Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands hvað sem skilar sér í kröfu á okkur sjálf. Með öðrum orðum: Það er ekkert gott eða einfalt svar við þessu. Annað er bara sú staðreynd að þetta hefur gerst og endurspeglar alveg gríðarlegan mikinn áhuga á íþróttum sem við hljótum að fagna mjög að skuli vera til staðar,“ segir Illugi. – Finnst þér sjálfum nægilegt fé rakna frá ríkisvaldinu til íþrótta almennt í landinu? „Nú hafa bæði ríkisvaldið og sveitarstjórn- irnar verulega aðkomu að íþróttastarfinu. Ég hef nefnt uppbygginguna í kringum yfir- byggðu knattspyrnuvellina þar sem sveitar- félögin hafa lagt til mikla fjármuni. Það er alltaf þannig að benda megi á að það vanti fjármuni. Auðvitað er það þannig að þegar við berum fjármuni, sem landsliðin okkar hafa, saman við erlend landslið, er munurinn æpandi. Mér var bent á það einhvern tíma, þegar að breska landsliðinu í körfuknattleik tókst ekki að komast í úrslitakeppnina í Þýskalandi, meðal annars vegna þess að þeir töpuðu fyrir Íslandi, gerðu þeir þau mistök, þegar þeir voru spurðir að því hvernig stæði á því af hverju þeir næðu ekki betri árangri, að bera fyrir sig fjárskort. Þeim var hins vegar bent á það að þeir fengju mun meiri stuðn- ing við sitt lið miðað við Ísland og það væri ekki samanburðarhæft með nokkrum hætti. Það er alveg staðreynd og við vitum það til dæmis hvað varðar handboltann, að það er allt of lítið fjármagn sem þeir hafa. Það er ótrúlegt og í raun óskiljanlegt hvað hand- boltalandsliðinu hefur tekist, þrátt fyrir þenn- an fjárskort, en ár eftir ár er landsliðið að skila sér inn á mót þeirra bestu. Í síðustu fjárlögum tókum við þá ákvörðun að hækka verulega framlagið í afrekssjóðinn eða um 30 milljónir sem ég held að sé einhver mesta hækkun í háa herrans tíð. Við þurfum að halda áfram að tryggja það annars vegar hvað varðar einstaklingsíþróttirnar að við getum styrkt afreksmenn okkar og hins vegar að stuðn- ingur við landslið okkar sé nægilegur. Menn hafa bent á að það verði að vera vettvangur fyrir b-landslið þar sem ungu leikmennirnir eru að koma upp og þurfa meiri leiktíma og reynslu til að geta síðan stigið inn með eðli- legum hætti í kynslóðaskiptin þegar að þeim kemur. Allt kostar þetta fjármuni, hvort sem um er að ræða karla- eða kvennalandsliðin okkar, og ég held að við getum verið sam- mála um að við þurfum á næstu árum að auka fjármuni til þessara mála. Síðan eru það almenningsíþróttirnar og að þess sé gætt að þar sé líka nægt fjármagn að baki og að félögin séu sæmilega vel stödd. Framlög einstaklinganna, þeirra sem standa að baki íþróttahreyfingunni allri, er lykilatriði en öll sú sjálfboðaliðsvinna sem unnin er í íþróttahreyfingunni er reyndar ótrúleg. Ef maður ætti að reyna að slá einhverri tölu á þá fjármuni sem í raun og veru eru þar að baki, allan þann tíma sem fólk gefur, þá eru gríðar- legar háar fjárhæðir sem felast í sjálfboðaliða- starfinu. Við erum öll meðvituð um að við vildum gjarnan sjá meiri fjármuni lagða til þessa sviðs og ég er sannfærður um að þeir skila sér aftur til þjóðarinnar og ríflega það. Bara hvað varðar heilbrigði, að við hreyfum okkur, skiptir miklu máli. Ef við gerum það ekki er kostnaðurinn gríðarlegur, enginn sleppur undan því, sem leggst á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Um leið og við hreyfum okkur dregst verulega úr kostnaði þar. Menn eiga að hafa heildarmyndina í huga þegar verið er að ræða þessi mál en ekki bara horfa á afmarkaða þætti.“ – Nú standa félög á landsbyggðinni frammi fyrir gríðarlegum kostnaði hvað ferðalög áhrærir. Hefur eitthvað verið gert í þeim efnum, að efla ferðasjóðinn sem þau geta sótt í? „Já, það er alveg hárrétt að þetta er mikill kostnaðarliður fyrir lið og íþróttafólk af lands- byggðinni og í fjárlögunum settum við fjár- muni þar til viðbótar. Við vitum að lið utan af landi þurfa að ferðast og hvað allt unglinga- starf varðar þá leggst þessi kostnaður á heimil- in. Með því að bæta í ferðasjóðinn erum við auðvitað að styrkja þetta en ég geri mér alveg grein fyrir því að raunverulega erum við þarna bara að stíga til móts við en ekki að fullnægja þörfinni eða mæta henni að fullu. Þetta er allt saman gert í skrefum og það voru þessir tveir liðir í fjárlögunum sem við horfðum til, annars vegar afrekssjóðurinn og hins vegar ferðasjóðurinn. Menn geta verið sammála um að þarna þarf að bæta í og ég er sannfærður um að það mun skila sér almennt í betra starfi í íþróttahreyfingunni.“ – Telur þú þá að fjármagn sem ríkið leggur til íþróttamála, eins og til ungmennafélags- hreyfingarinnar í landinu, skili sér til baka? „Ég lít svo á, í því ráðuneyti þar sem ég starfa núna, að fjármunir sem við setjum til starfseminnar, hvort sem er í menntakerfinu, vísindunum eða íþrótta- og ungmennafélags- starfinu, séu í raun fjárfesting og hver einasta króna af þessu komi til baka og margfalt þeg- ar upp er staðið. Fjárfesting í menntun, vísindum og rannsóknum skilar sér augljós- lega og fjárfesting í íþróttum ekki síður að mínu mati. Nú horfa sumir til þess og segja: Eru íþróttir ekki eins og hver önnur afþreying? Svarið er nei, þær eru miklu meira en það. Þó ekki væri nema það að horfa til þeirra miklu veltu sem er í kringum íþróttirnar sem skilar sér síðan inn í hagkerfið. Nýverið var lögð fram skýrsla um efnahagsleg áhrif íþrótta hér á landi og þar kemur fram að þau eru umtalsverð. Sú fjárfesting sem ríkið leggur til nýtist bæði frá lýðheilsusjónarmiðum, sjálfs mynd þjóðarinnar, gegnum landsliðin okkar, í uppbyggingu á öllu félagsstarfi. Hún hefur líka bein efnahagsleg áhrif til að byggja upp iðnað sem er mjög öflugur, sem er þessi íþróttaiðnaður. Þannig að þetta er á mörgum sviðum, já, þetta eru fjármunir sem skila sér til baka að mínu mati.“ „Í síðustu fjárlögum tókum við þá ákvörðun að hækka verulega framlagið í afrekssjóðinn eða um 30 milljónir sem ég held að sé einhver mesta hækkun í háa herrans tíð.“ „Sú fjárfesting sem ríkið leggur til nýtist bæði frá lýð- heilsusjónarmiðum, sjálfsmynd þjóðar- innar, gegnum landsliðin okkar, í uppbyggingu á öllu félagsstarfi.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.