Morgunblaðið - 13.01.2015, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Gjafir sem gleðja
Líttu við og
skoðaðu úrva
lið
Glæsilegir skartgripir á frábæru verði
Verð 45.400,-
Demantur 6p.
Verð 37.900,-
Demantur 2p.
Verð 69.000,-
Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,-
Verð 33.900,-
!"
""
#!
#$%
!"!
!
$#$"
%"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!#$
!"
# "
#$!
#!
!!
$%"
%"%
"
! #
!%
#$"
#$%$
#$
$
!"
$# !
%$$
#!$#$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Verne Global, sem rekur gagnaver á
Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur lokið við
hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 millj-
ónir dollara, eða sem samsvarar 13 millj-
örðum króna. Við hlutafjáraukninguna
kemur framtakssjóður í rekstri Stefnis,
sjóðastýringafyrirtækis Arion banka, inn
í eigendahópinn ásamt hópi lífeyr-
issjóða. Auk þess tóku stærstu hluthafar
Verne Global þátt í hækkuninni, þeirra á
meðal Novator Partners, Wellcome Trust
og General Catalyst. Verne Global
hyggst nota hið nýja hlutafé til að auka
afkastagetu gagnaversins og útvíkka
þjónustuframboð. Arctica Finance var
ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina,
segir í tilkynningu frá félaginu.
Verne Global eykur
hlutafé um 13 milljarða
● Vöruskipti við útlönd voru hagstæð á
árinu 2014, samkvæmt bráðabirgðatöl-
um frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt
þeim voru vöruskipti í desember hag-
stæð um 7,3 milljarða króna. Á tíma-
bilinu janúar til nóvember var hins veg-
ar 1,8 milljarða króna halli á
vöruskiptum við útlönd. Reynist bráð-
birgðatölur Hagstofunnar fyrir desem-
ber réttar var því um 5,5 milljarða
króna afgangur á vöruskiptum við út-
lönd á nýliðnu ári.
Hagstæð vöruskipti
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reiknistofa bankanna (RB) hefur
gert samning við Sopra Banking
Software um innleiðingu nýs innlána-
og greiðslukerfis á Íslandi. Lands-
bankinn og Íslandsbanki hafa þegar
ákveðið að innleiða kerfið en aðrir við-
skiptavinir eru í greiningarferli.
Allir íslensku bankarnir hafa notað
sömu innlána- og greiðslukerfin, sem
eru þróuð og forrituð af RB. Hafa
bankarnir síðan prjónað eigin viðbæt-
ur við kerfin. Nýja kerfið er fjöl-
bankakerfi og verður hægt að milli-
færa milli banka í rauntíma.
Sopra Banking Software er dóttur-
félag Sopra Steria, eins stærsta upp-
lýsingatæknifyrirtækis Evrópu.
Haldið var upp á samninginn í
húsakynnum RB í gær og voru
fulltrúar Sopra viðstaddir. Tekið var
við þá viðtal og var birtingu frestað að
ósk fulltrúa erlenda félagsins.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri
RB, segir verðmæti samningsins
trúnaðarmál. Fjölmörg erlend fyrir-
tæki hafi sýnt verkefninu áhuga og
voru þrjú valin í lokaáfanga valferlis-
ins, Sopra, sem er fransk-belgískt,
Sap, sem er þýskt, og Temons, sem er
svissneskt. Öll eru þessi fyrirtæki
evrópsk en það fylgir nýja kerfinu að
það tekur tillit til regluverksins um
banka og fjármálamarkaði í Evrópu.
Yfir 100 manns þróa lausnina
„Þetta er umfangsmikið verkefni.
Yfir 100 manns munu koma að því á
Íslandi og erlendis,“ segir Friðrik Þór
en stefnt er að því að innleiðingu
þessa áfanga verði lokið á fyrri helm-
ingi næsta árs. Hreinn Jakobsson,
stjórnarformaður RB, segir að með
samkomulaginu breytist hlutverk
Reiknistofu bankanna. Hún verði
fyrst og fremst þjónustuaðili með sér-
skrifaðar viðbótarlausnir ofan á lausn
Sopra. „Kjarninn verður staðlaður og
alþjóðlegur og mun taka breytingum í
takt við breytingar sem verða á reglu-
verkinu erlendis. Hér er líka verið að
opna markaðinn á Íslandi. Það verður
auðveldara fyrir bankana að kaupa
aðrar staðlaðar lausnir og tengja við
okkar lausnir. Það var mun flóknara
áður fyrr. Það verður til hagkvæmni
og samkeppni,“ segir Hreinn um
ávinninginn.
Friðrik Þór tekur svo aftur til máls
og útskýrir hvernig íslensku bank-
arnir hafi í kjölfar einkavæðingar um
aldamótin farið að byggja upp annars
konar tölvudeildir en voru áður í
notkun. Þeir hafi tekið mikið af nýrri
virkni og starfsemi inn í eigin tölvu-
deildir. Við hrun bankakerfisins hafi
áherslur breyst.
„Hugsunin hjá bönkunum var sú að
byggja upp alþjóðlega banka sem
hefðu sín eigin kerfi og svo þegar það
umhverfi hrynur sitja bankarnir uppi
með dýra uppsetningu sem var ætluð
mörg þúsund manna starfsliði í hverj-
um banka. Við erum hins vegar nú
með miklu minna bankakerfi á Íslandi
og þá er þörf fyrir að hagræða, reyna
að samnýta sem mest og tryggja hag-
kvæma og skilvirka þjónustu. Það er
verið að taka mjög stór skref núna í
að vinda ofan af þessu gamla fyrir-
komulagi til ávinnings fyrir alla,“ seg-
ir Friðrik Þór.
Tæknihlutinn dýrari á Íslandi
Hann segir ávinninginn mikinn.
„Ef horft er til bankakerfisins á Ís-
landi hefur tæknikostnaðurinn verið
20-25% af rekstrarkostnaði bankanna
en ætti að vera nær 15%. Það eru því
miklir fjármunir sem fara í súginn á
hverju ári. Þetta er liður í því að hag-
ræða á markaðnum og skapa ávinn-
ing fyrir viðskiptavini. Bankakerfið
verður hagkvæmara og traustara.
Það er verið að taka út eldri, sérskrif-
uð kerfi fyrir íslenskar aðstæður og
innleiða stöðluð, alþjóðleg kerfi sem
bjóða upp á heilmikla viðbótarvirkni.
Þau tryggja að íslenskur markaður
sé samkeppnishæfur í þjónustu og
gera bönkunum á sama tíma kleift að
taka allskonar virkni sem þeir skrif-
uðu heima í héraði úr sambandi. Nýju
kerfin veita mun víðtækari þjónustu
en gömlu kerfin.“
Reiknistofa bankanna er hlutafélag
í eigu sjö fyrirtækja. Hún var gerð að
hlutafélagi frá 1. janúar 2011. Sam-
kvæmt sátt sem gerð var við Sam-
keppniseftirlitið í júní 2012 er bönk-
unum heimilað að nota sama miðlæga
tölvukerfið. Þeir munu eftir sem áður
prjóna eigin lausnir við kerfið til að
skapa sér sérstöðu.
Innleiða nýtt innlána- og
greiðslukerfi á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Talið frá vinstri Eric Pasquier, forstjóri bankaarms Sopra, Friðrik Þór
Snorrason, forstjóri RB, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Stórfyrirtæki
» Um 35.000 manns starfa
hjá Sopra Group sem er eitt
stærsta upplýsingatækni-
fyrirtæki Evrópu.
» Um 2.000 manns starfa hjá
dótturfélaginu Sopra Banking
Software.
Reiknistofa bankanna semur við Sopra Banking Software Leiðir til sparnaðar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands-
bankans, segir nýja kerfið munu auka
öryggi í bankaviðskiptum á Íslandi.
„Gömlu kerfin hafa dugað vel en
eru komin á aldur. Það fylgir því
rekstraráhætta að notast við mjög
gömul kerfi; kerfi sem eru rituð á for-
ritunarmáli sem er ekki lengur kennt.
Það getur því verið erfitt að fá starfs-
fólk sem þekkir til mála. Flækjustigið
er mikið. Allt er heimasaumað saman
og það er mikið um sérhönnuð kerfi
sem hafa verið forrituð á máli sem er
ekki lengur við lýði. Það er því
öryggismál að endurnýja kerfin.
Spara milljónatugi
Það er líka hagkvæmismál að geta
komið með ný grunnkerfi og forrit-
unarmál og staðlaðar lausnir, sem er
þá hægt að leggja ofan á og tengjast,
og þannig einfalda allt umhverfi upp-
lýsingatækni fyrir fjármálafyrirtæki í
landinu,“ segir Steinþór sem telur
nýja kerfið munu spara Landsbank-
anum milljónatugi á ári. Kostnaður
við rekstur upplýsingatækni í ís-
lenska bankakerfinu sé hár.
„Það getur nýst fleiri hugbúnaðar-
húsum en Reiknistofu bankanna til
framtíðar, að grunnkerfin séu nú-
tímaleg og skrifuð á nútímafor-
ritunarmáli. Það getur þá auðveldað
öðrum að koma með lausnir sem er þá
auðveldlega hægt að tengja við það.“
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, segir þetta „afar mikil-
vægt hagræðingarverkefni fyrir
bankakerfið sem muni um leið hafa í
för með sér jákvæðar breytingar fyrir
viðskiptavini“. „Samskiptin við við-
skiptavini bankans eru að færast
hratt yfir í hinn rafræna heim og kröf-
ur um nýjar lausnir, nýja nálgun og
nýja hugsun aukast dag frá degi.
Breytingin mun einfalda kerfin sem
mun hafa mikil áhrif á dagleg störf og
notendur kerfanna, þetta mun t.a.m.
stytta þann tíma sem líður frá því að
ný þjónusta er þróuð og þar til hún
býðst viðskiptavinum,“ segir Birna
um þetta skref. baldura@mbl.is
Eykur öryggi
bankakerfisins
Bankastjóri segir gömlu kerfin úrelt
Birna
Einarsdóttir
Steinþór
Pálsson