Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2015, Side 12

Skinfaxi - 01.05.2015, Side 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Y fir 40 manna hópur frá UMFÍ fór í námsferð til Danmerkur dagana 7.–10. maí sl. Undirbúningur fyrir ferð-ina hafði staðið yfir í nokkurn tíma en það voru systursamtök UMFÍ í Danmörku, DGI, Danmarks Gymnastik- og Idrætsforeninger, sem tóku á móti íslensku þátttakendunum og fræddu þá um starfsemi sína, m.a. í höfuð- stöðvum þeirra í Vingsted á Jótlandi. Ferðin heppnaðist mjög vel enda tóku frændur vorir Danir vel á móti hópnum sem einnig heimsótti ISCA, International Sport and Culture Asso- ciation, sem UMFÍ er aðili að. ISCA eru samtök um almenningsíþróttir og menningu hinna ýmsu landa í heiminum. Ferðin hafði mikið upplýsingagildi en hún kom að hluta til í stað- inn fyrir árlegan vorfund sem haldinn er með aðildarfélögum UMFÍ ár hvert. Ungmennafélag Íslands er í samskiptum og samstarfi við ýmis samtök og aðila víðs vegar um heiminn, m.a. við Danmarks Gym- nastik- og Idrætsforeninger, DGI. Samtökin eru eins konar systursamtök UMFÍ og hefur gott samstarf verið milli þessara tveggja samtaka um langt árabil. Markmið ferðarinnar Markmið námsferðarinnar var að - heimsækja DGI og kynnast verkefnum þeirra sem miða að því að efla samfélagið til þátttöku og fræðast um hlutverk sjálf- boðaliða í starfi þeirra, - fræðast um útgáfu, miðlun og fram- kvæmd stærri viðburða hjá DGI, - skapa umræðu um samvinnu sambands- aðila við sveitarfélögin, sjálfboðaliðastarf- ið og forvarnaskilyrði skipulagðs starfs fyrir ungt fólk, - skapa umræðu um hvernig virkja megi ofangreinda þætti til að efla enn frekar starf okkar og fræðast um leiðir sem DGI hefur nýtt sér í samstarfi við sveitarfélög og önnur æskulýðsfélög. Vel heppnuð námsferð UMFÍ til Danmerkur Frá Kaupmannahöfn til Ringsted Hópurinn hélt út snemma á fimmtudags- morgni með flugvél frá Icelandair. Frá Kaup- mannahöfn var ekið með rútu til Vingsted á Jótlandi. Eftir kvöldverð í Vingsted með stjórn DGI var hlýtt á kynningu um starfsemi DGI sem Steen Tinning, framkvæmdastjóri lands- skrifstofu DGI, flutti. Var hún afar fróðleg. Kynningar á starfsemi DGI Fyrir hádegi á föstudag sá Troels Rasmussen, framkvæmdastjóri DGI Lab, um kynningu á helstu verkefnum DGI og í framhaldinu fékk hópurinn kynningu á því hvernig Danirnir standa að landsmótum sínum sem eru mjög fjölmenn og haldin á fjögurra ára fresti. Sören Brixen, framkvæmdastjóri DGI, stýrði þessum fyrirlestri á afar uppbyggilegan hátt. Að lokum fræddi Brigit Gjöl Nielsen, sölu-, markaðs- og kynningarfulltrúi DGI, íslensku þátttakendurna um markaðs- og sölumál og útgáfu og miðlun ýmiskonar. Eftir hádegi á föstudeginum var haldið til Kaupmannahafnar. Síðdegis voru skrifstof- ur ISCA (International Sports and Culture Association) heimsóttar og hlýtt á Morgens Kirkeby, formann ISCA, sem sagði frá starf- semi ISCA og þar á meðal hreyfivikunni Move Week. Hjólað á milli staða Á laugardeginum fengu þátttakendurnir kynningu á svokölluðum jaðaríþróttum sem njóta mikilla vinsælda í Danmörku og víðar. Lagt var af stað árla morguns á reiðhjólum og þegar dagskránni lauk síðdegis lét nærri að hver og einn hefði lagt að baki um 40 km vegalengd. Fyrst var haldið út á Amager Strand og þar sem þeir sem vildu gátu spreytt sig á kajökum. Öðrum bauðst að fara í leiki og í þrautir er tengdist náttúrunni. Þetta svæði nýtur vinsælda á meðal Kaupmannahafnar- búa sem flykkjast þangað á góðviðrisdögum. Áfram var haldið og stefnan tekin á svæði sem býður upp á parkour, hjólaleikni og línu- skauta, svo eitthvað sé nefnt. Margir reyndu fyrir sér í þessum greinum og höfðu gaman af. Að síðustu hlýddu þátttakendur á fyrir- lestur utandyra sem fjallaði um þá einstakl- inga sem sækja ekki með reglubundnum hætti í starfsemi sem stendur þeim til boða af hálfu DGI. Þarna er aðallega um að ræða fólk, í sumum tilfellum innflytjendur, sem á af einhverjum ástæðum erfitt uppdráttar félagslega. Reynt er af öllum mætti að ná til þessa hóps, byggja einstaklingana upp eins og kostur er og benda á leiðir sem í boði eru og efla þá á allan hátt. Þegar dagur var að kveldi kominn voru íslenskir þátttakendur þreyttir en sælir og í allir í skýjunum með vel heppnaðan dag. Um kvöldið var snæddur kvöldverður í DGI-byen í boði stjórnar DGI. Gagnleg og skemmtileg ferð Fyrir hádegi á sunnudag var þátttakendum skipt niður í hópa þar sem ferðin var rædd og teknar saman helstu niðurstöður. Um kvöldið var haldið heim til Íslands að lokinni vel heppnaðri ferð sem á eftir að verða öllum bæði gagnleg og eftirminnileg. Tilbúnar í kajak- róður á Amager Strand. Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir frá UÍA, Sigríður Lára Gunnlaugs- dóttir frá HSV, Auður Inga Þor- steinsdóttir frá UMFÍ og Eyrún Harpa Hlynsdóttir frá UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.