Dagrenning - 01.02.1951, Side 46
jólanóttina síðustu, þegar brotist var inn í
Westminnster Abbey og stolið þar liinum
ævaforna kryningarsteini Bretakonunga —
forlagasteininum svokallaða. —
Sá þjófnaður, og það, að steinninn liefir
ekki fundist þrátt fyrir rnikla leit' hinnar
voldugu, bresku lögreglu, er ótvírætt tákn
þess, að Breska samveldið er nú statt á mikil
vægum vegamótum í sögu sinni.
*
Það sem athyglisverðast nrun verða við
árið 1951 er sennilegt að verði ýmiskonar
furðuleg náttúrufyrirbæri, stórslys og voða-
fvrirburðir.
Fáitt af hinurn greinilegu táknum „enda-
loka tímabilsins" er einmitt slíkir atburðir. Á
þeim rúma mánuði, sem liðinn er af þessu
ári, hafa orðið meiri slys en dæmi eru til
áður á jafn skömmum tíma. Stórkostleg
flugslys, járnbrautarslys, námuslys og stór-
kostlegt manntjón af eldgosum, sem þó er
nærri einsdæmi. Fjögur þúsund manns fór-
ust í einu í slíku eldflóði. Auk þess herjar
mannskæð pest nokkurn hluta heimsins og
hungursneyð er á stórunr svæðum í Kína.
Þeir, sem fylgjast nreð spádómum Biblí-
unnar, liafa sagt þetta fyrir samkvæmt þeim,
fyrir alllöngu síðan. í grein, sem birtust í
Dagrenningu í septembermánuði s. 1. og
nefnist „Náttúruhamfarir og ný pólstjama"
segir m. a.:
„Frá mörgum kunnum heimildum er
vitað, að þessi náttúrufyrirbæri byrja að ger-
ast einhverntíma á árinu 1953, og að á undan
þeirn muni mannkynið eiga við að stríða hin
stórkostlegustu vandamál, er steðja muni
að á sviði stjórnmála og hermála og í viðskipt-
um þjóðanna. Þá munu og náttúruöflin taka
að færast í aukana og eyðileggingaröfl taka
að bæra á sér ,svo sem ófyrirs/áanJeg stór-
viðrí, stormar, víðáttumiklir jaiðskjálftar
miklu meira en dæmi eru tiJ áður.“ (Dagr.
nr. 27 bls. 23).
Menn hyggja, að þótt aðaleyðileggingin
liefjist ekki fyrir aJvöru fyr en 1953, þá verði
þó bæði 1951 og 1953 rnikil slysa og vand-
ræða ár í sögu þjóðanna. Þegar svo er komið
að mennirnir á jörðinni liætta að lúta valdi
og vilja Guðs og taka að ganga sínar eigin
götur verða endalokin jafnan þau, að jörðin
sjálf tortímir slíkri „menningu“ hversu dá-
sörnuð, sem hún er af samtíð sinni og liversu
hátt, sem liún lireykir sér.
*
Hvað okkar eigið land snertir má búast
við stórfelldum örðugleikum á mörgum
sviðum því þjóðin er blind og sjálfri sér sund-
urþykk.
Árið liefir bvrjað sorglega liér hjá oss, á
ýrnsan hátt. Algjör stöðvun á bátaútgerðinni
við Faxaflóa nú á aðalvetrarvertíðinni, stærsta
flugslvs í sögu þjóðarinnar allt til þessa, og
mikið aflaleysi í þeinr verstöðvum sem bátar
ganga frá. Ótíð og jarðbönn um allt land.
Ennþá skilur almenningur ekki sam-
bandið rnilli fyrirbæra náttúrunnar og lifn-
aðarhátta lians sjálfs, og enn síður skilja leið-
togar lýðsins þetta samband En meðan svo
er stefnir til síaukinna vandræða.
íslendingar lrafa allra þjóða besta aðstöðu
til að átta sig á sambandinu milli náttúru-
aflanna og mannlífsins — sambandinu milli
Guðs og manna, — ef þeir aðeins vilja reyna
það.
Hin demoniska siðmenning nútímans er
að vísu mikill tálmi á þeirri leið, en alþjóð-
leg, trúarleg vakning, sem sópar í burtu öllu
glysinu, sem hrófað liefir verið upp af hin-
um villuráfandi leiðtogum þessarar þjóðar,
getur á örstuttum tíma hreinsað svo loftið,
að unnt reynist að snúa á rétta leið. Margt
bendir til að slík trúarleg vakning lrefjist
með nokkrum krafti á árinu 1951, og væri
þá vel.
40 DAGRENNING