Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er
myndu ekki gera það fyrr en 19.
janúar, einfaldlega til að koma upp-
lýsingum til almennings á eins
skýran og góðan hátt og kostur er,“
segir Sigurður. Hann segir að í
þeim greiðslukerfum þar sem ekki
hefur verið óskað eftir pinni, t.d. í
flugvélum og netviðskipum, verði
hlutirnir óbreyttir frá því sem verið
hefur. Það gildir einnig um þau
greiðslukort sem innihalda ekki ör-
gjörva, ef segulrönd greiðslukorts
er lesin verður áfram beðið um und-
irskrift.
Fá íslensk kort án örgjörva
„Það er eitthvað af kortum í um-
ferð sem eru eingöngu búin seg-
ulrönd,“ segir Sigurður og nefnir
erlenda ferðamenn sérstaklega í því
samhengi. Þá eru einnig fríðinda-
kort og inneignarkort oftar en ekki
einungis búin segulrönd.
Sigurður segir að þeir korthafar
sem ekki geta notað pinnið eigi að
leita til síns banka eða sparisjóðs og
sækja um undanþágu.
„Í samfélaginu eru korthafar sem
einhverra hluta vegna geta ekki
notað pinnið. Ýmist vegna fötlunar
eða af heilsufarsástæðum. Þessir
korthafar þurfa að leita til síns
banka eða sparisjóðs og sækja um
heimild til þess að fá áfram að ýta á
græna takkann,“ segir Sigurður en
allir kortaútgefendur eru með til-
búnar lausnir fyrir þetta fólk.
Ekki lengur hægt að
ýta á græna takkann
Landinn þarf að leggja pinnið á minnið fyrir 19. janúar
Hægt er að sækja um undanþágu, t.d. vegna fötlunar
Ljósmynd/Pinnið á minnið
Átak Rúmlega þrjú og hálft ár er síðan farið var af stað með átaksverkefnið
„Pinnið á minnið“ og hefur landanum gengið vel að tileinka sér nýjungina.
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Landsmenn komast ekki lengur
upp með að ýta á græna takkann
þegar greiðsla fer fram með
greiðslukortum með örgjörva eftir
19. janúar. Þurfa þá allir að vera
búnir að leggja „pinnið á minnið“.
Þetta segir Sigurður Hjalti Krist-
jánsson, verkefnisstjóri Pinnið á
minnið.
Átaksverkefnið gengur út á að
koma á réttri notkun greiðslukorta
með örgjörva á Íslandi og er átakið
unnið samkvæmt heimild Sam-
keppniseftirlitsins. Farið var af stað
með verkefnið fyrir liðlega þremur
og hálfu ári.
Landsmönnum hefur gengið
vel að tileinka sér breytinguna
„Nú snýr posinn að þér og þú
þarft að staðfesta með pinni,“ segir
Sigurður og bætir við að landsmenn
hafi almennt lagt pinnið á minnið og
gengið vel að tileinka sér breyt-
inguna. „Þar til nú hafa allir útgef-
endur greiðslukorta heimilað að það
sé ýtt á græna takkann,“ segir Sig-
urður og að verkefnisstjórnin hafi
óskað eftir því að kortaútgefendur
færu mjúklega í að gera kröfu um
staðfestingu með pinni til að
tryggja að kortaviðskipti yrðu sem
hnökralausust á aðlögunartíma-
bilinu sem nú er að ljúka.
Hann segir það hverjum og ein-
um kortaútgefanda í sjálfvald sett
hvenær þeir innleiða endanlegt
fyrirkomulag.
Í svari við fyrirspurn Morgun-
blaðsins segja stóru viðskiptabank-
arnir þrír að þeir muni allir innleiða
breytinguna; að ekki fáist lengur
undanþága frá lykilorðinu með því
að ýta á græna takkann, hinn 19.
janúar næstkomandi.
„Við fórum fram á það að þeir
„Pinnið á minnið“
» Frá og með 19. janúar nk.
verður ekki komist hjá því að
stimpla inn PIN-númer þegar
greitt er með greiðslukorti.
» Breytingin hefur ekki áhrif á
þau kort sem innihalda ekki ör-
gjörva og viðskipti þar sem
ekki er óskað eftir PIN-númeri.
Sveitarfélög bíða þess nú að ríkis-
stjórnin ákveði hvernig vega skal á
móti tekjumissi sveitarfélaganna
vegna skattfrjálsrar úttektar sér-
eignarsparnaðar og ráðstöfunar hans
til greiðslu húsnæðislána og hús-
næðissparnaðar.
Alþingi samþykkti skömmu fyrir
jól breytingartillögu meirihluta um-
hverfis- og samgöngunefndar um að
fella niður bráðabirgðaákvæði í frum-
varpi um breytingar á tekjustofnalög-
um, sem kvað á um greiðslu sérstaks
framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga vegna áhrifa laganna um sér-
eignarsparnað og ráðstöfun hans til
greiðslu húsnæðislána og húsnæðis-
sparnaðar á tekjur sveitarfélaga.
Samband íslenskra sveitarfélaga
mótmælti harðlega breytingartillög-
unni og í bókun stjórnar sambandsins
segir m.a. að með samþykkt hennar
muni aukið fjármagn jöfnunarsjóðs
vegna tekna af bankaskattinum dreif-
ast til hluta sveitarfélaga en ekki
þeirra allra. Fjárhagslegum sam-
skiptum ríkis og sveitarfélaga yrði
stefnt í voða og nægt tilefni væri kom-
ið upp til að sveitarfélögin leituðu eft-
ir því með öllum ráðum að taka yfir
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
„Við fengum þau svör að komið yrði
til móts við þetta með frumvarpi þar
sem þessu yrði kippt í liðinn,“ segir
Halldór Halldórsson, formaður sam-
bandsins, spurður um stöðu þessa
máls í gær. ,,Það hafði verið um það
rætt að sveitarfélögunum yrði bætt
þetta upp að vissu marki. Ákveðið
hlutfall af aukatekjum ríkisins af
bankaskattinum fer í jöfnunarsjóðinn
eins og af öðrum tekjum ríkissjóðs en
í þessu tilfelli fer það hugsanlega til
sveitarfélaga sem verða ekki fyrir
skerðingu. Við töldum okkur nálgast
þetta best með þeim hætti að þessu
yrði úthlutað sérstaklega í samræmi
við útsvarstekjur.“
Bíða eftir ákvörð-
un ríkisstjórnar
Vilja fá bætt tekju-
tap vegna skattfrjáls-
rar úttektar séreignar
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Ákvæði um að bæta sveitar-
félögum tekjumissi var fellt út.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Framkvæmdir vegna lagningar ljós-
leiðara og annarra lagna og lína hafa
oft komið inn á borð Minjastofnunar
Íslands og hafa þau mál verið tekin
fyrir hvert fyrir sig. Ekki hafa orðið
til skriflegar verklagsreglur í kring-
um þessar framkvæmdir, hvorki af
hálfu Minjastofnunar né skipulags-
yfirvalda. Slíkar reglur eru hins-
vegar í undirbúningi hjá Minja-
stofnun samhliða vinnu við reglu-
gerð með lögum um menningar-
minjar. „Við vinnum að þessu núna
til að tryggja að við verðum með frá
upphafi í framkvæmdunum,“ segir
Uggi Ævarsson, minjavörður á
Suðurlandi.
Hugmyndin er sú að verklagsregl-
urnar verða sendar byggingar-
fulltrúum hvers sveitarfélags svo
þeir geti kynnt sér þær og eins
framkvæmdaaðilum. Verklagsregl-
urnar verða að öllum líkindum til-
búnar í febrúar, að sögn Kristínar
Huldar Sigurðardóttur, forstöðu-
manns Minjastofnunar.
Flestir ljósleiðarar eru lagðir í
vegaxlir og þar eru ekki miklar líkur
á að rekast á fornminjar. Málið
vandast ef stytta á sér leið í gegnum
óraskað land sem og ef leggja á
heimtaugar yfir bæjarhól eða gömul
bæjarstæði. Þar eru að öllum lík-
indum fornminjar í jörðu.
„Aðalmálið er að koma í veg fyrir
að menningarminjar eyðileggist og
að þetta sé gert í góðri samvinnu.
Það ætti ekki að vera stórkostlegt
mál. Við viljum ekki vera í löggu-
leik,“ segir Uggi. Hann bendir á að
ef minjavörður fengi upplýsingar
um þær leiðir sem ljósleiðarinn yrði
lagður þá væri hægt að ganga úr
skugga um hvort mögulega væru
einhverjar fornminjar í jörðu með
því að fá fornleifafræðing á staðinn
og taka út svæðið. Með því væri
hægt að sneiða hjá skemmdum á
stöðum sem eru augljósir minjastað-
ir. Ef leikur vafi á hvort minjar eru
líklegar á viðkomandi stað er það
Minjastofnunar að ákveða hvaða
meðulum skuli beitt.
Síðustu mánuði var unnið að því
að leggja ljósleiðara í sveitarfélagið
Ölfus. Uggi fylgdist með fram-
kvæmdunum sem gengu vel fyrir
sig. „Í eitt skipti þurfti ég að biðja þá
um að stækka beygjuna svo ekki
yrði farið utan í hlaðinn vegg. Þeir
urðu við því og það var lítið mál,“
segir Uggi og ítrekar mátt samvinn-
unnar og þess að koma þessum mál-
um í farveg verklagsreglna því ann-
ars verði sú hætta til staðar að
minjaverðir frétti utan af sér að
byrjað sé á framkvæmdum af þessu
tagi. Þá sé undir hælinn lagt hvort
þeir verði fyrri til að taka út fyrir-
huguð framkvæmdasvæði en plóg-
urinn.
Ljósmynd/Jim Smart
Fornleifauppgröfturinn í Aðalstræti Ýmsar fornminjar leynast í jörðu.
Líkur á fornleifum
í bæjarstæðum
Minjastofnun semur verklagsreglur