Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 13
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 13 í hjólreiðum hér á landi Allra meina bót – Hvað var það sem ýtti þér út í þetta sport? „Ég var búinn að taka þátt í nokkrum grein- um íþrótta, hljóp töluvert en var alltaf að fá einhver álagsmeiðsli. Hjólreiðarnar fara bara miklu betur með líkamann. Vandamálið er að við þurfum meira ungt fólk inn í þessa grein en stærsti hópurinn eru karlmenn á aldrinum 30–50 ára. Á síðustu tveimur árum hefur verið ótrúleg fjölgun kvenna innan hjólreiðanna sem er mjög ánægjulegt. Hjól- reiðarnar eru allra meina bót og frábær úti- vist. Við stefnum að því að vera með fleiri hópa innan félagsins þannig að allir finni sinn hraða og takt við sitt hæfi,“ sagði Árni. Mikil aukning í hjólreiðum hefur orðið á Akureyri Vilberg Helgason, formaður Hjólreiðafélags Akureyrar, segir gríðarlega vakningu fyrir hjólreiðum. Norðanmenn hefðu verið aðeins seinni að taka við sér en sunnanmenn en á síðustu tveimur árum hefur orðið mikil aukn- ing í hjólreiðum á Akureyri. Ný samgöngustefna „Viðhorf til hjólreiða hefur breyst mikið en bæjaryfirvöld eru hreinlega að gera nýja sam- göngustefnu með hjólreiðar í huga. Almenn- ingshjólreiðamönnum hefur fjölgað mikið á götum Akureyrar og verslanir merkja mikla aukningu í sölu á reiðhjólafatnaði og varn- ingi honum tengdum. Fólk er farið að kaupa hjól sem samgöngutæki en ekki sem leik- tæki eins og áður. Hjólreiðamen eru alltaf að sjást betur, hjól eru með almennileg ljós og reiðhjólamenn klæðast endurskinsfatnaði sem er gott upp á öryggið. Menn líta orðið á hjólreiðar sem lífsstíl nú til dags frekar en einhvern sérvitringshátt. Hjólreiðar eru líka að aukast sem íþrótt á Akureyri. Fjöldi manns stundar reglulega æfingar svo að þróunin í þessu er virkilega ánægjuleg,“ sagði Vilberg Helgason. Vilberg Helgason, formaður Hjólreiðafélags Akureyrar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.