Morgunblaðið - 13.01.2015, Side 11
Táreynsla Það má fara úr skóm og sokkum ef mann langar til og setja tærnar ofan í vatn, leir eða drullu. Hér er
skemmtileg táreynsla í ævintýralegri reisu Ferðafélags barnanna um gamla Kjalveg dagana 16.-18. ágúst 2013.
„Samstarfið við Háskóla Ís-
lands fór af stað á hundrað ára af-
mælisári Háskólans 2011 og heitir
Með fróðleik í fararnesti. Þetta
eru allskonar ferðir með fræði-
mönnum úr öllum deildum sem
ausa af sínum viskubrunni. Þannig
er þekkingin tekin út úr turninum
og henni dreift til barna og for-
eldra þeirra.“
Geta meira en við höldum
Brynhildur segir að mottóið
hjá Ferðafélagi barnanna sé að
það megi gera allt. „Við segjum
stundum að ef krakkarnir komi
heim í hreinum fötum til baka úr
ferðalagi með okkur, þá hafi ekki
verið neitt sérstaklega gaman. Til
dæmis má fara úr skóm og sokk-
um ef mann langar til og setja
tærnar ofan í vatn, leir eða drullu.
Við köllum það táreynslu.“
Brynhildur segir að það sé
enginn hámarks eða lágmarks-
aldur barna í ferðirnar.
„Í dagsferðunum er fólk oft
með ung börn á bakinu eða framan
á sér, en í lengri ferðunum höfum
við verið með allt niður í fimm ára
krakka, þau geta miklu meira en
við höldum, þau þurfa fyrst og
fremst að skemmta sér og við
verðum að vera duglega að hvetja
þau, segja þeim sögur svo þau
gleymi sér.“
Þau finna ævintýri í öllu
Brynhildur og maður hennar
Róbert Marshall fara sem leið-
sögumenn í flestrar ferðirnar með
Ferðafélagi barnanna, en auk þess
vinnur Brynhildur hjá Ferðafélag-
inu sem leiðsögumaður í öðrum
ferðum.
„Við eigum stóran hóp af
börnum og þau ruslast oft með
okkur, enda er þetta það skemmti-
legasta sem við gerum. Í þessum
ferðum er allt önnur nálgun heldur
en hjá fullorðnum, krakkarnir
heyra og sjá annað og öðruvísi en
við og þau eru oft að spá og spek-
úlera í einhverju sem við erum
löngu hætt að hugsa um. Þau finna
ævintýri í öllu, ef það er hola þá er
einhver búin að stinga haus í hana,
ef við rekumst á köngulló þá er
henni fylgt eftir, og þau sjá alls-
konar tröll og myndir í klettum.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
AFP
Bjarga sér Þeir fóru um göturnar í Delí og báðu vegfarendur um ölmusu.
AFP
Ullar Skemmta má þeim sem á vegi verða með því að reka út úr sér tungu.
Passið að börnin drekki vel á
göngu. Jafnframt þarf að passa
upp á að þau haldi ekki í sér pissi,
því það getur leitt til þess að þeim
verði kalt og fái verk í magann.
Alltaf ætti að bæta á sig fötum í
stoppum. Líkaminn er fljótur að
kólna niður þegar hann er ekki á
hreyfingu.
Ullarfatnaður er að jafnaði besti
ferðaklæðnaðurinn enda heldur
ullin einangrunargildi sínu og er
hlý þótt hún sé vot.
Bómullarfatnaður er afleitur
ferðafélagi því bómullin verður
bæði þung og köld þegar hún
blotnar og þornar illa.
Gallabuxur eru aldrei leyfilegar á
fjöllum enda beinlínis lífshættu-
legt að verða blautur í slíkri flík.
Í miklum kulda á veturna er nauð-
synlegt að bera feitt krem, t.d.
sérstakt kuldakrem, á kinnarnar.
Ef barnið á að bera bakpoka þá
ætti hann að vera mjög léttur,
helst bara með nesti barnsins eða
aukapeysu, húfu og vettlinga.
Barn undir átta ára aldri ætti aldr-
ei að bera meira en sem nemur
einum tíunda af þyngd sinni.
Það getur verið ágætt að láta eldri
börn hafa einn göngustaf og stilla
hann rétt fyrir þeirra hæð. Stafir
gera hins vegar minna gagn hjá
yngri börnum og vilja oftast bara
flækjast fyrir fótunum á þeim.
Nokkur góð ráð fyrir foreldra þegar farið er með börn í ferð
Gaman í gjótu Margt er brallað í ferðinum, t.d. gjóturannsóknir.
Bómullarfatnaður er afleitur
ferðafélagi í útivist
Mér finnst rigningin góð Veðrið er allskonar á fjöllum og gott að vera vel búin.
– Öll börn geta farið í ferðalag.
– Við viljum gjarnan hafa vin
okkar með.
– Við viljum taka þátt í að
skipuleggja ferðina.
– Okkur langar til þess að
ganga á undan og ákveða
hraðann.
– Við viljum hafa tíma til þess
að leika og upplifa spennandi
hluti.
– Við viljum hafa tíma til að tala
um það sem fyrir augu ber.
– Við viljum fá eitthvað gott
þegar takmarkinu er náð.
– Við viljum hafa það notalegt á
kvöldin þegar við erum að
gista.
– Við viljum ekki vera frosin úr
kulda, blaut eða smeyk.
Ferðareglur
barnanna
VILJUM GANGA Á UNDAN