Morgunblaðið - 13.01.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 13.01.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Tilgangurinn er að hvetjafjölskyldur til útiverusaman. Þetta er ekkipössun fyrir börnin, for- eldrar þurfa að koma með. Sér- staða okkar er sú að ferðirnar okkar eru ekki á forsendum full- orðna fólksins, heldur er allt skipulagt á forsendum krakkanna, það er talað við þau í ferðunum, málinu er ekki beint til foreldr- anna. Fyrir vikið er þetta ofboðs- lega skemmtilegt og einmitt frá- bært fyrir fjölskyldur þar sem krakkar hafa kannski verið tregir til að fara einir í útivist með þeim, því í þessum ferðum hafa börnin mikinn félagsskap hvert af öðru,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir en hún heldur utan um Ferðafélag barnanna, sem er undirdeild í Ferðafélagi Íslands. Þau fara í margar ferðir yfir árið, ýmist stuttar dagsferðir þar sem fuglar eru skoðaðir, pöddulíf rannsakað, gjótur og klettar kann- aðir eða kræklingar tíndir, eða lengri ferðir á Kjöl, yfir Lauga- veginn, í Þórsmörk, til Vestmann- eyja eða eitthvað annað. Hvers vegna sjást norður- ljósin bara stundum? Fyrsta ferðin hjá þeim verður nk. föstudag en það er dagsferð og er hún helguð himingeimnum. Þá verður stjörnu- og norður- ljósaganga á Hellisheiði þar sem Sævar Helgi Bragason, kennari í Háskólalestinni, svarar öllum spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina. Til dæmis af hverju stjörnur eru mis- munandi á litinn og hvers vegna norðurljósin sjást bara stundum. Allt er skipulagt á forsendum krakkanna „Við segjum stundum að ef krakkarnir komi heim í hreinum fötum úr ferðunum hafi ekki verið neitt sérstaklega gaman,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir sem heldur utan um Ferðafélag barnanna, þar sem boðið er upp á ótalmargt skemmtilegt. Klettaklifur Árið 2012 var Búrfellsgjá m.a. könnuð, gengið var á Búrfell, ótal gjótur, gjár og hellar skoðaðir og allir fengu að prófa klettaklifur. Hangið á brúninni Í könnunarleiðangri til Vestmannaeyja 25. ágúst 2012. Nú þegar frost og snjór hylur jörð og blessaðir fuglarnir eiga erfitt með að ná sér í æti þurfum við mannfólkið að muna eftir að gera sem við getum til að létta þeim lífið. Fuglavernd vekur sérstaka athygli á því að grágæsirnar fari ekki allar af landi brott eins og flest tegunda- systkin heldur reyna þær að þreyja þorrann og góuna og treysta þá á gæsku mannfólksins þegar snjór er yfir öllu. Grágæsir þiggja alls kyns brauð- meti og ekki skaðar að væta það í ol- íu eða tólg eða annarri feiti. Einnig eru veiðimenn hvattir til að hlífa þeim gæsum sem hafa hér vet- ursetu enda varla feitur biti. Við sem sitjum inni í upphituðum húsum þegar vindar blása úti og frostið bítur og varnar skepnum að verða sér úti um fæðu ættum að gauka góðgæti að þeim sem úti búa. Vefsíðan www.fuglavernd.is Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Grágæs Falleg er hún blessunin en vetur konungur getur verið harður við hana. Hugið að fiðurfénu í frostinu Fjöldi góðra tónlistarmanna ætlar að gefa vinnu sína á styrktartónleikum sem verða í kvöld kl. 20 í Hlégarði í Mosfellsbæ. Meðal þeirra sem fram koma eru Bubbi Morthens og Dimma, Kaleo, VIO, Ágústa Eva, Steindi jr., Karl Tómasson og Guðmundur Jóns- son. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Brynju Hlíf Hjaltadóttur sem lenti í mótorhjólaslysi í haust og missti mátt í báðum fótum. Brynja er dóttir hjónanna Hjalta „Úrsusar“ Árnasonar og Höllu Heimisdóttur og rennur all- ur ágóði tónleikanna í styrktarsjóð fjölskyldu Brynju. Endilega … … njótið tónleika í kvöld og styrkið Brynju í leiðinni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bubbi Kemur fram með Dimmu. Meira en helmingur jarðarbúa býr í bæjum og borgum. Á Indlandi eins og víða um veröldina er tilhneiging til sí- vaxandi þéttbýlismyndunar. En ekki hafa allir nóg að bíta og brenna í þeim mannmörgu borgum og því þurfa margir að leita ýmissa ráða til að verða sér úti um aur til viðurværis. Upp á ýmsu er tekið til að vekja at- hygli og þessir ungu götulistamenn í Nýju Delí á Indlandi brugðu á það ráð í upphafi nýs árs að klæða sig upp sem goð hindúatrúar, mála sig sterk- um litum og setja upp höfuðföt. Ganga síðan um göturnar í þeirri veiku von að einhverjir gauki að þeim smáaurum. Litadýrðin hefur vænt- anlega glatt einhvern aflögufæran. Ýmislegt gert til að verða sér úti um viðurværi Skrautlegir götulistamenn með hangandi hendur um háls AFP Kíkt út Sannarlega er hann vel málaður þessi sem kíkir út úr þríhjóli. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.