Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
S amstarfsráð um forvarnir er samstarf 24 félagasamtaka sem standa fyrir forvarnaverkefnum meðal barna og
unglinga. Fræðsluverkefnið „Bara gras?“ hefur
það markmið að fræða foreldra og aðra, sem
starfa með börnum og unglingum, um kanna-
bis eða „gras“ (götuheiti marijuana) sem virð-
ist nú í mikilli uppsveiflu meðal íslenskra ung-
menna. Kannabis er samheiti fyrir öll fíkni-
efni sem eru unnin úr kannabisplöntunni
sem við þekkjum flest sem hass, hassolíu og
marijuana en auk þess eru ýmis efnasambönd
úr plöntunni nú framleidd og markaðssett
til neyslu.
Fræða á fólk um skaðsemi þessara efna, ein-
kenni neyslunnar og um mikilvægi foreldra í
forvörnum. Foreldrar og forráðamenn barna
og unglinga eru hvattir til að láta málið til sín
taka með því að taka afstöðu gegn allri neyslu
kannabis. Fræðslan er sett fram með málþing-
um í heimabyggð þar sem aðilar úr hverju
byggðarlagi, starfsfólk frá lögreglu, heilbrigðis-
stofnunum, tómstundastarfi og meðferðar-
stofnunum miðlar upplýsingum til íbúanna.
Einnig er með þessu brugðist við ýmsum
rangfærslum um kannabis sem m.a. er að
finna á netinu og ungmenni eiga greiðan að-
gang að. Þar er gert lítið úr áhættunni sem
fylgir neyslu kannabisefna, þetta er „bara
gras“ segja margir unglingar og trúa því að
THC-fíkniefnið í kannabisplöntunni sé sak-
laust náttúruefni sem lækni sjúkdóma!
Við megum ekki láta blekkjast af rang-
færslum um kannabisefni. Unga fólkið þarf
stuðning okkar gegn hópþrýstingi og það
þarf réttar upplýsingar. Afstaða foreldra skipt-
ir miklu og hefur gildi í forvörnum. Foreldrar
þurfa því að vera vel á verði og ræða við börn
sín og aðra foreldra um málið. Til þess þurfa
þeir stuðning, meiri upplýsingar og hvatn-
ingu til að láta forvarnir til sín taka. Verkefni
Samstarfsráðsins er að setja upp málþing í
heimabyggð þar sem þessari þekkingu er
miðlað. Það er öllum ljóst að ef barni líður
ekki vel er það síður móttækilegt fyrir fræðslu
um áhættuna af neyslu þessara efna. Ef börn
búa við langvarandi vanlíðan þróa þau gjar-
nan með sér einhvers konar áhættuhegðun.
Sé barnið komið í slíkar aðstæður getur það
staðið berskjaldað gegn markaðssókn þeirra
sem bjóða þeim vímuefni. Ólýsanleg er kvöl
foreldra þegar þau þurfa að horfa á barn sitt
takast á við afleiðingar vímuefnaneyslu sem
barnið jafnvel hóf í fikti eða vanþekkingu
í þeirri trú að um hreina náttúruafurð og
skaðlaust efni væri að ræða. Efni sem sumir
fullorðnir með fullri meðvitund vilja helst
lögleiða.
Forvarnagildi samstarfs foreldra er óum-
deilanlegt og virkt tengslanet foreldra er mikil-
vægt forvarnatæki sem stuðlar að auknum
lífsgæðum fólks. Nauðsynlegt er að gera
þennan þátt forvarna sýnilegan með einum
eða öðrum hætti. Það geta foreldrar m.a. gert
með því að taka upp umræður um forvarnir
í vinahópi barna sinna, innan bekkjarins, í
skólaráðum grunnskólanna, á vettvangi frí-
stundastarfs og í foreldraráðum framhalds-
skóla. Með því er hægt að auka áhrif foreldra
í forvörnum og veita þeim um leið meira
eignarhald á því sem fram fer í skólum og
tómstundastarfi. Látum kannabisneysluna
ekki laumast inn og ná til barnanna okkar
– byrgjum brunninn!
Helga Margrét Guðmundsdóttir,
tómstunda- og félagsmálafræðingur.
Guðni Ragnar Björnsson,
uppeldis- og menntunarfræðingur.
Foreldrar – þetta er ekki bara gras!