Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands H jólreiðar hafa aukist mikið á Íslandi undanfarin ár og er talað um algjöra spreng-ingu í þeim efnum. Marg-ir hjóla til vinnu allan árs-ins hring, enn aðrir nota reiðhjólið sér til skemmt- unar og heilsubótar og fjallahjólreiðar eru ennfremur í miklum up- pvexti. Svo er hópur sem æfir markvisst og keppir á mótum hér heima og erlendis. Reiðhjólastígar hafa verið lagðir víðs vegar um landið, í borginni og bæjum. Þessi reið- hjólamenning, ef hægt er að kalla svo, á bara eftir að aukast á næstu árum en reiðhjólið er ótrúlega góður valkostur, ekki síst heilsufars- lega, en einnig umhverfislega. Reiðhjól sáust fyrst í Reykjavík árið 1890 Til fróðlegs má geta þess að fyrstu reiðhjólin, sem vitað er um að hafi verið flutt til Íslands, sáust í Reykjavík árið 1890. Þau áttu Guð- brandur Finnbogason, verslunarstjóri hjá Fischer-versluninni, og Guðmundur Svein- björnsson. Guðbrandur, sem bjó í Reykjavík, hýsti ungan mann sem hóf nám við Latínu- skólann veturinn 1889. Sá hét Knud Zimsen og varð síðar verkfræðingur bæjarins og svo borgarstjóri Reykjavíkur. Í frístundum sínum gerði Knud sér margt til dægrastyttingar en þó var það eitt sem hann undi sér „löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli“. Þetta kemur fram á Vísindavefnum. Hjólamenn í Kópavogi Nokkur félög um hjólreiðar hafa verið stofn- uð hér á landi og er Hjólamenn eitt þeirra, en það var stofnað 2004 og voru stofnfélagar þess 33 talsins. Félagið er starfrækt undir merkjum UMSK með aðsetur í Kópavogi. Töldu menn nauðsynlegt að auka fjölbreytn- ina í íslensku hjólalífi þannig að fleiri aðilar ynnu að framgangi þessarar skemmtilegu íþróttagreinar. Markmið hins nýja félags er fyrst og fremst að efla íþróttina sem er ein sú vinsælasta í Evrópu og hefur notið sívaxandi vinsælda hérlendis síðustu ár. 2–3 sérvitringar saman „Það hefur átt sér stað algjör sprenging í allri hjólreiðamenningu. Ég sjálfur byrja ekki að hjóla að neinu ráði fyrr en 2006 en þá voru 2–3 sérvitringar saman í hóp að hjóla. Sem dæmi má nefna að á þessum tíma voru 20–30 manns að keppa á mótum en í dag eru þeir orðnir allt upp í 500–600 manns. Þetta er gríðarlegur uppgangur á ekki lengri tíma og fjölgar bara,“ sagði Árni Guðlaugs- son, formaður Hjólmanna í Kópavogi, í samtali við Skinfaxa. Efnahagshrunið á stóran þátt í auknum áhuga Þegar Árni er spurður að því að hvað valdi þessum aukna áhuga segir hann að efna- hagshrunið eigi stóran þátt í því. „Eftir hrunið hér á landi fóru menn að Gríðarlegur uppgangur hugsa öðruvísi og þá ekki síst um áhugamál- in. Þessi aukning á hjólreiðum á sér ekki bara stað hér á landi heldur er þetta þróun um all- an heim. Það er þvílík uppsveifla í hjólasport- inu um alla Evrópu og teygir anga sína alla leið inn í ferðamennskuna. Í Bretlandi hefur hjólreiðamönnum fjölgað gífurlega á síðustu árum,“ sagði Árni. Hjóla 5–6 tíma um helgar Árni sagði að í dag sæjust hjólreiðamenn úti um land í öllum veðrum, allan ársins kring. Áður fyrr hefðu sést einn og einn hjólreiða- maður en í dag væri stór hópur manna að hjóla kannski 5–6 tíma um helgar. „Það er bara alls staðar fólk að hjóla en margar hjólabrautir hafa verið lagðar á síðustu árum á höfuðborgarsvæðinu. Við keppnis- fólkið eigum ekki heima á hjólastígunum og höfum þess í stað verið að hjóla mikið í Krísu- vík og á Þingvöllum en þar hefur umferð hjól- reiðamanna aukist til muna. Við notum enn- fremur Nesjavallaleiðina mikið og svo erum við búnir að finna út ákveðna hringi innan- bæjar þar sem minni bílaumferð er.“ Árni Guðlaugsson, formaður Hjólamanna í Kópavogi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.