Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2015, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.05.2015, Qupperneq 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 B lak barst til Íslands á árunum 1933–1934. Iðkun þess hófst a.m.k. árið 1934 hjá Íþróttafélagi verkamanna í Reykjavík. Blak náði engum teljandi vinsældum fram undir 1970 en var þó víða iðkað, eink- um á Akureyri og Laugarvatni. Fyrsta opna blakmótið fór fram á Akureyri 1969 og árið eftir var Íslandsmótið haldið í fyrsta sinn. Árið 1974 léku Íslendingar fyrsta landsleik sinn í blaki við Norðmenn á Akureyri. Sama ár hófst keppni um Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki , og 1975 var tekin upp deilda- skipting í Íslandsmótinu. Blaksamband Íslands, BLÍ, var stofnað 11. nóvember 1972. Iðkendur í dag eru alls um 3000 talsins. Í fyrra réði BLÍ erlenda þjálfara fyrir karla- og kvennalandsliðin. Í framhald- inu var sett af stað vinna með ungum og efnilegum blakmönnum á aldrinum 13–15 ára og standa vonir um að sú vinna eigi eftir að skila sér vel þegar fram í sækir. Iðkendum hefur fjölgað „Íþróttin hefur á síðustu tíu árum verið í ágætum vexti. Iðkendum hefur fjölgað um eitt þúsund og það er ágætt. Það sem veldur fjölguninni meðal annars er aukinn áhugi vinkvenna, í saumaklúbbum, og skólafélaga. Svo eru fleiri sem byrja í íþróttinni á ungum aldri og æfa ekkert annað. Félög í Kópavogi, í Neskaupstað og í Mosfellsbæ hafa haldið vel utan um starf yngri flokka sem skiptir gríðar- lega miklu máli. Fólk er líka að vakna til vitund- ar um hvað þetta er skemmtileg íþrótt en hún er geysilega vinsæl úti í hinum stóra heimi,“ sagði Jason Ívarsson, formaður Blaksam- bands Íslands, í samtali við Skinfaxa. Víða hægt að leika blak Jason segir að það hafi hjálpað til við iðkun blaksins að víða var hægt að koma fyrir velli til að spila. Bendir hann á Neskaupstað sem lengi hafi verið uppeldisstöð og vagga blaks- ins, en þar hentaði íþróttahúsið vel fyrir blak. Jason Ívarsson formaður Blaksambands Íslands: „Það er víða hægt að leika blak og það er kannski þess vegna meðal annars að fleiri eru farnir að stunda blak. Það eru nýir aðilar að koma inn eins og t.d. Haukar í Hafnarfirði sem eru búnir að stofna blakdeild. Eins er í Keflavík, á Blönduósi og á Hvammstanga sem er mikið gleðiefni. Árang- ur stelpnanna í strandblakinu á Smáþjóða- leikunum vakti athygli og góða kynningu. Karla- og kvennaliðin unnu einnig til verð- launa á leikunum og allt hefur þetta sitt að segja. Strandblakið er í töluverðri sókn hér á landi og vellir eru víða komnir upp, allt í kring- um landið,“ sagði Jason. „Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið og árangurinn á Smáþjóðaleikunum var framar öllum vonum. Umgjörðin og framkvæmdin á blakinu, bæði inni og úti, vakti mikla athygli en fólk, sem hafði ekki áður komið á blakleiki, var stórhrifið af að koma í höllina hjá okkur. Það var fullt hús áhorfenda á öllum leikjum íslensku liðanna sem sýnir okkur mikinn meðbyr í garð blaksins. Við þurfum að nýta okkur þennan meðbyr og fá fleiri til starfa í hreyfingunni, það skiptir máli. Öldungablak- ið er einn af stærstu íþróttaviðburðum sem haldnir eru hér á land en þá koma á annað þúsund blakmenn saman langa helgi til að spila. Þessi mót bara vaxa og stundum kom- ast færri að en vilja. Nú eru erlend lið farin að spyrjast fyrir um mótið sem segir sína sögu. Það er gaman þegar vel gengur,“ sagði Jason. Þurfum að nýta okkur meðbyrinn „Fólk er að vakna til vitundar um hvað þetta er skemmtileg íþrótt en hún er geysilega vinsæl úti í hinum stóra heimi.“ Jason Ívarsson, formaður Blak- sambands Íslands.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.