Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 an að kynnast störfum þeirra sem og störfum félaganna sem hinir þátttakendurnir komu frá. Íslenski hópurinn flaug út á sunnudags- morgni og fékk sólarhring til að skoða sig um í Björgvin. Mánudagurinn fór að mestu í ferða- lag þar sem það tók sex tíma í rútu að komast á áfangastað. Á þriðjudeginum hófst hið eiginlega nám- skeið en skipulagið var þannig að fyrir hádegi voru haldnir fyrirlestrar en eftir hádegi var stunduð útivist. Í námskeiðshlutanum var fjall- að um ýmislegt eins og t.d. hvernig á að vera góður leiðtogi, hvernig á að markaðssetja félag- ið sitt og hvernig á að halda góðar kynningar. Í útivistarhlutanum fórum við í gönguferðir um svæðið með leiðsögn, prófuðum klettaklifur, gengum upp að Jostedalsbreen sem er stærsti jökull meginlandsins og fleira. Þessa daga hitt- um við einnig félaga úr 4H-klúbbnum á svæð- inu og skoðuðum aðeins starfið hjá þeim. Á kvöldin var reynt að hrista hópinn saman auk þess sem hvert land átti að elda mat frá sínu landi yfir opnum eldi. Að sjálfsögðu valdi íslenski hópurinn að elda kjötsúpu en það var mjög óvenjulegt að sjá hana malla yfir opnum eldi í norsku skóglendi. Síðasta dag námskeiðsins var farið á dvalar- staðinn Norsk Kystleir sem er á eyjunni Kroak- pollen. Þar var ýmislegt gert sem tengist sjón- um, s.s. veitt, róið á kanó og siglt á seglskútu. Dvölin á eyjunni var frábær endir á góðri viku en á laugardeginum var vaknað kl 4:00 um nótt- ina til þess að ferðast aftur til Björgvinjar og ná flugi heim til Íslands. Námskeiðið og vikan öll var mjög vel heppn- uð þó svo að þátttakendur hafi flestir verið sammála um að fara hefði mátt aðeins dýpra í efnið, enda flestir þátttakendur þegar með mikla stjórnunarreynslu í félögum sínum. Útivistarhlutinn var ógleymanlegur og Noreg- ur sýndi okkur sínar fegurstu hliðar. Það sem stendur þó upp úr er að kynnast ungu fólki frá mismunandi löndum sem allt hefur þann drif- kraft sem þarf til þess að leiða sjálfboðastarf og mikinn metnað fyrir starfi sínu. Að heyra frá starfi þeirra gaf mér margar góðar hug- myndir fyrir starf okkar hér heima. Stór bónus var einnig að fá að æfa sig í að tala ensku og önnur erlend tungumál allan tímann en undirrituð þótti til dæmis hafa óvenju góðan rússneskan framburð. Þessi ferð var mér bæði til gagns og gamans og ég vil hvetja alla sem hafa tækifæri til að sækja námskeið sem þessi og kynnast starfsemi félaga í öðrum löndum til að þiggja það. UMFÍ býður upp á mörg tækifæri á ári hverju til þess að fara á námskeið, sem og hinar sívin- sælu ungmennavikur og því er um að gera að grípa tækifærið og víkka sjóndeildarhringinn með ferð sem þessari. Guðmunda Ólafsdóttir VERIÐ VELKOMIN! Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð PO RT h ön nu n

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.