21.400 á ári í 10.800 kr á ári. Sorp í Reykjavík hefur dregist saman um 35% á 8 árum Borgin tilkynnti nýlega að frá og með 1. október næstkomandi muni hún bjóða upp á græna tunnu undir plastúrgang. Guðmundur segir tunnuna verða losaða á 28 daga fresti og að ársgjaldið verði líklega 4.800 kr. Verulega hefur dregið úr blönduðum úrgangi frá heimilum í Reykjavík á undanförn- um árum eða úr 233 kg á íbúa árið 2006 í 149 kg á íbúa árið 2014 eða um 36% og má rekja það beint til aukinnar endurvinnslu. Búast má við að magn plasts sem skilað er til endurvinnslu margfaldist eftir að græna tunnan verður tekin í notkun. Reykjavík eina sveitarfélagið sem rukkar fyrir bláa tunnu Reykjavík er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á endurvinnslu- tunnu undir plast en býður líkt og önnur sveitarfélög höfuðborg- arsvæðisins upp á bláa tunnu undir pappír. Bláa tunnan er val í Reykjavík og kostar íbúa 6.700 krónur aukalega á ári en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins er blá tunna sett við öll heimili íbúum að endurgjalds- lausu. Lægsta sorphirðugjaldið fyrir 10 daga losun er í Garðabæ, 21.400 kr. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt á einum ljósastaur í átta klukkustundir Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar.  Sorphirða reykjaVík fyrSta SVeitarfélagið Sem býður upp á endurVinnSlutunnu fyrir plaSt Spörum á því að endurvinna Reykjavík er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á endur- vinnslutunnu fyrir plast. Tunnan mun kosta íbúa um 4.800 kr. á ári sem bætist ofan á sorphirðugjaldið sem er 21.600 kr fyrir losun á 10 daga fresti. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem býður upp á örari losun gegn vægara gjaldi en er líka eina sveitarfélagið sem rukkar fyrir bláu tunnuna, sem er endurgjaldslaus þjónusta í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Garðabær n Sorphirðugjald 21.400 kr. Losun á 10 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Kópavogur n Sorphirðugjald 24.500 kr. Losun á 14 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Seltjarnarnes n Sorphirðugjald 21.800 kr. Losun á 10 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Mosfellsbær n Sorphirðugjald 24.000 kr. Losun á 10 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Reykjavík n Sorphirðugjald 21.600 kr. Losun á 10 daga fresti. 10.800 kr. Losun á 20 daga fresti. n Blá tunna 6.700 kr. n Græn tunna 4.800 kr. 10 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.