Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri höfuðborgarsvæðisins,
og Dagur B. Eggertsson, borg-
arstjóri, undirrituðu í gær nýjan
samstarfssamning um átak gegn
heimilisofbeldi. Er markmiðið að
tryggja öryggi borgarbúa á heim-
ilum sínum með því að veita þol-
endum og gerendum betri þjónustu
og bæta stöðu barna sem búa við
heimilisofbeldi.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri, segir að með samkomulaginu
verði farið í nánara samstarf við
lögregluna en áður. Nú verði farið í
auknum mæli inn á heimili þegar
mál af þessu tagi komi upp til þess
að veita stuðning, bæði á vettvangi
og strax í kjölfarið. „Markmiðið er
að rjúfa vítahring heimilisofbeldis
og taka á þessu samfélagsmeini
sem það er á markvissari hátt en
áður.“ sgs@mbl.is
Saman
gegn
ofbeldi
Nýtt samkomulag
lögreglu og borgar
Morgunblaðið/Júlíus
Undirritun Sigríður Björk og Dagur
standa saman gegn ofbeldi.
Ráðnir hafa verið þrír einstaklingar í
stöðu yfirlækna við Landspítalann.
Sigrún Edda Reykdal hefur verið
ráðin yfirlæknir blóðlækninga. Sig-
rún lauk námi frá læknadeild Há-
skóla Íslands í júní 1985. Hún stund-
aði framhaldsnám í almennum
lyflækningum og blóðlækningum í
Bandaríkjunum 1989-1996. Sigrún
var settur yfirlæknir blóðlækninga
frá september 2014.
Gunnar Bjarni Ragnarsson hefur
verið ráðinn yfirlæknir krabba-
meinslækninga.
Gunnar lauk námi frá læknadeild
Háskóla Íslands í október 1998.
Hann stundaði framhaldsnám í al-
mennum lyflækningum og krabba-
meinslækningum í Bandaríkjunum
2002-2008. Starfaði hann í þrjú ár
sem krabbameinslæknir í Banda-
ríkjunum en var ráðinn sérfræðing-
ur í krabbameinslækningum við
Landpítala í júlí 2011.
Þá hefur Sigríður Þ. Valtýsdóttir
verið ráðin yfirlæknir almennra lyf-
lækninga. Sigríður lauk námi frá
læknadeild Háskóla Íslands í júní
1993. Hún stund-
aði framhalds-
nám í almennum
lyflækningum og
gigtarlækningum
í Svíþjóð 1995-
1999 og lauk
doktorsnámi
2001.
Frá október
2008 til ágúst
2014 starfaði Sig-
ríður sem yfirlæknir á Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands á Akranesi eftir
sex ár sem almennur lyflæknir og
gigtarlæknir í Svíþjóð. ash@mbl.is
Þrír yfirlæknar ráðnir á LSH
Morgunblaðið/Ómar
LSH Þrír yfirlæknar voru ráðnir.
Yfir blóðlækningum, krabbameins-
lækningum og almennum lyflækningum
Gunnar Bjarni
Ragnarsson
Sigrún Edda
Reykdal
Sigríður Þ.
Valtýsdóttir
Strætó bs. hefur fest kaup á 20 nýj-
um strætisvögnum sem verða til-
búnir til afhendingar á næstu dög-
um. Í tilkynningu frá Strætó segir
að vagnarnir, sem allir eru af gerð-
inni IVECO Crossway LE, séu með
vél skv. URO 6 staðli og mengi því
og eyði minni olíu en aðrir bílar hjá
Strætó. Einnig hafa minniháttar út-
litsbreytingar verið gerðar á vögn-
unum og í þeim eru ný og endur-
bætt farþegasæti, ásamt full-
komnum myndavélabúnaði sem
eykur öryggi farþega og vagn-
stjóra. Vagnarnir geta tekið 89 far-
þega, 35 í sæti og 64 standandi.
Í tilkynningunni segir að mikil-
vægt sé að yngja þá til þess að
halda rekstrarkostnaði í lágmarki
og halda í við kröfur um öryggi og
gæði.
Nýir vagnar
sem menga
minna
Nýr Strætó keypti 20 nýja vagna.
ÞORRAMATUR
Skútan
Í LOK JANÚAR BLÓTUMVIÐ ÞORRANN EINS
OG SÖNNUM ÍSLENDINGUM SÆMIR.
Súrmatinn útbúum við sjálfir frá grunni og
byrjar undirbúningur þessa skemmtilega tí
ma
strax að hausti.
Þorramatinn er hægt að fá senda í sali,
heimahús og panta í veislusal okkar.
Allt um þorramatinn, verð og veislur á
heimasíðu okkar.
ÞJÓÐLEG
ÞORRAHLAÐBORÐ
FRÁVEISLULIST
www.veislulist.is
Veislulist - Skútan · Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is