Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Sesta stólar Plastskeljastóll með stálgrind, staflanlegur. Litir: Hvítur, svartur, rauður og glær. Hönnun: Skel: Stefano Sandona fyrir Infinity. Grind: Sturla Már Jónsson, Sólóhúsgögn. Verð kr. 32.000 www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Str. 36-56 50% afsláttur BUXUR Á ÚTSÖLU Laugavegi 63 • S: 551 4422 Laxdal Laugavegi - Dásamleg dömubúð Nú er tækifærið að versla gæða merkjavöru á góðu verði VETRAYFIRHAFNIR FRÁ CREENSTONE OFL. GERRY WEBER, SPARIDRESS OG KJÓLAR, PEYSUR,BOLIR OG BUXUR, FRANK LYMAN KJÓLAR OG M.FL. www.laxdal.is STÓRÚTSALA 30-40% AFSLÁTTUR Verðmæti útflutts áls dróst saman Fram kom í Morgunblaðinu 10. janúar sl. að verðmæti útflutts áls og ál- afurða hefði aukist um 14 milljarða á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs, borið saman við sömu mánuði árið 2013. Þetta er ekki rétt. Raunin er sú að svo- nefnt fob-verðmæti þessa útflutnings var 200,9 milljarðar þessa mánuði 2013 en 196,3 milljarðar í fyrra og dróst því saman milli ára. Við vinnslu fréttar- innar var upphaflega horft til tímabilsins frá janúar til október 2013 og 2014 og var skjalið svo uppfært af starfsmanni Hagstofunnar með nýjum tölum fyrir nóvember. Vegna misskilnings var aðeins árið 2014 uppfært á þennan hátt en ekki árið 2013 líka. Fyrir vikið voru mislöng tímabil 2013 og 2014 bor- in saman í fréttinni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð á minkaskinnum á heimsmark- aði er farið að hækka á ný eftir mikla lækkun vegna offramboðs á síðasta ári. Verðið hækkaði um 10% að með- altali á fyrsta uppboði sölutímabils- ins hjá danska uppboðshúsinu þar sem íslenskir minkabændur selja af- urðir sínar. Betri skinnin, þar á með- al þau íslensku, hækkuðu meira en lakari skinnin og fá þeir því meiri hækkanir en meðaltalið segir til um. Bilið breikkar „Mér sýnist jákvæðast að bilið á milli lakari skinna og þeirra betri jókst. Það er hækkun að heita má á öllum flokkum en alltaf meiri í betri flokkunum. Við erum eitt þriggja landa sem framleiða mest af skinn- um í betri hlutanum þannig að þetta er jákvætt,“ segir Björn Halldórs- son, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Kínverskir kaupendur áttu janúaruppboðið nánast með húð og hári. Þar hefur veturinn verið kaldur og þarf að fylla á pelsalagerana. Annar mikilvægur markaður fyrir minkaskinn er í lægð. Kaupgeta í Rússlandi er lítil vegna falls rúbl- unnar. Kaupendur þaðan halda því að sér höndum. Verðið er hins vegar enn það lágt að kaupendur fyrir markaði í Evrópu og Norður-Amer- íku keyptu skinn og vógu á móti sam- drættinum í Rússlandi. Styrkleikamerki á markaðnum Björn segir að fyrsta uppboð árs- ins sé alltaf mikilvægt þótt ekki sé það stórt miðað við þau sem verða haldin síðar í vetur. Uppþotið sem varð í uppboðssalnum fyrir ári, þeg- ar snörp verðlækkun var að koma fram, er dæmi um það. „Það gefur vísbendingar um markaðinn. Þetta er mikil hækkun og að allt skuli selj- ast sýnir að mikil eftirspurn er eftir skinnum. Það sýnir styrkleikamerki á markaðnum.“ Vegna verðlækkunarinnar í fyrra hættu einhverjir framleiðendur, að minnsta kosti í Kína. Samt er fram- boðið svipað og þá eða 82-84 millj- ónir skinna. Á móti samdrættinum þarf að selja eitthvað af skinnum frá síðasta sölutímabili sem kaupendur stóðu ekki við að kaupa. Verðið var það lágt á síðasta ári að fáir minkabændur hér á landi hafa getað rekið bú sín með hagnaði. „Ég ímynda mér að með þessu verði séum við komin yfir vatnsyfirborðið, ef það helst,“ segir hann. Minkaskinn hækka á ný á heimsmarkaði  Íslensku skinnin fóru á góðu verði í danska uppboðshúsinu Ljósmynd/Einar E. Einarsson Minkur Falleg skinn á leið á uppboð. Íslensku minkaskinnin eru þau þriðju bestu í heiminum og þar með í hópi þeirra verðmætustu og eftirsóttustu. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alls bárust Leiðbeininga- og kvört- unarþjónustu Neytendasamtakanna 8.038 erindi á síðasta ári, og fjölgaði þeim um 27% frá því á árinu 2013. Þar af voru 4.482 erindi sem sneru að vörum eða þjónustu og var lang- stærsti hluti þeirra kvartanir, eða 4.126, en 356 erindi voru spurningar um tiltekna vöru eða þjónustu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Leiðbein- inga- og kvörtunarþjónustunnar, sem birt er á vef Neytendasamtak- anna. Í skýrslunni er fjöldi erinda greindur út frá ýmissi tölfræði, eins og til dæmis eftir mánuðum. Kom í ljós að í fyrra bárust langflest erindi til Neytendasamtakanna í janúar- mánuði og svo aftur í júní og júlí- mánuði. Hildigunnur Hafsteins- dóttir, yfirmaður Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar, segir að mörg erindi berist þeim að jafnaði í janúarmánuði. „Það eru kannski ýmsar ástæður fyrir því, til dæmis eru núna verðbreytingar og virðis- aukaskattsbreytingar, auk þess sem fólk er að skila og skipta jólagjöfum og svo eru janúarútsölur.“ Hildi- gunnur bætir við að flugverkföllin síðasta sumar séu líklega stærsti þátturinn í fjölda erinda í júní og júlí. Þegar farið er yfir efni þeirra er- inda sem bárust vegna vörukaupa kemur í ljós að langflest þeirra sneru að tölvum, farsímum og raf- tækjum. Hildigunnur segir það sýna hversu mikið raftæki komi við sögu í daglegu lífi fólks. Þá séu þau oftar en ekki dýrari en aðrar vörur og fólk því líklegra til þess að kvarta komi upp galli í þeim. Hildigunnur segir að þjónustan snúist ekki bara um kvartanir, held- ur sé einnig veitt ráðgjöf. „Við vilj- um endilega heyra sem mest í fólki.“ Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson Raftæki Flest erindanna sem berast snúa að tölvum og raftækjum. Sífellt fleiri leita sér ráðgjafar  Um 8.000 erindi til Neytendasamtakanna Á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is, má lesa ýmsar reynslusögur félagsmanna sam- takanna og þau álitamál sem samtökin hafa greitt úr. Í einu dæmi sem greint er frá á heima- síðunni hafði félagsmaður keypt sér sturtuklefa, sem var ýmsum eiginleikum gæddur, og hafði bæði útvarp og nudd. Klefinn virkaði þó ekki sem skyldi, því að „heilinn“ í honum reyndist bilaður. Tókst Neyt- endasamtökunum að sjá til þess að neytandinn fengi klef- ann endurgreiddan. Sturtuklefinn „heilabilaður“ KVARTANIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.