Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Guðný Helgadóttir var endurkjörin for- maður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar á ársþingi sambandsins sem haldið var á Ólafsfirði 13. maí sl. Baldur Daníelsson, í varastjórn UMFÍ, ávarpaði þingið og flutti kveðjur frá stjórn og starfsfólki UMFÍ. Baldur sæmdi hjónin Guðnýju Helgadóttur, formann UÍF, og Andra Stefánsson starfsmerki UMFÍ. Formaður UÍF fór yfir skýrslu stjórnar, þau verkefni sem fram undan eru og hverjum væri lokið. Stærsta verkefni stjórnar var endur- uppbygging á Hóli eftir eldsvoða. Guðný sagði einnig frá yfirferð stjórnar UÍF á lögum aðildarfélaganna. Sum lögin höfðu verið óbreytt í langan tíma og hvatti hún félögin til að uppfæra þau. Til að stuðla að því verður haldinn lagadagur UÍF og hvatti hún félögin til að taka þátt í honum. Hún sagði að rekstur UÍF hefði gengið vel þrátt fyrir áföllin með Hól. Stjórn UÍF skipa Guðný Helgadóttir, for- maður, Sigurpáll Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Þórarinn Hannesson, Óskar Þórðarson, Helga Hermannsdóttir, vara- maður, og Ásgrímur Pálmason, varamaður. Guðný Helgadóttir endurkjörin formaður UÍF: Rekstur sambandsins gengur vel þrátt fyrir áföll Ungmennasamband Vestur-Skaftafells- sýslu hélt 45. ársþing sitt í Vík í Mýrdal laugar- daginn 28. mars sl. Góð mæting var á þing- inu en á það komu fulltrúar allra sex aðildar- félaga sambandsins. Á meðal samþykkta þingsins var að fara í stefnumótun og móta m.a. afreksstefnu sam- bandsins. Þorsteinn M. Kristinsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Erla Þórey Ólafs- dóttir, Ástþór Jón Tryggvason, Sæunn Kára- dóttir og Kjartan Ægir Kristinsson. Í vara- stjórn eru Ármann Daði Gíslason, Kristín Ásgeirsdóttir og Halldóra Gylfadóttir. Ársþing USVH: Unnið að stefnumótun og afreksstefnu USVS Gestur þingsins, Örn Guðnason, stjórnar- maður í UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Pálma Kristjánsson starfsmerki UMFÍ. Á þinginu voru afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum. Íþróttamaður USVS 2014 var útnefndur Guðni Páll Pálsson, Umf. Kötlu, og efnilegasti unglingurinn Aron Bjartur Jóhannsson, Umf. Kötlu. Efnilegir unglingar úr röðum USVS. Frá vinstri: Unnsteinn Jónsson, Elísabet Sigfús- dóttir, Aron Bjartur Jóhannsson, Jakob Þórir Hansen og Orri Bjarnason. Sambandsþing UÍA, það 65. í röðinni, fór fram á Hallormsstað 11. apríl sl. Á þingið mættu 34 fulltrúar frá 21 aðildarfélagi UÍA. Gagnlegar umræður urðu um ýmis mál inn- an hreyfingarinnar og fram komu spennandi tillögur um ýmis verkefni, austfirsku íþrótta- starfi til framdráttar. Nokkrar mannabreytingar urðu í stjórn sambandsins á þinginu. Gunnar Gunnars- son, Þristi, var endurkjörinn formaður UÍA, en þau Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Hetti, og Þróttarkonurnar Guðrún Sólveig Sigurðar- dóttir og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir létu af störfum í aðalstjórn og þau Ásdís Helga Birgisdóttir, Freyfaxa, og Böðvar Bjarnason, Hetti, sögðu sig frá varastjórn. Vel tókst að manna nýja stjórn en í aðal- stjórn sitja nú, ásamt Gunnari, Jósef Auðunn Friðriksson, Súlunni, Elsa Guðný Björgvins- dóttir, Ásnum, Reynir Zoëga, Brettafélagi Fjarðarbyggðar, og Pálína Margeirsdóttir, Tvö ný aðildarfélög tekin inn á sambandsþingi UÍA Leikni. Í varastjórn eru þau Auður Vala Gunnarsdóttir, Hetti, Sóley Dögg Birgisdóttir, Neista, og Hlöðver Hlöðversson, Þrótti. Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi þá Gunnlaug Aðal- bjarnarson og Sigurð Aðalsteinsson starfs- merki UMFÍ. Til vinstri: Björg Jakobsdóttir, UMFÍ, ásamt Sigurði Aðalsteinssyni og Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni sem fengu starfsmerki UMFÍ. Til hægri: Einstaklingar sem UÍA heiðraði á sambandsþinginu. Tvö ný aðildarfélög voru boðin formlega velkomin í UÍA, en það eru Skotmannafélag Djúpavogs og Brettafélag Norðfjarðar. Guðný Helgadóttir, formaður Ung- menna- og íþrótta- sambands Fjalla- byggðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.