Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 8

Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 Því var lýst í Morgunblaðinu ádögunum hvernig almanna- tenglar hafa fengið aukið hlutverk í vinnudeilum hér á landi. Gunnar Steinn Pálsson, sem komið hefur að margvíslegum almanna- tengslamálum í gegnum tíðina, greindi frá aðstoð sinni við lækna og hvernig metið var hverju skyldi svara og hvort svarað skyldi því sem fram hafði komið í fjöl- miðlum.    Andrés Jónssonalmannatengill sagði frá því hvern- ig farið hefði verið „með sjúklinga og aðstandendur í fjöl- miðla í heila viku“ vegna ákveðins máls þar til tókst að knýja fram tiltekna niðurstöðu.    Umsvif almannatengsla hafaaukist mjög á liðnum árum og fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar beita þeim ákaft í þeirri viðleitni að hafa áhrif á umræðuna.    Óvíst er að almenningur geri sérfyllilega grein fyrir þessu. Ennfremur er óvíst að fjölmiðlum takist alltaf að varast spuna sem settur er fram með aðstoð fag- manna. Slíkir fagmenn, innan og utan fyrirtækja og stofnana, eru mun fleiri en fjölmiðlamenn og því við ramman reip að draga.    Reykjavíkurborg hefur til aðmynda á að skipa miklum her sem sinnir skipulegri upplýs- ingagjöf og tekst oft ákaflega vel upp við að passa upp á ímynd borg- arstjóra.    Brýnt er í þessu nýja umhverfiað fjölmiðlar jafnt sem al- menningur séu á varðbergi gagn- vart spunanum. Andrés Jónsson Varúð: Spuni! STAKSTEINAR Gunnar Steinn Pálsson Veður víða um heim 12.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 snjóél Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -13 léttskýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló -6 frostrigning Kaupmannahöfn 7 skúrir Stokkhólmur 1 alskýjað Helsinki -13 heiðskírt Lúxemborg 5 skýjað Brussel 8 skýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 3 skýjað London 12 skúrir París 7 alskýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skúrir Vín 6 heiðskírt Moskva 1 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 6 skúrir Winnipeg -26 léttskýjað Montreal -2 snjókoma New York 2 slydda Chicago -5 alskýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:00 16:14 ÍSAFJÖRÐUR 11:33 15:50 SIGLUFJÖRÐUR 11:18 15:32 DJÚPIVOGUR 10:36 15:36 Tvö ný myndbönd á vegum Vitund- arvakningar um kynferðislegt, and- legt og líkamlegt ofbeldi gegn börn- um útskýra það ferli sem hefst þegar kynferðisbrot gegn börnum eru kærð. Myndböndin, sem hugsuð eru hvort fyrir sinn aldurshópinn, bera titilinn „Leiðin áfram“ og eru ætluð sem einskonar vegvísir fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis við að leita sér aðstoðar. Í lok myndband- anna kemur fram að þolendur geti staðið uppi sterkari en áður, fái þeir rétta hjálp. „Við fengum upplýsingar um að þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi viti ekki hvert þeir eiga að snúa sér,“ segir Jóna Pálsdóttir, for- maður Vitundarvakningar. Segir hún að sérstaklega hafi verið reynt að gera efnið aðgengilegt í gegnum Google og að vefsíða verkefnisins innihaldi ýmis lykilorð og setningar sem ungt fólk er líklegt til að slá inn. Átök hafa áhrif Þriðjungur þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis eru börn. Þor- björg Sveinsdóttir hjá Barnahúsi segir mörg börn koma fram, gagn- gert vegna þess að þau hafi séð um- fjöllun í fjölmiðlum eða kynning- arefni á við Leiðina áfram. „Internetið er veröld unga fólks- ins. Ég held að „Leiðin áfram“ og að sjá andlit fólksins sem þau geta leit- að til hjálpi og opni þeim dyr þar sem óvissan er oft það sem hindrar þau í að segja frá,“ segir Þorbjörg. „Það gleður okkur í Barnahúsinu þegar við sjáum að þetta ber árang- ur því hvert einasta barn skiptir máli.“ annamarsy@mbl.is Leiðin áfram fyrir unga brotaþola Vegvísir Leiðin áfram er tvö myndbönd sem eru ætluð sem vegvísir fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis við að leita sér aðstoðar.  Myndbönd vísa fórnarlömbum veginn Beðið er eftir hentugu tækifæri til þess að flytja þær 250 MP5 vél- byssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum fyrir um ári aft- ur til Noregs. Þetta sagði Hrafn- hildur Brynja Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is í gær. Talsvert hefur verið fjallað um málið, en Landhelgisgæslan taldi að um gjöf væri að ræða frá Norð- mönnum. Norski herinn hefur hins vegar sagt að alltaf hafi staðið til að greiðsla kæmi fyrir vopnin. Gæslan hefur hins vegar sagt að ekki komi til greina að kaupa byssurnar af Norðmönnum. Ákveðið var að þær yrðu fluttar aftur til Noregs og hafa þær verið í geymslu undan- farna mánuði. Þær voru innsiglaðar af Tollgæslunni vegna þess að flutningspappírar reyndust ekki í lagi. Til stóð að lögreglan fengi 150 MP5 byssur af þessum 250 og hefur hún lýst áhuga á að hluti af byss- unum verði keyptur. Ekki liggur fyrir hvort af því verður. Byssurnar eru enn í landinu og bíða flutnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.