Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 12

Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Alla leið - fjallaverkef ni Ferðafélags Í slands Kynningarfundur þriðjudaginn 13. janúar kl. 19.45 í sal FÍ, Mörkinni 6 Ferðafélag Íslands býður upp á æfingaáætlun sem miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir göngu á Hvannadalshnúk eða aðra hátinda Öræfajökuls. Undirbúningurinn er tvíþættur og felst í vikulegum fjallgöngum, sem stigmagnast að erfiðleikastigi, og alhliða ferðafræðslu, meðal annars um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur. Umsjónarmaður: Hjalti Björnsson FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sala á rafbókum er svipuð og í fyrra, segir Stefán Hjörleifsson, eigandi eBóka sem selja rafbækur og hljóðbækur. Sala á rafbókum dróst hins vegar saman hjá Forlag- inu sem er stærsta bókaútgáfan. Bókartitlarnir sem gefnir voru út sem rafbækur árið 2014 voru færri en árið áður. Salan á rafbókum hjá eBókum fyrir árið 2014 var í kringum fimm þúsund. Mesta salan fer fram í nóv- ember og desembermánuði. Samkvæmt Bókatíðindum árið 2014, sem Félag íslenskra bókaút- gefenda gefur út, voru 49 rafbækur skráðar. Árið 2013 voru þær 60 talsins og árið þar áður, 2012, voru þær 94. Útgefnum rafbókum hefur því fækkað en ekki fjölgað. Auk þessara tæplega fimmtíu rafbókartitla sem komu í sölu hjá eBókum þá bættust 10 titlar við frá Bókafélaginu Uglu, sem voru allt erlendar bækur. Rafbókasala Forlagsins dróst saman milli ára „Sala á rafbókum dróst saman á síðasta ári en hún hefur aukist ár- lega fram til ársins 2014,“ segir Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. Forlagið hóf útgáfu á rafbókum árið 2011, fyrir spjaldtölvur og les- bretti. Forlagið segir að framboðið á rafbókartitlum hafi verið nokkuð aukið milli ára og margar hverjar hafi komið út á sama tíma og sú prentaða. „Það er þó athyglisvert að svipuð þróun hefur átt sér stað víða erlendis. Þar hefur sala á raf- bókum dregist saman. Það má velta fyrir sér hvort nýjabrumið af raf- bókum sé að dofna. Það hefði mátt búast við því að rafbókasalan myndi aukast en hún hefur dregist saman strax á þriðja ári,“ segir Eg- ill. Egill bendir á að stórauka þurfi framboð á íslenskum rafbókum, sérstaklega á bókmenntaarfinum, en þær bókmenntir eru ekki endi- lega aðgengilegar á rafrænan hátt. „Hins vegar mega útgefendur kanna hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir í útgáfumálum á bók- menntum sem myndi svipa til tón- listarveitunnar Spotify.“ Rauða serían sívinsæl „Sala á rafbókunum hefur farið stigvaxandi. Á síðasta ári hefur sal- an vaxið um 100%,“ segir Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ás-útgáfunnar, sem stundum er nefnd ástarsögudrottn- ingin. Ás-útgáfan gefur út ástar- sögur undir merkjum Rauðu serí- unnar. Sex nýir titlar koma út í hverjum mánuði allan ársins hring. Útgáfan hefur verið með raf- bækur til sölu síðustu þrjú ár. Þær hafa mælst vel fyrir og kjósa marg- ir lesendur rafbók, einkum þeir sem búa erlendis, að sögn Rósu. Söluaukninguna rekur Rósa til nýrrar heimasíðu sem er mjög að- gengileg. Mest selst af rafbókinni í júlí og þá nælir fólk sér gjarnan í marga titla í einu. „Ég held að framtíðin sé rafbókin sem verður í sókn.“ Sala á rafbókum ólík eftir efni og útgáfum Morgunblaðið/Ómar Rafbækur Dregið hefur úr sölu rafbóka hjá stærsta útgefandanum á meðan rafbækur í Rauðu seríunni seljast eins og heitar lummur. Sala bóka hefur færst í aukana samkvæmt nýjustu tölum frá breskum bókabúðum, sem gefa einnig til kynna að fólk kaupi nú meira af bókum á hinu hefð- bundna formi, fremur en raf- bækur. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph. Sala á svonefndum les- brettum hefur einnig minnkað samkvæmt þessum tölum. Tals- maður bresku bókabúðakeðj- unnar Waterstones segir við dagblaðið Financial Times að eftirspurn eftir Kindle- lestölvunni, sem búðirnar selja einnig, sé með minnsta móti. Þar jókst sala prentaðra bóka um 5% í desember. Sam Husa- in, framkvæmdastjóri bóka- búðakeðjunnar Foyles, segir sölu prentaðra bóka hafa aukist um 11% þessi jól miðað við þau síðustu. Sala rafbóka minnkað BRETLAND Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Reykjavíkurhöfn var að venju sú höfn á landinu þar sem mestum botnfisk- afla var landað á nýliðnu ári eða tæp- lega 88 þúsund tonnum. Talsverður samdráttur var þó á milli ára eða sem nam 8.411 tonnum eða 8,7%. Grinda- víkurhöfn kemur næst með 41.819 tonn, en þar varð 4,1% samdráttur. Vestmannaeyjar eru í þriðja sæti, en þar varð 1,8% aukning í botnfiski. Breytingar í Hafnarfirði Breytileiki í lönduðum afla getur verið mikill á milli ára. Til dæmis varð samdráttur í Hafnafirði um tæplega átta þúsund tonn, fór úr 31.755 tonn- um árið 2013 í 23.290 tonn á síðasta ári. Væntanlega eru helstu skýringar á því fólgnar í því að Stálskip hf. hættu útgerð togarans Þórs hf. Hlutur höfuðborgarsvæðisins hef- ur farið minnkandi undanfarin ár. Samdrátturinn nam tæplega 13,2% milli áranna 2013 og 2014 og er hlutur höfuðborgarsvæðisins nú 23,6% en var 2010 31,0%. Þetta er samdráttur í lönduðum botnfiskafla upp á 43.700 tonn á síðastliðnum fimm árum. Á heimasíðu Faxaflóahafna kemur fram að komum fiskiskipa hefur fækkað í hafnir fyrirtækisins, en brúttótonnafjöldi þeirra hafi aukist verulega. Nokkrir hástökkvarar Sú höfn sem eykur mest við sig á lönduðum botnfiskafla er Dalvíkur- höfn með 3.454 tonn sem er 21% aukning. Hins vegar er mest hlut- fallsleg aukning á Eskifirði eða um 94,5% og á fleiri Austfjarðahöfnum eins og Djúpavogi og Höfn í Horna- firði er áberandi aukning á milli ára. Á Suðurlandi eru tvær löndunar- hafnir, Vestmannaeyjar og Þorláks- höfn og varð aukning á lönduðum afla í þeim báðum. Eftir landsvæðum var mestur samdráttur í löndunum á Norðurlandi vestra, rúm 10.200 tonn, eða sem nemur um 30,4%. Minnstu löndunarhafnir landsins eru Blönduóshöfn og Haukabergs- vaðall með 1.212 og 1.473 kg. Engum afla var landað á Gjögri og í Haganes- vík á síðasta ári en afla hefur verið landað þar í einhverjum mæli á undanförnum árum. Austfirðir og uppsjávarafli Upplýsingar um landaðaðan bol- fisk er að finna á heimasíðu Fiski- stofu og þar birtast væntanlega á næstunni upplýsingar um landaðan uppsjávarafla á nýliðnu ári. Þar voru Neskaupstaður, Vestmannaeyjar, Vopnafjörður, Eskifjörður, Horna- fjörður og Þórshöfn í efstu sætum í fyrra og ekki líklegt að mikil breyting verði á því. Ljósmynd/Albert Eymundsson Hornafjörður Landað úr Hvanney. Mestu af botnfiski landað í borginni  Hlutur höfuð- borgarsvæðis hefur farið minnkandi Sveiflur » Í fyrra var 87.786 þúsund tonnum af bolfiski landað í Reykjavík. » 2013 var 96.500 tonnum landað í höfuðborginni. » Árið 2012 var 89.985 tonn- um landað í Reykjavík. » 2011 var 98.301 tonni land- að. » Árið 2010 var 104.406 tonn- um af bolfiski landað í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.