Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 F rjálsíþróttaskóli UMFÍ er ætl-aður ungmennum á aldrin-um 11–18 ára og stendur yfir í fimm daga. Skólinn var í sumar haldinn á fjórum stöðum á landinu: á Selfossi, í Borgar- nesi, á Laugum í Reykjadal og á Egilsstöðum. Allir þessir staðir bjóða upp á góða aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og eru því tilvaldir til að halda svona skóla. Sambandsaðilar á því svæði þar sem skólinn er haldinn sjá um utanumhald og skipulag skólans. Þeir leggja einnig til kenn- ara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Boðið er upp á gistingu og fullt fæði fyrir þátttakendur. Lagt er upp með að fag- menntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem best gæði. Þátttaka að þessu sinni var eftirfarandi: HSK/Selfossi ......................... 60 þátttakendur UMSB/Borgarnesi ............... 28 þátttakendur HSÞ/Laugum ........................ 17 þátttakendur UÍA/Egilsstöðum ................. 14 þátttakendur Lagt var upp með að dagskrá skólanna væri fjölbreytt og skemmtileg. Auk kennslu í frjálsíþróttum var farið í sund, leiki, óvissu- ferðir og haldnar kvöldvökur, svo nokkuð sé nefnt. Skólinn er ákjósanlegur vettvang- ur til að kynna og breiða út frjálsíþróttir á Íslandi og hefur UMFÍ tekið að sér það hlut- verk með þessum skólum að einhverju leyti. Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur styrkt Frjálsíþróttaskólann. Góð þátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.