Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2015, Page 32

Skinfaxi - 01.05.2015, Page 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Fjölskyldan á fjallið Göngum um Ísland FRÍTT EINTAK Kast GuesthouseLýsudal - 356 Snæfellsbæwww.kastguesthouse.iskast@kastguesthouse.is GSM: 693 4769Sími: 421 5252 Notarlegt gistihús á Snæfellsnesi – 280 stuttar gönguleiðir Fjölskyldan á fj allið – 16 fj allgönguleiðir 2015 1göngub_15_kápa.indd 1 6/6/15 6:42:33 PM G önguverkefni UMFÍ hefur verið starf-rækt allt frá árinu 2002 er Ungmenna-félag Íslands hleypti verkefninu af stokkunum í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið. Á hverju ári eða í 14 ár hefur verið gefin út göngubók með léttum gönguleiðum um land allt. Í upphafi voru gönguleiðirnar 144 en þeim hefur fjölgað mikið með árunum. Í ár eru gönguleiðirnar jafn margar og í fyrra eða 280 talsins. Markmið verkefnisins hefur frá upphafi verið: „...að fá fólk til að ganga reglulega sér til heilsubótar og fá ferðafólk til að staldra örlítið við á ferðum sínum um landið og fara í stuttar gönguferðir,“ eins og segir í inngangi fyrstu bókarinnar. Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í léttar fjallgönguferðir og verji meiri tíma saman um leið og lögð er rækt við úti- vist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambands- aðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi á eiga að vera tiltölulega auðveld uppgöngu. Póstkassa með gestabókum er að finna á þeim sextán fjöllum sem eru hluti af verkefninu í ár. Fjöllin eru víðs vegar um landið. Allir þátttakendur eru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða í haust dregnir úr þeim hópi og verðlaunaðir. Héraðssambandið Skarphéðinn stóð fyrir tveimur fjölskyldugöngum í júní í tengsl- um við verkefnið Fjölskyldan á fjallið. Fyrri gangan, sem gengin var fimmtudag- inn 4. júní, var á Arnarfell við Þingvallavatn. Göngustjóri var Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands. Að göngu lokinni var ekið til Þingvalla þar sem göngugarpar skoðuðu kirkjuna og nutu gestrisni þjóðgarðsvarðar. Alls tóku fimmtán manns þátt í göngunni. Síðari gangan var á Vatnsdalsfjall í Rangár- þingi en gangan var farin 18. júní. Tuttugu og fimm manns gengu á fjallið í góðu göngu- veðri undir leiðsögn Engilberts Olgeirssonar, framkvæmdastjóra HSK. Lagt var af stað af bæjarhlaðinu í Vatnsdal og þegar upp var komið var póstkassa komið fyrir og allir skrif- uðu nafn sitt í gestabókina. Gönguáhugafólk er hvatt til að ganga á HSK fjöllin Vatnsdalsfjall og Arnarfell við Þingvallavatn í sumar. Heppnir þátttakendur fá verðlaun fyrir þátttökuna í haust. HSK stóð fyrir tveimur fjölskyldugöngum á fjöll Ólafur Örn Haralds- son þjóðgarðsvörð- ur ásamt hjónunum Margréti Þórðar- dóttur og Guðna Guðmundssyni frá Þverlæk í Holtum, en þau gengu á bæði fjöllin. Gönguhópur á Arnarfelli við Þingvallavatn. Gönguhópur á Vatnsdalsfjalli í Rangárþingi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.