Morgunblaðið - 13.01.2015, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Grænlend-ingarveittu Kín-
verjum í liðinni
viku leyfi til að
vinna járn í
stórum stíl á
Grænlandi. Leyfið
hafði áður verið
veitt bresku fyrirtæki, sem nú
er gjaldþrota.
Miklar vonir kviknuðu á
Grænlandi þegar námafyrir-
tækið London Mining gerði
samning um stórfellda
vinnslu á járni í október 2013.
Talað var um að mörg hundr-
uð störf myndu skapast á
Grænlandi auk þess sem á
milli tvö til þrjú þúsund
verkamenn kæmu frá Kína.
Hægt yrði að vinna járn úr
námunum í 15 ár og Græn-
lendingar fengju tæplega 665
milljarða króna skatttekjur.
Ekkert varð hins vegar úr
þessum áætlunum vegna þess
að járn hrapaði í verði. Hið
skuldum vafða breska fyrir-
tæki, sem var með járnnámur
í Afríku, lenti í vandræðum
þegar verðið hrundi og ebólu-
faraldurinn gerði síðan út um
reksturinn.
Samkomulagið við Kínverj-
ana var gert í lok desember.
Fyrirtækið, sem nú hefur
réttindin, heitir því vinalega
nafni General Nice og er með
höfuðstöðvar í Hong Kong.
Fyrirtækið er með rúmlega
100 dótturfyrirtæki í 80 lönd-
um. Það rekur einkum kola-
og járnnámur og hefur mest
umsvif í iðnaðarbænum Tianj-
in í norðausturhluta Kína.
Námaréttindin eru í raun
verðlaus sem stendur, en það
gæti breyst taki verðið á járni
við sér á ný.
Kínverjar hafa löngum haft
augastað á Grænlandi. Í mars
í fyrra gerði kínverskt fyrir-
tæki samkomulag við græn-
lensk yfirvöld um
stuðning við fyr-
irætlanir um að
vinna úran og aðra
fágæta málma úr
jörðu. Græn-
lenska þingið
ákvað 2013 að
binda enda á 25
ára bann við vinnslu úrans,
þóríums og annarra málma úr
jörðu.
Kínverjar hafa lengi sýnt
Íslandi áhuga. Sá áhugi hefur
verið tengdur því að nú sé ís-
inn að hverfa og siglingaleiðir
yfir norðurpólinn að opnast,
en í raun nær hann lengra aft-
ur. Ekkert land rekur jafn
fjölmennt sendiráð á Íslandi
og Kína og erfitt að sjá að um-
fang samskiptanna kalli á þau
umsvif.
Áhugi Kínverja á Græn-
landi er ekki óskyldur áhug-
anum á Íslandi. Þeir hafa mik-
inn áhuga á málefnum
norðursins og starfsemi
Norðurskautsráðsins. Með
því að ná fótfestu á Grænlandi
kunna Kínverjar að líta svo á
að þeir eigi auðveldara með að
rökstyðja áhuga sinn og halda
því fram að þeir eigi hags-
muna að gæta.
Vinnsla á sjaldgæfum
málmum, sem til dæmis eru
mikilvægir í framleiðslu far-
síma og tölva, fer að miklu
leyti fram í Kína og suma
þeirra er ekki víða að finna í
heiminum. Fái Kínverjar að-
gang að vinnslu þeirra á
Grænlandi myndu þeir
tryggja einokunarstöðu, sem
öðrum stóveldum hugnast lítt.
Grænlendingum veitir ekki
af innspýtingu í efnahagskerfi
sitt, en það þýðir ekki að loka
megi augunum fyrir því að hjá
efnahagsrisanum í austri er
oft beint samhengi á milli um-
svifa fyrirtækja og hagsmuna
ríkisins.
Hjá efnahags-
risanum í austri er
oft beint samhengi
á milli umsvifa
fyrirtækja og
hagsmuna ríkisins}
Umsvif Kína í norðri
Nú styttist í aðraforkan í
landinu verði upp-
seld, að því er
fram kom í frétt
Morgunblaðsins í
gær. Hæg en stöðug aukning
hefur verið á orkunotkun í
landinu og hafa orkukaupend-
ur fengið að finna fyrir minnk-
andi samkeppni af hendi selj-
enda.
Landsvirkjun hefur beitt
sér mjög fyrir því að unnið
verði að undirbúningi að lagn-
ingu rafstrengs til Bretlands
og ýmsir aðrir hafa sýnt því
nokkurn áhuga. Í því efni hef-
ur áhersla verið
lögð á að næg um-
framorka sé í land-
inu og að ekki þurfi
að fara út í stór-
felldar virkjanir til
að standa undir sæstrengnum.
Mikilvægt er í umræðu um
mögulega raforkusölu um sæ-
streng, líkt og önnur mál af
þeirri stærðargráðu, að for-
sendur séu réttar. Nauðsyn-
legt er áður en lengra er haldið
í þeirri umræðu og undir-
búningi þess máls að gera
grein fyrir því hvað slíkur
strengur myndi þýða í nýjum
virkjanaframkvæmdum.
Hvar á að virkja
vegna raforkusölu
um sæstreng?}
Orkan uppseld A
fbrigði af minnimáttarkennd er
meðal þess sem skýrir þá auðmýkt
gagnvart útlendingum sem oft
gætir meðal Íslendinga. Komi er-
lendir spámenn með fulla vasa af
peningum hingað til lands fá þeir yfirleitt prýði-
legar viðtökur, það er ef þeir leggja áferðarfal-
legar viðskiptaáætlanir á borðið. Úti á landi er
hljómgrunnurinn yfirleitt bestur, þar sem við-
kvæði sveitarstjórnarmanna er að nú skapist ný
störf og tækifæri til vaxtar og viðgangs. At-
hafnamönnum þessum – ólígörkum allra þjóða –
bjóðast ýmis afsláttarkjör enda hagsmunir í
húfi. Reynsla eftirhrunsáranna hefur þó sýnt
okkur að fæst af verkefnum þeim sem útlend-
ingarnir kynna verða að veruleika. Forsvars-
menn Landsvirkjunar spurði ég fyrir all-
mörgum árum hvort algengt væri að
spekúlantar litu þar inn með hugsanleg orkukaup í huga.
Orkusalarnir brostu í kampinn og staðfestu að slíkir erind-
indrekar væru oft á ferðinni. Endursagt á mannamáli var
svarið að frá skrifstofunni væru stöðugar ferðir í bakaríið að
kaupa vínarbrauð handa gestum; mönnum sem hafa heim-
inn allan undir þegar þeir leita að fjárfestingarkostum.
Haustið 2009 var blaðamönnum og fleiri boðið austur í
Þorlákshöfn þar sem forsvarsmenn sveitarfélagsins kynntu
þá mikla möguleika til atvinnuuppbygginga sem þar væru
til staðar. Farið var vítt um sveitarfélagið og tekin sól-
arhæð. „Á síðustu árum hafi á þriðja tug erlendra aðila
kynnt sér staðhætti í Ölfusi með uppbyggingu þar í huga;
fyrirtæki í álframleiðslu, sólarkísilvinnslu og
fleiru. Slíkur stóriðnaður kallar á góða hafn-
araðstöðu,“ sagði í frétt Morgunblaðsins um
þennan leiðangur. Nú, meira en fimm árum
eftir að þessi frásögn birtist, hefur fátt gerst
þar eystra. Engin eru iðjuverin og Bitruvirkj-
un á Hellisheiði hefur enn ekki verið reist. Og
við getum haldið áfram. Gagnaver á Blönduósi
hefur reynst tálsýn ein svo og heilsuþorp á
Flúðum og í Mosfellsbæ og einkasjúkrahús á
Miðnesheiði. Olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum og í Skagafirði urðu aldrei að veru-
leika, koltrefjaverksmiðjan á Króknum er
ókomin og allar áætlanir um rafkaplaverk-
smiðju á Seyðisfirði runnu út í sandinn. Þá var
tómatagróðurhúsið mikla sem átti að vera í
Grindavík skýjaborgin ein. Þá hefur staðið til
að reisa vatnsverksmiðjur hér og þar á landinu
en skemmst er frá því að segja að þær fyrirætlanir hafa
aldrei komst á flot.
Ósanngjarnt væri að fullyrða að allar þær áætlanir sem
nefndar eru hér að framan hafi verið helberar sjónhverf-
ingar: tilraunir til að blekkja ístöðulausa Íslendinga. Allir
vilja sinni byggð vel og taka auðvitað fagnandi hverju nýju
tækifæri sem kemur inn á radarinn. En almennt talað þá
mættu margir hér á landi taka með meiri fyrirvara agentum
frá útlöndum, sem koma til Íslands í þeim eina tilgangi að
kanna aðstæður. Finnst fínt að borða íslensk vínarbrauð,
daginn áður en þeir fljúga handan um höf og láta ekki sjá
sig framar. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Spekúlantar borða vínarbrauð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Enn ríkir óvissa um stöðugengistryggðra lána,tæpum fimm árum eftirað Hæstiréttur Íslands
dæmdi gengisviðmiðun lána ólög-
lega. Mun Hæstiréttur á næstunni
dæma í tveimur málum er snúa að
ágreiningsatriðum vegna útreikn-
inga gengistryggra lána. Mál þessi
varða fullnaðarkvittanir og vaxta-
greiðslur aftur í tímann en það sem
greinir málin tvö að er að í öðru
þeirra er um vanskil viðskiptavinar
að ræða en í hinu hefur viðkomandi
staðið í skilum.
Síðastliðinn föstudag féll dómur
í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem
fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu
var gert að endurgreiða konu rúm-
lega 380.000 krónur ásamt vöxtum
vegna ofgreiddra vaxta af bílaláni
sem hún tók hjá fyrirtækinu árið
2007. Var Lýsing að auki dæmt til að
greiða málskostnað konunnar með
álagi, rúmlega 1.880.000 krónur, og
eina milljón króna sekt til ríkissjóðs
þar sem fjármögnunarfyrirtækið fór
ekki að fyrri dómi sem féll í máli
konunnar snemma á síðasta ári. Þá
kemur einnig fram í dómsorði hér-
aðsdóms að Lýsing þurfi að gefa út
afsal fyrir umrædda bifreið til kon-
unnar.
„[Í fyrra dómsmálinu] krafðist
hún þess að fá nýjan endurútreikn-
ing á láni sínu hjá Lýsingu þar sem
tekið yrði mið af fullnaðarkvitt-
unum. Lýsing taldi hins vegar að
hún skuldaði enn 700.000 krónur en
hún var búin að reikna það út að hún
væri búin að borga þetta og ætti inni
um 400.000 krónur,“ segir Sigurvin
Ólafsson, lögmaður konunnar.
Héraðsdómur vísaði aðal- og
varakröfu konunnar frá dómi þegar
málið var tekið fyrir í apríl síðast-
liðnum en féllst hins vegar á þrauta-
varakröfu þess efnis að Lýsingu
væri óheimilt að krefja hana um
frekari vaxtagreiðslur en hún þegar
hafði greitt frá 2007 til 2010 við end-
urreikning lánsins.
Töldu hana ekkert eiga inni
Þegar þriggja mánaða áfrýj-
unarfrestur rann út hafði lögmað-
urinn samband við Lýsingu og bað
hann fyrirtækið um nýjan útreikn-
ing á bílaláni konunnar.
„Þá sendu þeir bara aftur sama
útreikning, sem tekur ekki mið af
fullnaðargreiðslum, og sögðu hana
ekkert eiga inni og skulda enn
700.000 krónur,“ segir Sigurvin og
bætir við að konan hafi því í raun
verið neydd til þess að höfða nýtt
mál fyrir héraðsdómi og fékkst sem
fyrr segir niðurstaða í því fyrir síð-
ustu helgi.
Lýsing unir ekki dómi
Í samtali við Morgunblaðið seg-
ir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi
Lýsingar, fjármögnunarfyrirtækið
nú þegar hafa tekið ákvörðun um að
áfrýja þessum dómi héraðsdóms til
Hæstaréttar.
„Ástæðan fyrir þessari ákvörð-
un er sú að ekki er á nokkurn hátt
hægt að fallast á niðurstöðu dóm-
arans,“ segir Þór og heldur áfram:
„Þetta mál er afskaplega sérstakt,
eins og segir raunar berum orðum í
dómi héraðsdóms, og varðar ýmis
réttarfarsleg atriði sem ágreiningur
er um. Það er því einfaldlega sjálf-
sagt að fá Hæstarétt til þess að
skera úr um þessi atriði. Réttar-
farssekt í málinu er því gersam-
lega fráleit í því ljósi,“ segir
hann en að öðru leyti vill Þór
lítt tjá sig um mál einstakra
viðskiptavina þegar enn á
eftir að fá endanlega nið-
urstöðu í þeim fyrir dóm-
stólum.
Lýsing varð undir í
héraði en mun áfrýja
Morgunblaðið/Eggert
Fjármögnunarfyrirtæki Upplýsingafulltrúi Lýsingar segir fyrirtækið nú
þegar hafa tekið ákvörðun um að áfrýja nýföllnum dómi héraðsdóms.
Jóhannes S. Ólafsson, lögmað-
ur hjá Impact lögmönnum sem
m.a. reka sérþjónustu á sviði
gengistryggingarmála, segir að
nýfallinn dómur Héraðsdóms
Reykjavíkur sé að sínu mati
hárréttur þótt vissulega megi
deila um hvort rétt sé að dæma
réttarfarssekt líkt og gert var.
Spurður við hverju megi bú-
ast þegar málið fer fyrir
Hæstarétt Íslands svarar Jó-
hannes S.:
„Ég spái því að málið vinnist
efnislega, líkt og mín mál sem
fara fyrir Hæstarétt nú í febr-
úar. Í raun bendir ekkert til
annars. En ég veit svo sem ekki
hvað verður gert við réttar-
farssektina og álagið. Það
er ómögulegt að
segja fyrir um
það.“
Á von á efnis-
legum sigri
DÓMUR SAGÐUR RÉTTUR
Hæsti-
réttur
Íslands