Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2015, Side 26

Skinfaxi - 01.05.2015, Side 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Ætli ég hafi verið í kringum sjö ára aldurinn þegar ég byrjaði að æfa blak hjá HK. Foreldrar mínir æfðu og kepptu í blaki og léku í Dan- mörku um tíma. Það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa blak og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég æfði fimleika í mörg ár en blakið varð ofan á og þetta er það skemmti- legasta sem ég geri,“ sagði Elísabet Einars- dóttir, gullhafi í strandblaki frá Smáþjóða- leikunum. Þegar Elísabet er innt eftir því hver ástæð- an hefði verið fyrir því að hún fór í strand- blak segir hún að móðir Berglindar Gígju, meðspilara hennar, hefði verið mikið í strand- blaki. Það hefði ýtt þeim út í að prufa og reyna fyrir sér. Þá hefði hún verið 10 ára gömul. Elísabet sagði að hún spilaði inni með HK á veturna en strandblak á sumrin. Í sumar ætlar hún að dvelja í Danmörku við æfingar og keppni með Berglindi Gígju. Æft verði á hverjum degi og keppt um helgar. Hún komi síðan heim þegar menntaskólinn byrjar. – Kom sigurinn á Smáþjóðaleikunum ykkur á óvart? „Já, við vonuðum að við myndum lenda á palli en fyrsta sætið var ekki í huga okkar. Eftir fyrstu tvo leikina fórum við að gera okkur grein fyrir því að við ættum möguleika á gull- inu. Sigurinn kom okkur skemmtilega á óvart,“ sagði Elísabet. Elísabet sagði áformin væru að ná enn lengra en þær stöllur næðu vel saman. Stefn- an hefði verið tekin á Ólympíuleikana 2020. „Það er mikil vinna fram undan, en við er- um staðráðnar í því að vinna vel saman og standa okkur vel. Áhugi á strandblaki fer vax- andi hér á landi en íþróttin nýtur mikilla vin- sælda um allan heim,“ sagði Elísabet. Þ ær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísa- bet Einarsdóttir í HK unnu til gullverð- launa í strandblaki á Smáþjóðaleikun- um sem fram fóru í Reykjavík í byrjun júní. Þær stöllur tryggðu sér gullið með sigri á Mónakó 2-0. Fyrir leikinn var möguleiki á að þær Berglind og Elísabet töpuðu gullinu með því að tapa leiknum gegn Mónakó en greini- legt var að það ætluðu þær ekki að láta ger- ast. Þær mættu vel stemmdar í leikinn og höfðu yfirhöndina allan tímann. Þrátt fyrir nokkrar skorpur þeirra mónakósku var sigur- inn aldrei í hættu. Niðurstaðan 2-0 sigur (21-19 og 21-13). Þetta er í annað skipti sem Ísland vinnur til verðlauna á Smáþjóðaleikum í strandblaki en Gull á Smáþjóðaleikunum í strandblaki Ísland vann bronsverðlaun árið 2007. Ísland varð í efsta sæti með 10 stig, fimm sigra í fimm leikjum og aðeins eina tapaða hrinu á mótinu, gegn Liechtenstein sem hafnaði í 2. sæti. Keppnin í strandblaki kvenna var afar jöfn. Fyrir lokaumferðina var sá möguleiki uppi að þrjú efstu liðin enduðu öll með 9 stig. Svo fór að lokum að Ísland varð, eins og áður sagði, með 10 stig en Liechtenstein, Mónakó og Kýpur voru öll með 8 stig og röðun þeirra réðst af hlutfalli unninna og tapaðra hrina, Liechtenstein, eins og áður sagði, í öðru sæti, Mónakó í því þriðja og Kýpur í því fjórða. Malta og Lúxemborg ráku svo restina, Malta með 6 stig og Lúxemborg með 5. Elísabet Einarsdóttir gullhafi í strandblaki á Smáþjóðaleikum: Stefnan tekin á Ólympíu- leikana í Japan 2020 21.–27. september 2015

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.