Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913 10. tölublað 103. árgangur
RAFVESPA
SEM EKKI ÞARF
AÐ HLAÐA
FERÐAFÉLAG BARNA ÓTRÚLEGA
GAMAN AÐ
HAFA UNNIÐ ÞAU FINNA
ÆVINTÝRI
Í ÖLLU 10 JÓHANN FÉKK GOLDEN GLOBE 30SMARTSCOOTER BÍLAR
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Launakostnaður ríkisins vegna
lækna hækkar um tæp 30% með
kjarasamningunum sem gerðir voru
við Læknafélag Íslands í seinustu
viku, skv. heimildum Morgunblaðs-
ins. Samningurinn kveður bæði á
um launahækkanir og kerfisbreyt-
ingar og er ekki talið ósennilegt að
heildarkostnaðarauki ríkisins geti
orðið umtalsvert meiri en 30% þeg-
ar upp verður staðið en það ræðst
af því hvaða hagræðing næst með
breytingum á vinnufyrirkomulagi.
Kveðið er á um breyttar álags-
og vaktagreiðslur og eiga greiðslur
fyrir yfirvinnu að lækka á móti
skipulagsbreytingum. Langstærsti
hluti launahækkananna kemur til
framkvæmda á þessu ári, en samn-
ingurinn gildir til 30. apríl 2017.
Samningurinn er afturvirkur frá
júní í fyrra með 3,6% hækkun sem
leggst ofan á launagrunninn og
launataflan hækkar svo almennt um
10,2% frá seinustu áramótum. Ný
launatafla tekur gildi sem felur í
sér mismiklar hækkanir fyrir
lækna, þar sem dregið er úr vægi
álagsþátta í launum. Samkomulag
varð einnig um að læknar fái 160
þús. kr. eingreiðslu en samningur
þeirra rann út í janúar í fyrra.
Kveðið er á um launahækkun um
mitt þetta ár á móti kerfisbreyt-
ingum. Þá eru í samningnum launa-
pottar sem greiða á úr í tengslum
við skipulagsbreytingar og verk-
efni. Auk þessa hækka laun svo
einnig á árunum 2016 og 2017.
Hækkunin er tæp 30%
Stærsti hluti launakostnaðar ríkisins vegna læknasamninganna fellur til í ár
Heildarhækkanir gætu orðið vel yfir 30% ef hagræðingin gengur ekki eftir
Kosningin
» Atkvæðagreiðsla um
læknasamninginn hófst í gær
og lýkur aðfaranótt laugar-
dags.
» Um 420 læknar sóttu
kynningarfund sl. föstudag.
» Úrslit úr talningu gætu leg-
ið fyrir á laugardaginn.
Samningur Reiknistofu bankanna
(RB) við stórfyrirtækið Sopra Bank-
ing Software um uppsetningu nýs
innláns- og greiðslukerfis á Íslandi
mun leiða til hagræðingar og auka
öryggi þjónustunnar.
Þetta sagði Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans, eftir að
samkomulagið var handsalað í gær.
Gamla kerfið umfangsmikið
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri
RB, sagði verðmæti samningsins
trúnaðarmál en staðfesti að á annað
hundrað manns muni koma að upp-
setningu nýja kerfisins sem á að
vera komið í gagnið á fyrri hluta
næsta árs. Nýja kerfið leysir af
hólmi kerfi sem bankarnir byggðu
upp fyrir bankahrunið og þjóna átti
alþjóðlegum bönkum með þúsundir
starfsmanna. baldura@mbl.is »16
Sparar
bönkum
mikið fé
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbanki Kerfið var orðið úrelt.
RB innleiðir nýtt
innlánskerfi á Íslandi
Hestamenn eru farnir að viðra klárana eftir að þeir hafa verið stríðaldir
um jól og áramót. Sjá mátti nokkra Fáksfélaga í útreiðum í vetrarstillunni í
Víðidal í gær. Konurnar fóru hægt af stað. Þeir sem eru að þjálfa hesta fyr-
ir keppni þurfa að vera að allan veturinn til að koma vel undirbúnir til
vetrarmótanna. Fyrsta mót stærstu mótaraðarinnar í reiðhöllum landsins,
Meistaradeildar í hestaíþróttum, verður í lok mánaðarins.
Reiðhestarnir viðraðir í vetrarstillunni
Morgunblaðið/Kristinn
Lítið mál er að kaupa tjónabíla á
uppboðum og jafnvel má bjóða í
bíla rafrænt. Ekkert eftirlit er haft
með hverjir gera við þá bíla sem
keyptir eru né hvernig gert hefur
verið við þá. Fyrir vikið geta óþarf-
ar slysagildrur verið í umferðinni,
jafnvel án þess að eigendum sé það
ljóst, til dæmis ef keyptur var við-
gerður tjónabíll í góðri trú. Til þess
að bíll geti talist öruggur á sama
hátt og hann var fyrir tjón þarf við-
gerðin að hafa verið gerð af vott-
uðum fagaðilum. Þá þarf að skipta
um vissa bita í burðarvirki bílsins
en dæmi eru um að gert hafi verið
við þá bita sem missa við það styrk-
inn en bitarnir
eiga að bera bíl-
inn uppi og eru
meginstoðir
hans. Runólfur
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
Félags íslenskra
bifreiðaeigenda,
segir brýna þörf
á eftirliti með
viðgerðum á
tjónabílum og það sé bæði öryggis-
og neytendamál sem varðar alla að
regluverkið í kringum tjónabíla,
viðgerðir og sölu þeirra verði end-
urskoðað. »Bílar
Eftirliti með viðgerðum tjónabíla ábóta-
vant hér á landi og skýra þarf línurnar
Tjón Eftirlits er þörf
með viðgerðum.
Unnið er að því að leggja ljósleið-
ara víða um land með tilheyrandi
jarðraski. Minjastofnun Íslands ótt-
ast að slíkt hafi áhrif á fornleifar
sem kunni að liggja í jörðu. Af
þeim sökum er nú unnið að verk-
lagsreglum fyrir starfsmenn stofn-
unarinnar.
Hugmyndin er sú að verklags-
reglurnar verði sendar bygging-
arfulltrúum hvers sveitarfélags svo
þeir geti kynnt sér þær sem og
framkvæmdaaðilar. Að sögn for-
stöðumanns stofnunarinnar verða
þær tilbúnar í febrúar. Minjavörð-
ur Suðurlands vakti athygli sveitar-
félagsins Ölfuss á mikilvægi sam-
vinnu í þessum efnum en síðustu
mánuði var ljósleiðari lagður í
sveitarfélaginu.
Allt landið verður óðum ljósleið-
aravætt, ef átaksverkefni Sigmund-
ar Davíðs Gunnlaugssonar for-
sætisráðherra gengur eftir. Í
áramótaávarpi sínu um nýliðin ára-
mót lofaði hann að hver einasti
bær, dalur og fjörður yrði tengdur
við ljósleiðara. Þannig yrði landið
allt tengt við hraðbraut upplýsinga
og samskipta. »14
Tryggja fornminjar við
lagningu ljósleiðara
Morgunblaðið/Ómar
Ljósleiðari Frá framkvæmdum við
lagningu ljósleiðara í Reykjavík.
Ákvörðun um að setja framhalds-
menntun unglækna í lyflækningum
í forgang reyndist vera heillaríkt
spor, að sögn Friðbjörns Sigurðs-
sonar, framhaldsmenntunarstjóra í
lyflækningum á Landspítala. Um 25
námslæknar eru við lyflækninga-
svið Landspítalans. Árið 2013 veitti
heilbrigðisráðherra sérstaka fjár-
veitingu til endurreisnar sérnáms-
ins sem hefur leitt til eflingar alls
sviðsins í heild. »4
Lyflækningasvið
LSH stóreflt