Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
advania.is/vinnufelagar
Hafðu samband í síma 440 9010
eða í tölvupósti á sala@advania.is
* Tilboð gilda til 31.01.2015 eða á meðan birgðir endast.
á nýju ári
Nýjar vélar
JANÚAR
TILBOÐ*
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi ný-
verið frá sér nýjar ljósmyndir af Holuhrauni,
sem teknar eru úr gervihnettinum Landsat 8.
Á ljósmyndunum sést glöggt hversu stórt land-
svæði hraunið þekur og er tekið fram í grein sem
fylgdi myndunum að hraunið þeki nú svæði sem
er stærra en Manhattan-eyja í New York. Þar
kemur einnig fram að sumir eldfjallafræðingar
telji mögulegt að eldgosið muni vara í nokkur ár.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís-
lands var ástandið við Bárðarbungu óbreytt í
gær, en alls mældust á um þriðja tug skjálfta í
Bárðarbungu í fyrrinótt. Flestir þeirra voru hins
vegar minniháttar. Stærsti skjálftinn mældist kl.
00.22 um nóttina, og var hann 4,4 að stærð.
Fimm aðrir voru yfir 4 að stærð. Tveir skjálftar
mældust síðan um sexleytið í gærkvöldi og voru
þeir 4,5 og 4,2 að stærð. sgs@mbl.is
Hraunflæmið orðið stærra en Manhattan
Ljósmynd/NASA
NASA sendir frá sér ljósmyndir af Holuhrauni
Öskjuvatn
Holuhraun
Dyngjujökull
Jökulsá á Fjöllum
2 km
„Þetta er gríðarlega spennandi, ég fæ tækifæri til að
vinna þarna að verkefnum sem ég hef haft mikinn áhuga
á í rektorsstarfinu,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla Íslands, sem þegið hefur boð um að verða gesta-
prófessor við Massachusetts Institute of Technology
(MIT) í Boston eftir að hún lætur af embætti um mitt ár.
„Það verða auðvitað þáttaskil þegar ég lýk störfum
sem rektor eftir tíu ár í embætti en ég hlakka til að tak-
ast á við ný verkefni. Þau lúta einkum að áhrifum upplýs-
ingatækni og opinna netnámskeiða og annarra nýjunga í
kennslu á starfsemi háskóla. Þau munu einnig snúa að
aukinni verðmætasköpun á grunni vísindarannsókna.
MIT stendur mjög framarlega á báðum þessum sviðum.“
Hún nefnir að MIT sé í fremstu röð við miðlun þekk-
ingar um internetið og mikil þróun sé í kennsluháttum.
Kristín mun vinna að þeim þætti í Stofnun í stafrænni
kennslu og edX sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 ann-
arra háskóla og stofnana. Hún mun einnig tengjast MIT
Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar eru
stundaðar rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hug-
mynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag
fræðigreina. „Þarna vinnur fólk saman sem við fyrstu
sýn virðist ekki eiga mikla samleið í vísindum, en það
verða til spennandi hlutir þegar fólk með ólíkan bak-
grunn kemur saman að verkefnum. Ég hef áhuga á að
tengja mína grein, lyfjafræðina, slíkum verkefnum.“
helgi@mbl.is
Þarna gerast hlutirnir
Kristín Ingólfsdóttir verð-
ur gestaprófessor við MIT
Á ný mið Nýjar dyr opnast fyrir Kristínu Ingólfsdóttur.
„Við höfum fylgst með því hvað hef-
ur gerst í kjölfarið á kjarasamning-
unum sem gerðir voru á síðasta
vetri og munum horfa til þeirra
hluta,“ segir Sigurður Bessason,
formaður Eflingar - stéttarfélags,
þegar hann er spurður um áhrif
kjarasamninga sem ríkið hefur gert
við ýmsar starfsstéttir á undanförn-
um mánuðum.
Nóg af línum að fara eftir
Sigurður segir að Flóabandalagið
muni leggja fram kröfur sínar fyrir
komandi kjaraviðræður undir lok
mánaðarins og er ekki tilbúinn að
nefna neinar tölur. „Það er nóg af
línum til að fara
eftir, það er eng-
in vöntun á
þeim,“ segir
hann. Flestir
kjarasamningar á
almenna vinnu-
markaðnum
renna út í lok
febrúar en ein-
hverjir mánuði
síðar, í lok mars.
Svo virðist sem hugmyndin um
langtímasamninga sem stefnt var
að með kjarasamningunum síðasta
vetur sé farin út um þúfur. „Við
metum það á hverjum tíma, þegar
kjarasamningar eru gerðir, hvort
nægur stöðugleiki sé til staðar
þannig að hægt sé að vinna með
það. Ekki virðist það blasa við í
augnablikinu að svo sé og fátt sem
bendir til að hægt sé að ná nið-
urstöðu sem leiði til lengri samn-
ings,“ segir Sigurður.
Líkur á skammtímasamningi
„Í augnablikinu myndi ég telja
minni líkur en meiri á að við séum
að fara að gera langtímasamninga.
En það mótast af efni mála.“ Hann
segir ómögulegt að nefna ákveðinn
tíma í því sambandi.
helgi@mbl.is
Horfum til þeirra samn-
inga sem gerðir hafa verið
Flóabandalagið leggur kröfur sínar fram í lok mánaðarins
Sigurður
Bessason
Dæmi eru um að
fólk hafi ekki get-
að orðið sér úti
um rafræn skil-
ríki, þar sem það
hefur ekki átt
heimangengt á
útgáfustað, en
kröfur um að fólk
þurfi að sanna á
sér deili þýða að
ekki er hægt að
senda út aðstandanda með umboð til
þess að verða sér úti um rafræn skil-
ríki, en þau þarf til þess að staðfesta
skuldaleiðréttingu á fasteignalánum.
Einnig gildir þetta um fólk sem bú-
sett er erlendis.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri segir að í reglugerð nr.
990/2014 sé í 4. grein fjallað um und-
anþágur frá því að leiðréttingin sé
staðfest með rafrænni undirritun í
þeim tilfellum þegar umsækjandi
getur ekki orðið sér úti um rafræn
skilríki. Þeir sem séu búsettir er-
lendis, eða eigi ekki heimangengt, til
dæmis vegna elli eða hrumleika, geti
sótt um slíka undanþágu á vef ríkis-
skattstjóra.
Skúli Eggert segir að í gær hafi
673 umsóknir um slíka undanþágu
borist, og að búið hafi verið að af-
greiða um 400 slíkar vegna búsetu
erlendis, og rúmlega hundrað um-
sóknir þar sem aðstæður hindruðu
að fólk gæti sjálft orðið sér úti um
rafræn skilríki. sgs@mbl.is
Hægt að
fá undan-
þágu
Skúli Eggert
Þórðarson
Umboð ekki nóg
fyrir rafræn skilríki
Vinna stendur nú yfir á Landspít-
alanum við endurröðun biðlista, en
þeir lengdust gífurlega vegna verk-
fallsaðgerða lækna og skurðlækna
sem stóðu yfir frá 27. október til 7.
janúar. Sumum tímum er hægt að
koma fyrir á göngudeildum, en erf-
iðara reynist að koma öðrum tímum
fyrir. T.d. hafði verið bókað í alla
tíma í hjartaþræðingum.
Hlíf Steingrímsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lyflækningasviðs
Landspítalans, sagði í samtali við
mbl.is í gær að endurröðunin væri
frekar flókin, starfsemin væri það
viðamikil. Þá hefði starfsemin rask-
ast mismikið eftir deildum.
ingileif@mbl.is
Vinna nú úr
biðlistunum
Gert er ráð fyrir vaxandi
norðaustanátt í dag með tilheyr-
andi snjókomu og éljum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
Íslands verður einna hvassast norð-
vestantil á landinu og suðaustantil
um tíma um morguninn. Talið er að
vindhraði geti náð um 13-20 metr-
um á sekúndu kringum hádegið, en
síðan dragi heldur úr vindi. Frost
verður á bilinu 0 og 7 gráður. Á
morgun má svo gera ráð fyrir norð-
lægri átt á bilinu 10-18 metrar á
sekúndu og verður hvassast á an-
nesjum norðantil.
Frost og norðaust-
anátt í kortunum
Morgunblaðið/Kristinn
Vetrarhörkur Gera má ráð fyrir frosti.