Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 21
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 21 ur að lestri blaða þá byrja ég á að fletta upp íþróttasíðunum og renni yfir það sem er að gerast á þeim vettvangi áður en ég sný mér að hinu öllu. Þetta er gamall vani en mér finnast íþróttir einhver besta afþreying sem maður hefur aðgang að. Það er ekki annað hægt en að heillast af fólki sem er komið á ákveðið stig í íþrótt sinni. Hæfileikar og kunn- átta eru á háu stigi hjá mörgum og það er ótrúlegt að fylgjast með þessu fólki. Ég skil ekki hvernig er hægt að hafa ekki áhuga á íþróttum. Mér finnst það fara minnkandi í samfélagi okkar að menn stilli því upp að öðrum megin séu menntun og vísindi og þeir sem hafa áhuga á listum og stjórnmál- um og hinum megin séu íþróttir. Sem betur fer er þessi nálgun á undanhaldi en ég legg það að jöfnu að menn sinni þessu öllu sam- an. Ég held að menn eigi einmitt að hafa hæfilegan áhuga á öllu. Það er fullt af lista- mönnum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum og það fer alveg jafn vel saman eins og hvað annað. Svo öfugt, þá hafa íþróttamenn áhuga á listum og svo framvegis. Annað væri furðu- legt því að stór hluti þjóðarinnar stundar íþróttir svo einhver hólfaskipting í þessu, að hér séu þeir sem hafa áhuga á íþróttum og þar þeir sem hafa áhuga á menningu og list- um er löngu liðin tíð og það er mjög gott,“ segir Illugi. – Skiptir það ekki miklu máli í þínum huga að búa vel að íþróttum í landinu og fólk hafi greiðan aðgang að því að stunda þær? „Ég held að mikilvægi þessa verði varla met- ið til fjár. Það er óumdeilanlegt og flestir sjá það. Í fyrsta lagi er mikilvægt fyrir okkur að við stundum reglubundna hreyfingu en það gerir okkur kleift að lifa betra lífi. Því meira sem við stundum íþróttir þegar við erum ung því auðveldara eigum við með það síðar meir að læra íþrótt sem gerir það að verkum að við getum sinnt henni þegar við erum orðin fullorðið fólk. Þar með höldum við okkur í formi. Heilbrigð sál í hraustum líkama er það sem við stefnum öll að, að geta haldið áfram líkamlegu heilbrigði okkar og óskertri líkam- legri getu. Þegar þetta bilar er svo margt ann- að sem við missum um leið. Það skiptir líka óskaplega miklu máli í menntakerfinu að það sýnir sig að krakkar, sem eru í íþróttum, læra vel að skipuleggja sig og temja sér ákveðinn aga sem fylgir íþróttunum. Þau læra líka mikilvægi hópstarfsins, vinna bæði saman sem einstaklingar og í liðum. Þau læra að taka ábyrgð og jafnvel að taka áhættu. Allt þetta er gríðarlega mikilvægt í þroska hvers einstaklings. Þar fyrir utan skipta afreksíþrótt- irnar okkur miklu máli. Þar eignumst við fyrir- myndir sem skipta æsku landsins miklu máli. Við fáum þetta fram með afreksíþróttamönn- um í boltaíþróttunum um þessar mundir, þegar við horfum meðal annars til landsliða okkar í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Árangur þeirra fyllir okkur stolti og minnir okk- ur á að þótt fámenn séum getum við afrekað ótrúlega hluti. Það er ekki heldur falið í mann- fjöldanum heldur getu okkar hvers og eins og hversu mikið fólk er tilbúið að leggja á sig. Þetta bindur okkur saman. Þetta eru hlutir sem við eigum sameiginlega, landsliðin okk- ar hafa veitt þjóðinni ótrúlega ánægju og gleði og einmitt þessa tilfinningu, að við erum þjóð,“ segir Illugi. – Þú hlýtur að hafa velt því fyrir þér eins og við öll hvernig standi á því að þrjú landslið í boltaíþróttum komast í úrslitakeppni Evrópu- móts. Þetta telst varla sjálfgefið og hvað býr að baki þessum árangri? „Þetta er langt í frá sjálfgefið. Það er kannski einhvern veginn líkt okkur að við skulum ekki vera ennþá meira uppnumin af þessu en raun ber vitni. Vegna þess að þessi íþróttaafrek sem landsliðin okkar hafa unnið eru í raun eiginlega óskiljanleg. Menn reka augun í þetta víða um heim og þegar maður er er- lendis á fundum er um þetta spurt. Árangur kvennalandsliðsins er ótrúlega góður og sömuleiðis yngri landsliðanna okkar í karla- og kvennaflokki. Það er auðvitað ekki nema von að menn spyrji hvernig standi eiginlega á þessu. Ég hef stundum sagt að ekki sé hægt að gefa eina eða tvær einfaldar skýringar á því. Ein skýringin sýnist mér vera sú að við virðumst leggja meira en margir aðrir í skipu- lagða þjálfun á barnastiginu. Það er að við erum með vel menntaða þjálfara sem vinna með börnum og unglingum. Víða annars staðar skilst mér að sé ekki lögð eins mikil áhersla á þetta og jafnvel að það séu bara foreldrar sem sinni þar þjálfarastarfi hjá yngstu börnunum. Íþróttafélögin hér hafa lagt metnað í það og boðið upp á úrvalsþjálf- un strax frá unga aldri og þetta held ég að skili sér. Á Íslandi er almennur íþróttaáhugi mikill og þátttakan ennfremur, okkur finnst gaman að leika okkur. Það er einmitt í gegn- um leikinn sem verður svo mikil þjálfun og einhvern veginn hefur okkur tekist að varð- veita það eða hafa það inni í þjálfunarkerfun- um okkar að leikurinn og að hafa gaman af virðist einhvern veginn varðveitast. Ég hef alla vega þessa tilfinningu. Það virðist síðan líka hafa skipt máli eins og í knattspyrnunni að búið er að reisa fjölmargar knattspyrnu- hallir. Þannig að við förum að sjá kynslóð sem hefur þjálfað og spilað miklu meira en kynslóðin á undan. Annað dæmi um fjárfest- ingu hér er aðeins eldra en það eru litlu spark- vellirnir víða um landið, þar sem búnar voru til aðstæður sem hafa nýst mjög vel. Þetta er samblanda af mörgu, þjálfuninni og aðstæð- um og síðan er það líka að þó við séum fá þá erum við þjóð. Menn spyrja stundum hvernig standi á því að 330 þúsund manna þjóð, sem er á við meðalborg í Evrópu, skilar þessum árangri. Að mínu mati er ekki rétt að bera þetta svona saman. Það er eitthvað sem fylgir því að vera þjóð, ekki síst tilfinning, og eitt- Illugi Gunnarsson ásamt dóttur sinni, Guðrúnu Ínu Illugadóttur. „Framlög einstakling- anna, þeirra sem standa að baki íþróttahreyfing- unni allri, er lykilatriði en öll sú sjálfboðaliðs- vinna sem unnin er í íþróttahreyfingunni er reyndar ótrúleg.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.