Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Síða 10

Fréttatíminn - 10.07.2015, Síða 10
V ið spörum á því að mynda sem minnstan úrgang,“ segir Guðmundur B. Frið- riksson hjá Umhverfis-og skipu- lagsráði Reykjavíkur. „Um leið og þú byrjar að flokka vel þá fer sífellt minna af endurvinnanlegu rusli í almennu tunnuna og þá er hægt að láta losa hana sjaldnar sem er ódýrara,“ segir Guðmund- ur en með því að láta losa svörtu tunnuna á 10 daga fresti í stað 20 daga lækkar sorphirðugjaldið úr 21.400 á ári í 10.800 kr á ári. Sorp í Reykjavík hefur dregist saman um 35% á 8 árum Borgin tilkynnti nýlega að frá og með 1. október næstkomandi muni hún bjóða upp á græna tunnu undir plastúrgang. Guðmundur segir tunnuna verða losaða á 28 daga fresti og að ársgjaldið verði líklega 4.800 kr. Verulega hefur dregið úr blönduðum úrgangi frá heimilum í Reykjavík á undanförn- um árum eða úr 233 kg á íbúa árið 2006 í 149 kg á íbúa árið 2014 eða um 36% og má rekja það beint til aukinnar endurvinnslu. Búast má við að magn plasts sem skilað er til endurvinnslu margfaldist eftir að græna tunnan verður tekin í notkun. Reykjavík eina sveitarfélagið sem rukkar fyrir bláa tunnu Reykjavík er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á endurvinnslu- tunnu undir plast en býður líkt og önnur sveitarfélög höfuðborg- arsvæðisins upp á bláa tunnu undir pappír. Bláa tunnan er val í Reykjavík og kostar íbúa 6.700 krónur aukalega á ári en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins er blá tunna sett við öll heimili íbúum að endurgjalds- lausu. Lægsta sorphirðugjaldið fyrir 10 daga losun er í Garðabæ, 21.400 kr. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt á einum ljósastaur í átta klukkustundir Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar.  Sorphirða reykjaVík fyrSta SVeitarfélagið Sem býður upp á endurVinnSlutunnu fyrir plaSt Spörum á því að endurvinna Reykjavík er fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á endur- vinnslutunnu fyrir plast. Tunnan mun kosta íbúa um 4.800 kr. á ári sem bætist ofan á sorphirðugjaldið sem er 21.600 kr fyrir losun á 10 daga fresti. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem býður upp á örari losun gegn vægara gjaldi en er líka eina sveitarfélagið sem rukkar fyrir bláu tunnuna, sem er endurgjaldslaus þjónusta í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Garðabær n Sorphirðugjald 21.400 kr. Losun á 10 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Kópavogur n Sorphirðugjald 24.500 kr. Losun á 14 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Seltjarnarnes n Sorphirðugjald 21.800 kr. Losun á 10 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Mosfellsbær n Sorphirðugjald 24.000 kr. Losun á 10 daga fresti. n Blá tunna 0 kr. Reykjavík n Sorphirðugjald 21.600 kr. Losun á 10 daga fresti. 10.800 kr. Losun á 20 daga fresti. n Blá tunna 6.700 kr. n Græn tunna 4.800 kr. 10 fréttir Helgin 10.-12. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.