Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2015, Síða 17

Skinfaxi - 01.05.2015, Síða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Ungmennaráð UMFÍ er skipað sjö fulltrúum á aldrinum 15–25 ára. Markmið ungmennaráðs er að ungmenni fái aukna ábyrgð og tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku um mótun þess félags- og tómstundastarfs sem þau eru virk í og tengja skoðanir sínar inn í starf ungmennafélags- hreyfingarinnar. Ungmennaráð UMFÍ er einstakt tækifæri fyrir unga leiðtoga til þess að kljást við og bæta sig á hin- um ótrúlegustu sviðum, t.a.m. í teymisvinnu, verkefna- stjórnun, samskiptum og framkomu á opinberum vettvangi. Fulltrúar í ungmennaráði þurfa að geta tekist á við óvæntar og skyndilegar uppákomur sem eins og eftir lögmáli spretta upp eins og túnfíflar á viðburðum ráðsins og eins er ekki verra að hafa smá skíta- húmor fyrir sjálfum sér og öllum öðrum þegar hlutirnir virðast ætla að fara allar aðrar leiðir en upphaflega stóð til. Góðlátleg illkvittni er nauðsynleg þegar kemur að skylduhrekkjum innan ráðsins og enginn hittingur er fullkomnaður nema tekist hafi að hræða og bræða Sabínu, landsfulltrúa UMFÍ, sem er bæði starfsmaður og andlegur gúrú ungmennaráðs! Ungt fólk og lýðræði Ungmennaráð tók þátt í og skipulagði tvo stóra viðburði í vor. Fyrri viðburð- urinn var árleg ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem að þessu sinni fékk undirheitið „Margur verður af aurum api“ og fjallaði um réttindi, stöðu og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði. Ráð- stefnan var haldin í Stykkis- hólmi og gekk ótrúlega vel enda fengum við góðar viðtökur hjá heimafólki og staðurinn reyndist frábær í alla staði. Að venju var ráðstefnan haldin í vikunni fyrir dymbilviku, stóð í þrjá daga og samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum, lýðræðisleikjum, kvöldvökum og jákvæðri samveru þátttakenda, en þeir voru allir fulltrúar í ungmennaráðum eigin sveit- arfélaga. Þema ráðstefnunnar um rétt- indi ungs fólks á vinnumarkaði var greinilega hið þarfasta því að í ljós kom að margir þátttakendur höfðu ekki fengið fullnægjandi fræðslu um eigin skyldur og réttindi. Fyrir ráð- stefnuna var öllum þátttakendum gert að klára VR-skóla lífsins sem fræðir nemendur í gegnum netið á gagnvirkan og sjónrænan máta um vinnumarkaðinn, við hverju megi búast og hvað skuli varast. Þetta reyndist vera sérlega mikil- vægt í ljósi kjaraviðræðna vorsins og fróðlegt að vita hvort nýútskrif- aðir ráðstefnugestir hafi nýtt sér þá fræðslu sem í boði var og kynnt sér nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem vissulega snerta þau flest. Dale Carnegie- þjálfarar heimsóttu okkur líka og komu með það mark- mið að efla sjálfstraust og framkomu. Vægast sagt voru viðbrögðin við ráðstefnunni veru- lega góð og hún vakti athygli fyrir mikilvægi og útkomu. Snjóboltinn Hinn viðburðurinn, sem ungmennaráð kom að og skipulagði, var heimsókn „hreyfiörs“ hóps frá Milton Keynes College í Englandi. Heimsóknin var hluti af verkefni ungmennaráðs sem nefnist Snjóbolt- inn og miðar að því að miðla reynslu til og öðl- ast reynslu frá öðrum sem ef til vill deila ekki sama bakgrunni og geta því aukið við nýja færni og þekkingu þátttakenda líkt og snjó- bolti sem sífellt rúllar áfram, kemst í snert- ingu við nýjan snjó og stækkar og stækkar. Hópurinn heimsótti okkur með aðstoð Evrópu unga fólksins og UMFÍ að Laugar- vatni þar sem við héldum til í nokkra daga, skiptumst á hugmyndum, leikjum, aðferð- um og upplifunum, en þau eru öll í námi þar sem þau læra að verða leiðtogar ungmenna í íþróttum og félagsstarfi. Við ræddum við þau um gildi og viðmið þegar kemur að álitamálum í íþróttum og félagsstarfi og fengum dýrmæta innsýn sem okkur gat virst framand- leg, þar sem við búum í tiltölulega litlu samfélagi. Eftirtekja þess tíma sem við deildum með þeim fór fram úr okkar björtustu vonum og við gerum ráð fyrir að þegar við munum heimsækja þau í haust verði upplifunin ekki síðri og við verðum einfaldlega betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt verkefni okkar, UMFÍ og heiminn allan. Verkefni ungmennaráðs eru marg- breytileg en ótrúlega skemmtileg og það kemur manni sífellt á óvart hversu magnaðir einstaklingarnir, sem koma að því ár hvert, eru. Fulltrúar þess eru ólíkir eins og við erum mörg. Hver fundur er uppfullur af gremju og gleði, heilaþoku og léttum misskilningi sem yfirleitt endar í magnaðri snilligáfu og hugmyndum sem okk- ur finnast einstakar á heimsmælikvarða. Með endalausa bjartsýni (og Sabínu) að vopni er eiginlega ekki nokkur skapaður hlutur sem ekki er mögulegur með smá samvinnu og votti af þrjósku. Það er undirrit- uðum því nokkuð ljóst, eftir tveggja ára setu í ungmennaráði UMFÍ, að ef einhver þarf að velta því fyrir sér hvað orðið hafi um ung- mennafélagsandann þurfi hann ekki að leita lengra en í fundaherbergi UMFÍ á góðu mánudags- kvöldi. F.h. ungmennaráðs, Aðalbjörn Jóhannsson Ungmennaráð UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.