Dagrenning - 01.02.1951, Side 9

Dagrenning - 01.02.1951, Side 9
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Spádómer FreisaraaLS, Ef ég ætti að velja þessum orðum, ein- hverja sérstaka yfirskrift mundi ég helzt velja þessi orð úr 1. Samúelsbók: „Orð frá Drottni var sjaldgæft á þeim dögum; vitranir voru þá fátíðar." Ég efa ekki, að á bernskuárum Samúels spámanns hafi „orð frá Drottni verið sjald- gæft, og vitranir fátíðar", en þó hygg ég að þetta hvorutveggja sé miklu fátíðara nú, og bendir það, með ýmsu öðru, greinilega til þess, að nú sé mannkynið að nálgast ný tíma- mót í sögu sinni, sem, ef til vill, verða ekki minniháttar á neinn veg en þau, sem urðu í sögu ísraels við tilkomu Samúels spámanns. En þá urðu þau tímamót þar, eins og menn vita, að dómaratímabilið leið undir lok, en konungatímabilið hófst í sögu ísraelsþjóðar- innar. Þið hafið ef til vill veitt því athvgli, að dómaratímabilið í sögu ísraelsþjóðarinn- ar var einskonar lýðveldistímabil. Þjóðin kaus sér forustumenn ,sem hún fékk allmikil völd í hendur bæði í stríði og á friðartímum, og er þetta sérlega ljóst af frásögninni um Jefta í 11. kapítula Dómarabókar. Og verður það ekki frekar rakið hér. Þetta lýðstjómarfyrirkomulag gafst mis- jafnlega. Það var, eins og öll lýðstjómarskip- an, mjög laust í sér, og misendis og undir- liyggjumenn gátu þá, eins og nú, oftlega af- vegaleitt fjöldann og ruglað allt skipulag svo að almenningur vissi tæpast hverju fylgja skyldi. Miklir flokkadrættir áttu sér stað og margskonar spilling, bæði meðal alþýðu og höfðingja. Dómaratímabilið endaði með því, að Fil- istear náðu á sitt vald helgasta dýrgrip ísra- els, sjálfri sáttmálsörkinni, og síðasta dómar- anum, Elí, varð svo mikið um þau tíðindi, að hann hné niður örendur er hann heyrði þau. Við fráfall Elí tók Samúel við stjómar- taumunum í ísrael og varð þá eins konar millibilsástand ríkjandi með þjóðinni, því hann var í rauninni hvorki dómari né kon- ungur, heldur spámaður Diottins. Drottinn hafði sjálfur kallað hann, barn að aldri, til þjónustu og yfir honum hvíldi „andi Guðs“, eins og það er orðað í Biblíunni. Þessi merki- legi spámaður átti að framkvæma það mikil- væga hlutverk ,að koma á fót konungsst/órn í ísrael. Samúel var því sjálfur andvígur að afnema lýðréttindi dómaratímabilsins og taka upp konungsstjóm, en fólkið krafðist þess sjálft. Það var orðið þrevtt á hinum sífelldu flokkadeilum, róstum og innbyrðis togstreitu höfðingjanna og það krafðist þess, að því yrði fenginn konungur. Og það verður heldur ekki sagt, að Samú- el hafi gyllt það neitt fyrir ísraelsmönnum hvers þeir mættu vænta af konungum sín- um. Samúel segir við lýðinn: „Þessi verða réttindi konungsins, sem yfir yður á að ríkja: Sonu yðar mun hann taka og setja þá við vagn sinn og á hesta sína, og þeir munu hlaupa fyrir vagni hans og hann mun skipa þá höfuðsmenn yfir þús- und og höfuðsmenn yfir fimmtíu, og setja þá til að plægja akurland sitt og skera upp korn sitt og gjöra hernaðartýgi og ökutýgi. Og DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.