Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2015, Síða 23

Skinfaxi - 01.05.2015, Síða 23
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23 K ayakklúbburinn var stofnaður vorið 1981. Starfsemi klúbbsins hefur eflst mjög undanfarin ár og eru virkir félagar nú um það bil 400. Innan kajakíþróttarinnar eru nokkrar gerðir kajaka, en hér á landi er aðallega lögð stund á róður á straumvatns- og sjókajökum. Klúbburinn er með aðstöðu í sundlaugunum í Laugardal og á Geldinganesi, þar sem er geymslu- aðstaða fyrir 160 báta, auk félags- og sturtu- aðstöðu. Í Nauthólsvík er búnings- og sturtu- aðstaða ásamt geymslu fyrir 55 kajaka. Æfingar í sundlaugunum hefjast jafnan af fullum krafti í september og eru einu sinni í viku fram í maí. Yfir veturinn hittast menn á Geldinganesinu á laugardagsmorgnum og róa saman, en á sumrin er hist á fimmtudags- kvöldum. Nokkrar keppnir eru haldnar á vegum klúbbsins. Fyrst skal nefna Reykjavíkurbikar- inn, 10 km kappróður fyrir vana og 3 km fyrir nýliða, sem haldinn er um mánaðamótin apríl-maí. Straumkajak-kappróður er á Tungu- fljóti og síðustu keppnir ársins eru Hvamms- víkurmaraþon og Þjórsár-rodeo í byrjun sept- ember. Nokkrar kajakferðir eru skipulagðar á hverju sumri, bæði á sjó og ánum. Klara Bjartmarz er formaður Kayakklúbbs- ins. Flestir þekkja Klöru af störfum fyrir Knatt- spyrnusamband Íslands þar sem hún hefur starfað í 20 ár, nú sem framkvæmdastjóri sam- bandsins. Skinfaxi átti stefnumót við Klöru og það lá beinast við að spyrja hana hvers vegna hún hefði farið út í kajakiðkun. Það varð ekki aftur snúið „Ég reyndi fyrir mér í upphafi þegar ég var á ferðalagi í Stykkishólmi en þar var þá kajak- fyrirtæki sem ég held að sé ekki starfandi lengur. Ég var þarna í sumarfríi og tók frí eins og túristi, fór á kajak og það varð ekki aftur snúið. Þetta var 2006 og fljótlega á eftir keypti ég mér minn fyrsta bát. Áður en ég vissi af var ég komin í stjórn hjá klúbbnum og svo var ég orðin formaður, farin að fara til útlanda í æf- ingabúðir og reyndi að stunda þetta af kappi eins og ég hafði tíma til. Áður en ég fór í nýja vinnu fór ég að lágmarki tvisvar í viku en því miður er það komið niður í einu sinni í viku. Hvert skipti tekur ansi góðan tíma, til dæmis fór ég á dögunum af stað klukkan tíu að morgni og var komin heim aftur klukkan þrjú. Maður er klukkutíma að koma sér af stað, rær í tvo tíma og er síðan einn tíma að ganga frá. Þetta er tímafrekt sport en eins og veðrið er búið að vera núna er þetta yndislegt. Að vera í nánd við allt fugla- og fjörulífið er dásam- legt,“ sagði Klara Bjartmarz. Náttúran er engu lík Klara segist hafa farið nokkrum sinnum í lengri ferðir um landið, m.a. oft í Breiðafjörðinn þar sem náttúran og sagan öll séu engu lík. Hún segir það vera grundvallarreglu í kajakróðri að vera aldrei einn á ferð og því hafi hún ferð ast bæði með vinum sínum og eins í stærri ferðum. Þessar ferðir hafa meðal annars verið á Strandir, í Fjörður, í Jökulfirðina og víðar. Sumar ferðirnar hafa tekið um vikutíma og segir Klara þetta bestu frí sem hægt sé að fara í. Ekki sé verra að vera á svæðum þar sem ekki er GSM-samband. Klara er innt eftir kostnaðinum við að stunda þetta sport. Hún segir stofnkostnað vera nokkurn ef fólk vill vera með góðar græj- ur en rekstrarkostnaður sé hins vegar lítill. Mikil gróska í sportinu – Svo er að sjá að bátunum sé alltaf að fjölga. Er mikill vöxtur í þessari íþrótt hér á landi? „Já, það má segja, en það fjölgar hægt og rólega. Fjölbreytnin hefur orðið meiri hvað bátana varðar og það er mikil gróska í sport- inu á mörgum sviðum. Uppbyggingin er já- kvæð og fólk nálgast þetta á ólíkan hátt. Sum- ir hugsa þetta sem keppnisíþrótt til að halda sér í formi á meðan aðrir eru í náttúruupplif- un og gera þetta á sínum hraða, njóta en ekki þjóta.“ Bjóða upp á byrjendaróðra – Stendur byrjendum kennsla eða einhvers konar fræðsla til boða? „Kayakklúbburinn er í samstarfi við lítil fyrir- tæki sem sjá um byrjendanámskeið. Við leggj- um mikla áherslu á að fólk fari á þessi nám- skeið, læri að umgangast bátinn og kunni að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við tök- um vel á móti byrjendum, reynum að bjóða upp á byrjendaróðra, fara gætilega í upphafi hjá hverjum og einum og koma þeim þannig áfram. Námskeiðin eru það mikilvægasta í upphafi ásamt því að vera aldrei einn á ferð,“ sagði Klara. Klara segir íþróttina flókna að því leyti að ekki sé auðhlaupið að því að halda uppi barna- og unglingastarfi hér á landi þar sem strend- ur eru ekki hagstæðar. Þó að hásumar sé er sjórinn ekki nema um átta gráðu heitur og því hefur barna- og unglingastarfi lítið verið sinnt. „Ef við ætluðum að fara í slíkt þarf mik- inn undirbúning til þess. Ef gera ætti það vel þarf að vera með öryggisbáta og annað slíkt. Kajakróður verður aldrei fjölmennasta íþrótta- greinin hér á landi. Við getum þó gert miklu betur en við gerum núna. Við þyrftum að breyta uppbyggingunni og þetta er bara spurning um hvert við viljum fara. Við fáum krakka sem koma með foreldrum sínum en þeir koma aldrei einir. Þetta er ekki hættulaust sport en það er hægt að lágmarka hættuna með góðri þjálfun. Fólk þarf að umgangast sjóinn með mikilli varúð og þeirri virðingu sem honum ber, hann gefur og tekur eins og sagt er,“ sagði Klara. Slök mæting í keppnir Klara segir að klúbburinn standi fyrir þremur keppnum á ári en því miður hefur mæting- in ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár. Hún segir að endurskoða þurfi keppnishaldið vegna áhugaleysis. „Það eru kannski tuttugu manns sem taka þátt í fjölmennustu mótunum. Mæting í félagsróðra og styttri ferðir er hins vegar mjög góð. Hin árlega Breiðafjarðarferð klúbbsins er t.d. mjög vel sótt.“ Áhugi á Ísafirði og Norðfirði – Hvernig dreifist áhugi á íþróttinni um landið? „Áhuginn er ekki eingöngu hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Á Ísafirði er klúbbur sem heitir Sæfari sem heldur uppi myndarlegu starfi. Á Norðfirði er töluverður áhugi og hjá Nökkva á Akureyri hafa félagarnir verið að lífga upp á kajakstarfsemina. Nökkvi er að byggja upp sína aðstöðu sem er mjög flott í alla staði. Ég veit að þeir hafa mikinn áhuga á að fá þar inn sterka kajakdeild. Fólk rær um allt land þótt það sé ekki í skipulögðum félagsskap,“ sagði Klara. Þyrfti að taka mig á – Hvað með sjálfa þig? Það er að heyra að þú sért nokkuð sleip í þessari íþrótt. „Ég varð Íslandsmeistari í fyrra en sé fram á að ég verji titilinn ekki í ár, því miður. Ég þyrfti þá að taka mig á í æfingum og öðru slíku. Gömul fótboltameiðsli eru einnig að hrjá mig sem er kannski góð afsökun fyrir því að verja ekki titilinn. Ég hef verið að sækja mér dálitla menntun í kajakfræðum er kallast BCU sem er tiltekin leiðsögumannsgráða og myndi vilja þróa mig áfram í því kerfi. Ég get alveg róið skammlaust milli svæða og ræð ágætlega við veltuna og annað slíkt og hef gaman af að vera í barningi. Ég er ekki mikið fyrir að sigla sléttan sjó og finnst mjög gaman að fara í „sörfið“ í Þorlákshöfn. Öllu, sem eru smáátök í, hef ég mjög gaman af.“ Þetta hleður batteríin – Hvernig er að fara úr fótboltaumhverfinu að loknum vinnudegi og setjast um borð í kajak? „Það er hvíld í því. Ég er búin að starfa í Knattspyrnusambandinu í meira en 20 ár. Það er vissulega vandað umhverfi en við er- um stærsta sérsambandið og með stöðugan og sterkan fjárhag og rekstur í föstum skorð- um. Því held ég að það sé mér ákaflega hollt að fara niður í Kayakklúbbinn þar sem ég starfa á vettvangi Siglingasambandsins og nálgast grasrótina aftur. Að sjá hvað litlu félögin og sérsamböndin eru að fást við á hverjum degi þar sem horft er í hvern tíkall. Á dögunum í kringum Tékkaleikinn var mikið að gera og það var dásamlegt að komast á sjó daginn eftir leikinn í tvo til þrjá tíma og róa í kringum Lundey og Viðey. Þetta hleður batteríin og ég mæli hiklaust með þessu.“ Fyrir fólk á öllum aldri – Þegar upp er staðið, hefur kajakíþróttin gefið þér mikið og eflt þig? „Það er ekki spurning. Ég held að ég hafi haft ákaflega gott af því að fara í þetta sport. Það eykur sjálfstraust og sjálfsöryggi. Maður þarf að standa á eigin fótum og treysta á sjálf- an sig og félaga sína. Að stunda þetta sport hefur mjög jákvæð áhrif á mann, bæði líkam- lega og andlega. Í klúbbnum okkar erum við með óformlega „heldri“-manna deild á öllum aldri. Aldursforsetarnir, sem enn eru að róa, eru á áttræðisældri sem sýnir að kajakróður er íþrótt fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Klara Bjartmarz að lokum. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Íslandsmeistari á kajak:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.