Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2015 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is. Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Linda Ólafsdóttir, Róbert Daníel Jónsson, fotbolti.net o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður, Örn Guðnason, varaformaður, Hrönn Jónsdóttir, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og Guðmundur Sigurbergsson. Forsíðumynd: Hreyfivika UMFÍ (MoveWeek) fór fram á haustmánuðum. Þessu verkefni vex fiskur um hrygg með hverju árinu en aldrei áður hafa þátttakendur verið fleiri hér á landi. Hreyfi- vikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna uppáhaldshreyfingu sína. Forsíða Skinfaxa sýnir nemendur úr Langholts- skóla sem opnuðu vikuna með hreyfingu og leikjum fyrir utan þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni. Þegar litið er um öxl eru stór verkefni að baki í ungmenna-félagshreyfingunni, Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi, Unglinga- landsmót á Akureyri og Hreyfivika. Öll þessi verkefni gengu framúrskar- andi vel. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti og Hreyfivika UMFÍ er svo sannarlega komin til að vera. Um 40.000 manns tóku þátt í 470 viðburðum í 55 bæj- arfélögum um allt land. Sambands- þing er nýafstaðið, þar sem saman kom fólk úr hreyfingunni víðs vegar að af landinu. Mikil hugur og sam- heldni ríkti á þinginu. Nýtt og ungt fólk er að koma inn til starfa og það er jákvæð þróun. Velgengni íþróttamanna okkar lyftir þjóðarsálinni, öll fyllumst við bjartsýni og erum afar stolt. Þetta hefur verið að gerast síðustu miss- eri. Landsliðin okkar í boltaíþróttum hafa verið í sviðsljósinu þar sem þau hafa verið að etja kappi við bestu lið Evrópu. Landsliðið í knattspyrnu náði langþráðu takmarki, að komast í úrslitakeppni á stórmóti sem verð- ur haldið í Frakklandi næsta sumar. Þetta er viðburður sem ef til vill fæst- ir höfðu trú á að myndi nokkurn tíma gerast. Að baki þessum árangri er margra ára vinna sem er að skila okkur alla leið í keppni á meðal bestu knatt- spyrnuþjóða í Evrópu. Segja má að uppbyggingin hefjist með yfirbygg- ingu knattspyrnuvalla á sínum tíma og markvissri þjálfun sem hefst strax á unga aldri. Í dag eigum við frábæra og vel menntaða þjálfara sem skiptir sköpum til lengri tíma litið. Þetta er ein stærsta ástæðan fyrir því að við erum komin á þann stall sem við erum á í dag. Á þessari braut verðum við að halda okkur og aldrei má sofna á verðinum. Við verðum að vera vakandi í störfum okkar til að hlúa vel að því sem við eigum. Dregið verður í riðla fyrir Evrópu- mótið í Frakklandi í desember og þjóðin bíður í ofvæni eftir niðurstöð- unni. Ljóst er að gríðarlegur áhugi er fyrir keppninni næsta sumar og margir munu leggja land undir fót og styðja við bakið á landsliðinu. Áhuginn er slíkur að þúsundir Íslendinga munu fara til Frakklands. Kvennalandsliðið byrjar forkeppni Evrópumótsins af miklum krafti en að loknum þremur leikjum hefur liðið fullt hús stiga, hefur skorað tólf mörk og ekki fengið á sig eitt ein- asta. Þessi byrjun gefur góð fyrir- heit um framhaldið í riðlinum. Handboltalandsliðið hefur oft glatt íslensku þjóðina með árangri sínum. Nú er liðið á leið á enn eitt stórmót- ið sem er Evrópumótið í Póllandi í janúar á næsta ári. Það er ekki ónýtt að vita af þessari skemmtun fram undan í skammdeginu. Getum verið stolt Jón Kristján Sigurðsson – ritstjórnarspjall: Meðalaldur stjórnar UMFÍ lækkaði um tæp 8 ár Meðalaldur stjórnar- og vara-stjórnarmanna Ungmenna- félags Íslands lækkaði um tæp 8 ár eftir stjórnarkosningar á sambands- þinginu í Vík í Mýrdal og er nú tæp 40 ár. Tveir nýir stjórnarmenn fá þann heiður að vera þeir yngstu í sögu UMFÍ. Björn Grétar Baldursson varð um helgina sá yngsti sem sest hefur í aðalstjórn UMFÍ í 108 ára sögu þess, 22 ára að aldri. Varastjórnar- maðurinn Þorgeir Tryggvason er þremur árum yngri. Auk þeirra sitja Hrönn Jónsdóttir, 29 ára, í aðalstjórn og Sigurður Óskar Jónsson, 28 ára, í varastjórn. Aðalstjórn UMFÍ er skipuð sjö ein- staklingum en fjórir sitja í varastjórn. Fjórir þeirra eru því undir þrítugu. Fyrir þing sambandsins, sem haldið var helgina 17. og 18. október, var meðaldur stjórnarmannanna ellefu 47,63 ár en stendur nú í 39,36 árum. Meðalaldurinn lækkaði því um tæp átta ár. Haukur Valtýsson, nýkjörinn formaður, er aldursforseti stjórnar- innar, 59 ára að aldri. Þetta eru ánægjuleg tíðindi en mikilvægt er að í stjórn samtakanna sitji ungt fólk ásamt eldri félögum sem nýta reynslu sína og miðla henni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.