Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Á meðal helstu tíðinda þingsins voru formannsskipti en í þingsetningar- ræðu tilkynnti Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, sem gegnt hafði formennsku í átta ár, að hún gæfi ekki kost á sér. Haukur Valtýs- son og Kristinn Óskar Grétuson gáfu kost á sér til formennsku og urðu lyktir þær að Haukur var kjörinn formaður. Alls tóku 107 þingfulltrú- ar þátt í kjörinu og fékk Haukur 99 atkvæði en Kristinn Óskar 3. Haukur hafði áður verið í fjögur ár varaformaður hreyfingarinnar en Kristinn Óskar átti sæti í varastjórn sl. tvö ár. Í setningarræðu sinni fór Helga Guðrún yfir helstu verkefni hreyfingarinnar sem eru afar fjölbreytt. Þau hafa fengið góðar undirtektir og þátttaka í þeim hefur verið mikil. Helga Guðrún hvatti þingheim til að sameinast um að tala upp starfið og hafa gleðina með í för. Hún sagði ennfremur að ungmennafélags- hreyfingin gæti verið stolt af störfum sínum og starfseminni allri. Innan hreyfingarinnar væru unnin frábær störf og hún sagðist vera stolt af því að vera hluti af þeim hópi. Hlakka til starfsins og að vinna með því góða fólki sem er í hreyfingunni Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍ Þingstörf gengu vel og mikill einhugur ríkti á þinginu. Rekstur UMFÍ á síðasta ári gekk vel og skilaði sambandið um 50 milljóna króna hagnaði. Stór hluti hans er til kominn vegna sölu á húsnæði félagsins í Þrastalundi. Eins og gengur voru ýmis mál rædd á þinginu og m.a. var samþykkt að vinna áfram að inngöngu íþróttabandalaganna í UMFÍ. Alls tóku 111 þingfulltrúar þátt í kosning- um til aðal- og varastjórnar. Gildir seðlar voru 110 en einn var ógildur. Eftirtaldir einstakl- ingar hlutu kosningu í aðalstjórn UMFÍ til næstu tveggja ára: Örn Guðnason sem hlaut 107 atkvæði, Hrönn Jónsdóttir, 105 atkvæði, Ragnheiður Högnadóttir, 83 atkvæði, Helga Jóhannesdóttir, 82 atkvæði, Gunnar Gunnars- son, 82 atkvæði, og Björn Grétar Baldursson, 79 atkvæði. Sjálfkjörnir í varastjórn voru Sig- urður Óskar Jónsson, Þorgeir Örn Tryggva- son, Guðmundur Sigurbergsson og Kristinn Óskar Grétusson. „Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér er sýnt til að stýra þessum stóru samtökum næstu tvö árin. Mér er falið ábyrgðarfullt verkefni og mikilvægt er að því sé sinnt vel. Ég hlakka til starfsins og að vinna með því góða fólki sem er í hreyfingunni,“ sagði Haukur Valtýsson eftir kjörið. Haukur sagðist einnig vilja auka þátttöku ungs fólks í störf- um innan hreyfingarinnar. Hann vildi líka auka starfsemi þjón- ustumiðstöðvar UMFÍ og tengingu við sambönd og félög úti um allt land. Vinna ennfremur að bættri lýðheilsu almennings og forvörnum. Þá bíður nýrrar stjórnar að ljúka stefnumótunar- vinnu sem unnin hefur verið undanfarin misseri. 49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið í Vík í Mýrdal dagana 17. og 18. október sl. Þingið sátu um 130 þingfulltrúar víðs vegar að af landinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.