Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 ✝ Þórhildur Þór-arinsdóttir fæddist á Teigi í Vopnafirði 17. sept- ember 1918. Hún lést á Vífilsstöðum 3. janúar 2015. For- eldrar hennar voru hjónin Þórarinn Stefánsson frá Teigi í Vopnafirði, bóndi og kennari, og Snjólaug Fil- ippía Sigurðardóttir húsfreyja. Þau áttu 7 börn, tvíburana Sig- urð og Soffíu, Stefán, Margréti, Vilhelm, Þórhildi og Soffíu. Eft- irlifandi er Margrét sem varð 100 ára í sumar. Þórhildur gift- ist Óskari Emil Guðmundssyni 27. janúar 1945. Óskar lést þann Friðjónsson, barn þeirra er Emil Þór, en Emil á fjögur börn. Maki Snjólaugar er Hrafn Þórir Há- konarson og saman eiga þau Hrafnhildi Soffíu, sem á eitt barn og Hákon Ólaf, sem á eitt barn; Ragna Fanney, barnsfaðir hennar er Unnar Jens Þor- björnsson. Saman eiga þau Unni Margréti. Þórhildur og Óskar bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Grettisgötu í Reykjavík, en byggðu sér síðar heimili í Háa- gerði 17 í smáíbúðahverfinu. Þórhildur var húsmóðir fyrstu árin í Háagerði, en vann svo með eiginmanni sínum í fyrirtæki þeirra Fatagerðinni Flík, sem þau stofnuðu 1964. Þórhildur starfaði einnig um tíma í eldhúsi Flugfélags Íslands. Eftir að Þór- hildur missti eiginmann sinn 1982 flutti hún í Engihjalla í Kópavogi. Síðustu árin bjó hún í Helluvaði í Norðlingaholti. Útför Þórhildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 17. september 1982, 62 ára að aldri. Saman áttu þau fjögur börn, sem eru; Þórarinn, gift- ur Þorbjörgu Jós- epsdóttir. Þorbjörg átti þrjú börn fyrir, en þau eru Steen Johannson sem á tvö börn og tvö barnabörn; Loftur Gíslason sem á tvö börn og Berglind Gísladóttir, sem á eitt barn; Guðjón var gift- ur Kristínu Daníelsdóttur Berg- mann og saman eiga þau Daníel Bergmann, sem á þrjú börn, Guðmund Óskar, sem á eitt barn, Guðjón Björn og Brynjólf; Snjólaug Soffía, barnsfaðir Jón Elsku mamma, sem kvaddir okkur nú í byrjun árs 2015 orð- in 96 ára gömul, fædd á því herrans ári 1918 þegar Katla gaus síðast. Ólíkt hinni órólegu Kötlu varst þú róleg og yfir- veguð alla tíð, kletturinn okkar og lím. Snyrtipinni fram í fing- urgóma og vildir svo sannar- lega alltaf vera vel til höfð. Minni þitt alveg með eindæm- um. Ég var bænheyrð með að fá að vera hjá þér og halda í höndina á þér þegar þú kvaddir okkur, sérstaklega fannst mér það gott þar sem ég vissi að þér líkaði ekki að vera ein, einkum nú í seinni tíð. Ég náði að hvísla að þér að við elsk- uðum þig öll sem eitt. Þú gast nú líka verið ansi þrjósk, mamma mín, og ætlaðir þér svo sannarlega að vera hjá okkur á jólunum, ein jólin í við- bót, en því miður gekk það ekki upp og þú gerðir þér grein fyr- ir því á aðfangadag þegar ég kom til þín í heimsókn. Voru þetta því fyrstu jólin sem ég hafði þig ekki hjá mér. Við átt- um hinsvegar okkar litlu jól saman á Vífilsstöðum á jóladag. Þar höfðum við lítið jólatré, að- ventuljós, kort og pakka auðvit- að. Í einum þeirra leyndist sér- ríflaska frá Unni Margréti þinni og fengum við okkur smá sérrítár saman og var það ljúft. Önnur tár biðu frekari útrásar. Í þessum skrifuðum orðum er ég með beina útsendingu frá handboltaleik Íslands og Þýskalands í sjónvarpinu. Þú hefðir nú örugglega ekki misst af honum. Þú varst jafnvel að vakna um miðjar nætur til að horfa á Ísland keppa eins og þegar við náðum í ólympíusilfr- ið okkar. Þá varstu nú aldeilis stolt af strákunum þínum. Hvert gat ungur frændi, sem býr í Dan- mörku og var í heimsókn á Ís- landi, farið til að horfa á liðið sitt í enska boltanum leika. Nema hvað, til langömmu Þór- hildar þar sem hún var áskrif- andi að enska boltanum auðvit- að. Talandi um sjónvarp, þá gat ég aldrei skilið hvernig þú gast setið svo bein og flott að horfa á heilu leikina, ekki einu sinni með bakið uppi við sófann. Og fyrst ég minnist á sófann þinn, sem var sófi sófanna, þar sem hann var svo einstaklega þægilegur að nánast allir sofn- uðu í honum. En það var auð- vitað ekki bara sófinn sem gerði það að verkum, heldur var það hið notalega andrúms- loft sem þér einni tókst að skapa, elsku mamma. „Kerta- ljós og kærlegheit“. Þú hefur alltaf verið til staðar, róleg og yfirveguð. Þú hefur alltaf verið nálægt mér og það er skrýtið að hafa þig ekki sem nágranna minn lengur. En þú lifir í hjarta okk- ar um aldur og ævi. Ég á fullt af fallegum minningum um þig og einnig margar fallegar ljós- myndir. Þú ert nú komin til pabba, systkina þinna sem eru öll látin nema Margrét, sem náði þeim merka áfanga að vera 100 ára í sumar og kveður nú litlu systur. Ég veit að ann- að gott fólk sem þú þekktir og hefur kvatt þennan heim tekur einnig vel á móti þér, svo hræðsla og kvíði eru óþörf enda kvaddir þú að því er virtist sátt og yfirveguð. Þú varst svo fal- lega slétt og mikil ró yfir þér þegar við fórum með Faðirvor- ið saman yfir þér eftir að þú kvaddir. Það var falleg stund. Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37:5.) Hvíl í friði, elsku mamma. Þín Ragna. Elsku amma mín. Mikið rosalega er erfitt að búa er- lendis á tímum sem þessum. Hefði ég vitað í maí síðastliðn- um að það yrði síðasta skiptið sem ég hitti þig hefði ég sest niður með þér, Rögnu og Krist- jáni þar sem þið sátuð í kaffi- stofunni á Hrafnistu í stað þess að stoppa svona stutt. Þegar ég hugsa hins vegar um erindi heimsóknarinnar get ég ekki annað en brosað. Ég var að sækja lykil að íbúðinni þinni svo við Óskar Marinó gætum horft á enska boltann. Ég var ábyggilega ekki meira en 13 ára gamall þegar ég var að hlaupa um miðja nótt úr Engihjallanum og heim í Þverárselið. Ég hafði verið að horfa á am- eríska NBA-körfuboltann hjá ömmu. Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að sjá beinar íþrótta- útsendingar frá útlöndum. Engihjallablokkin þar sem amma bjó var nefnilega með mjög merkilegan gervihnatta- disk á þakinu. Þetta var afar sjaldgæfur búnaður í þá daga og amma var mjög merkileg að hafa allar þessar sjónvarps- stöðvar. Lítið hafði breyst því um þrjátíu árum síðar var það amma sem kom fyrst í hugann þegar finna þurfti stað til að sjá íþróttaviðburði. Amma sjálf var mikill íþróttaáhugamaður. Hún fylgd- ist alltaf með „strákunum okk- ar“ í handboltanum. Hún hélt alltaf með þeim liðum þar sem Íslendingar spiluðu og ég full- yrði það að fáir á hennar aldri vissu jafnmikið um félagsskipti íslenskra íþróttamanna erlend- is. Hún varð að vita þetta til að geta skipt um uppáhaldslið sjálf. Ég var einungis barn þegar afi Óskar lést. Amma flutti fljótlega úr Háagerðinu í Engi- hjallann. Ragna frænka flutti á sömu hæð í sömu blokk. Ekki fyrir svo löngu flutti amma úr Engihjallanum í nýja íbúð. Ragna frænka flutti aftur á sömu hæð í sömu blokk. Þetta heitir í daglegu tali að vera elti- hrellir. Ég hef hugsað mikið um þetta einstaka samband ömmu og Rögnu síðustu daga. Ég held að þarna komi vel í ljós trygglyndið sem einkennir öll systkinin. Þegar ég var ung- ur fannst mér þó frekar fúlt að Unnur Margrét fengi svona oft að hitta ömmu. Þessi fýla hvarf þó með árunum og ég er löngu búinn að fyrirgefa henni það. Það er hins vegar þetta með tímann. Þegar maður áttar sig á því að þessi tími er ekki leng- ur til staðar óskar maður sér oft að hafa nýtt hann betur. Af hverju hringdi ég ekki oftar í ömmu? Af hverju kom ég ekki í heimsókn oftar og staldraði lengur við í þau skipti sem ég heimsótti hana? Eftir standa þó fjölmargar góðar minningar um ömmu Hildu. Ég ætla að halda fast í þessar minningar. Amma mín var góð kona, skemmtileg og hress. Hún var alltaf hressasta amman miðað við aldur þegar ég bar saman aldur og hressi- leika minnar ömmu við annarra manna ömmur. Ég er heppinn að hafa notið samvista við hana í svo langan tíma. Það ætla ég að taka með mér áfram í lífinu. Elsku pabbi minn, Tóti, Snjólaug og Ragna. Ég votta ykkur samúð mína. Ég get þó fullyrt það að stór hluti ömmu lifir áfram innan í ykkur öllum. Góðmennska og trygglyndi gengur greinilega í erfðir milli kynslóða. Elsku amma. Hvíl í friði. Ég elska þig. Guðmundur Óskar Guðjónsson. Þórhildur Þórarinsdóttir ✝ Salóme Mar-grét fæddist í Hnífsdal 1. ágúst 1923. Hún lést 7. janúar 2015 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Margrét Friðriks- dóttir, f. 1896, d. 1945, og Guð- mundur Hall- dórsson, f. 1891 á Eyri, Ísafirði, d. 1983. Systkini: Friðrik Lúðvík, f. 1917, d. 1998; Jóhannes, f. 1920, d.1920; Guðmundur Lúðvík Þor- steinn, f. 1921, d. 2008; Guðrún, f. 1930, d. 2005, og Þórdís Halla, f. 1934, d. 1934. Fyrri maður var Steinn Ágúst Vilhelmsson Steinsson, f. 1919, d. 1975. Þau skildu. Sonur þeirra: Grétar Guðmundur, fv. verzl- unarmaður, býr í Svíþjóð. Fyrri kona: Valgerður Karlsdóttir. Börn: Steinn Ólafur húsamálari, á Ólaf Örn, Ruth Smith og Inga Sigurð; Agnes, á Heiðar Stein; Vala verzlunarmaður, á Sig- urbjörn Finn og Magnús Grétar. Dóttir Grétars og Sólveigar Jónsdóttur, Kristín Jóna Grét- ur Arnarson. Jóhann, fv. starfsm. EFTA í Genf, tollvörður á Seyðisfirði, nú í Reykjavík. Kvæntur Maria Dawn Geraldine Gaskell. Börn: Orri Freyr, Bárð- ur Jökull, Freyja María og Tóm- as Freyr. Börn Drífu verzl- manns, Eva María og Haukur Már. Svala Björk, fv. flugfreyja, húsmóðir í Lúxemborg, gift Þor- steini Gunnari Ólafssyni, frkvstj. Arena, dætur þeirra: Ástrós Ynja, Arnfríður og Katrín. Dótt- ir Arnar Bárðar og Ragnheiðar Jónasdóttur, fv. fltr. í mennta- málaráðuneytinu er Hrafnhildur Arnardóttir, myndlistarmaður í NY, gift Michael Jurewicz, börn Máni Lucjan og Úrsúla Miliona; Friðrik Ragnar, f. 1956, flug- vélaverkfræðinugr, iðnrekandi hér og í Kanada, kvæntur Kes- ara Anamthawat Jónsson, pró- fessor við HÍ, dóttir Salóme Sirapat Friðriksdóttir. Salóme og Jón fluttu suður 1967 að Blikanesi 1, Garðabæ. Stofnuðu Þakpappaverksmiðj- una hf. 1952 með Ragnari bróð- ur Jóns og Silfurtún hf. 1972. Salóme tók þátt í rekstri kjör- búðarinnar á Ísafirði og síðar verzluninni París og starfaði í ÁTVR í Keflavík. Salóme söng í Kór Garða- kirkju um árabil og í kór eldri borgara í Neskirkju. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 13. janúar 2015, og hefst athöfn- in kl. 13. arsdóttir hár- greiðslumeistari, gift Baldvini Bjarnasyni raf- virkja. Börn: Stein- unn Anna, Lilja Björt, Þórður Bjarni. Sambýlis- kona Grétars í Sví- þjóð, Elsa Hänn- inen, látin. Hún átti sex börn. Seinni maður Sal- óme, Jón Örnólfur Bárðarson, f. í Bolungarvík 1918, d. í Garðabæ 1989, kaupmaður og útibússtjóri ÁTVR, Ísafirði og Keflavík, iðn- rekandi í Garðabæ. Foreldrar: Sigrún Katrín Guð- mundsdóttir húsfreyja, f. í Botni, Mjóafirði 1885, d. 1956, og Bárð- ur Guðmundur Jónsson, útvegs- bóndi í Bolungarvík, síðar á Ísa- firði, f. 1884, d. 1954. Salóme bjó fyrst á Sólgötu 8, Ísafirði. Synir hennar og Jóns: Bárður Guðmundur, f. 1948, d. 1949; Örn Bárður, f. 1949, sókn- arprestur, kvæntur Bjarnfríði Jóhannsdóttur, sjúkraliða á LSH, líknardeild. Börn þeirra: Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Aðalbjörg Drífa Aðalsteinsdóttir, Svala Björk Arnardóttir og Örn Bárð- Hér eru örfá orð um ömmu mína og nöfnu, Salóme Margréti. Hún bjó ein og vildi hafa allt fínt í kringum sig. Í hvert sinn sem ég heimsótti hana fékk ég alltaf hlýja innkomu og ég er þakklát öllu sem hún er búin að gera fyrir mig. Amma reyndi sitt besta að halda sér við, en aldur er nokkuð sem ekki er hægt að forðast og það var erfitt fyrir mig að skilja það loksins. Ég mun aldrei gleyma þeim tíma sem ég hef verið með henni, allt sem við gerðum saman. Nú eru þær minningar enn mikilvæg- ari en áður. Það er erfitt að ímynda sér að hún sé ekki lengur hér, en í mínum huga verður hún alltaf nærri mér. Amma mín hefur alltaf verið sterk kona, og það vita allir í kringum hana. Hún barðist hart og lengi, og það er það sem ég dái mest að við hana. Elsku amma, takk fyrir öll þessi góðu ár og takk fyrir að vera svona góð við mig. Ég veit að þú ert á betri stað núna, en ég mun alltaf sakna þín. Salóme Sirapat Friðriksdóttir. Fyrstu minningar mínar um ömmu Söllu eru frá Ísafirði. Ég hafði verið að leika mér í fjörunni og kom inn blautur og kaldur og fékk sneið af brúnkökunni góðu hjá henni. Við sátum í sneiðinni á Sólgötunni en það kölluðum við borðstofuna. Amma sagði mér frá hættunum við að leika sér í fjör- unni. Hún skammaðist ekki en gaf mér rólegt tiltal. Oft átti ég eftir að eiga svipaðar samræður við ömmu eftir ýmis glappaskot í mínu lífi. Ég endaði oft við eldhús- borðið hjá ömmu, talaði við hana í trúnaði og lagði raunir mínar fyrir hana. Hún hlustaði og bara var þarna. Hún dæmdi ekki eða skammaðist heldur talaði mildi- lega og af raunsæi. Ef ég hafði lent í rifrildi eða ósætti tók hún ekki afstöðu en gladdist með mér á góðum stundum. Það var svo margt hægt að læra af ömmu. Hún stóð ekki í illdeilum við neinn og talaði ekki illa um fólk. Það gat verið erfitt að lesa hana eða finna út hvað henni fannst og hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Ég gat samt oft merkt líðan hennar á svipbrigðum hennar og fasi. Ég gat brosað út í annað þegar ég sá hver skilaboðin voru. Karakterinn kom einhvern veginn í ljós. Það var sama á hverju gekk, alltaf gat ég komið til ömmu, sest niður í kaffi og köku og það stafaði frá henni yfirvegun og ró sem nærði mann. Hún var einstök kona, hún amma, og góður vinur, sanngjörn og heiðarleg. Stóð alltaf eins og klettur við hliðina á manni. Í öllu sem hún gerði fann ég að hún stóð með mér og vildi reyna að skilja mig. Ég gat alltaf reitt mig á hana. Ég á líka góða minningu þegar ég bjó hjá ömmu á unglingsárum og tónlistin kom inn í mitt líf og pæl- ingar tengdar tónlist. Ég setti plötu á fóninn og sagði henni frá mínu uppáhaldslagi þá sem var Stairway to Heaven með Led Zep- pelin. Hún hlustaði og brosti og þóttist hafa gaman af. Kannski meira til að gleðja mig. Ég kynntist því hvað amma var iðin og samviskusöm þegar við unnum saman í eggjabökkunum í Silfurtúninu og á lagernum í ÁTVR. Hún sagði ekki mörg orð en hélt sér við efnið. Hún var mín stoð og stytta og ég verð henni æv- inlega þakklátur fyrir umhyggju, hlýhug og stuðning. Það verður skrítið að geta ekki farið í kaffi til ömmu – því nú er hún öll. Hún var svo listræn og henni tókst ein- hvern veginn að núllstilla mig. Sagt er að í sérhverju hjarta sé strengur sem ómar, sé hann snert- ur á réttan hátt. Það tókst ömmu með mig. Ég sakna hennar og mun geyma minningar um hana á sérstökum stað í hjarta mínu. Steinn Ólafur Grétarsson. Mér verður hugsað til for- mæðra minna nú þegar ég kveð elskulega frænku og ættmóður. Já, hvað boðar nýárs blessuð sól spurðum við er við ræddum um hvernig best væri að fagna því að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt. Kannski við fáum okkur peysuföt og mætum á Aust- urvöll 19. júní? Ég velti fyrir mér hvaða arfleifð ég ber innra með mér á sál og líkama frá þessum sterku vestfirsku konum. Fyrir hverju börðust þær og hvað höfðu þær að segja? Eru þau mörg þessi ósögðu orð og þessi hugsanlega vanræktu faðmlög? Salla frænka hefur verið hluti af tilveru minni frá því ég man eftir mér og naut ég gestrisni hennar og fændsemi. Heimili hennar stóð alltaf opið. Allt frá því ég fékk að koma á sumrin til hennar á Sólgöt- una á Ísafirði og svo á Verslóár- unum þegar ég dvaldi hjá henni í Blikanesinu. Að fá að kynnast æskuslóðum þeirra systra, mömmu og Söllu, var gott veganesti. Að fá að sjá náttúrunnar jól í fjöruborðinu og til fjalla. Sjá fjöllin speglast í speg- ilsléttum firðinum og heyra í þess- ari einu flugvél sem þá kom yfir daginn. Hvernig vélin birtist allt í einu og maður fylgdi henni með augunum þar til hún lenti. Krunk- ið í krumma, fara inn í skóg og heyra fossanið. Það var önnur um- gjörð en hraunsléttan á Suður- nesjunum og þotugnýrinn sem ómaði í bakgrunni æsku minnar í Keflavík. Það var unaðslegt að fá að láta fjöllin faðma sig og alltaf öruggt að matur var á borðum á réttum tíma og allt hreint og fínt hjá Söllu frænku sem stóð sína plikt og sinnti sínum húsmóður- skyldum. Ég man líka eftir hlátra- sköllum og glettninni í Söllu. Hún átti til að skella sér á lær og hlæja hátt og innilega. „Nei, hættu nú al- veg,“ sagði hún svo. Í mínum augum var Salla fín frú, sjálfstæð kona, alltaf vel til- höfð. Komin á tíræðisaldur brást það ekki að hún tók á móti manni vel uppfærð hvort heldur var snemma að morgni eða seint að kvöldi. Hún átti einstaklega fal- legt heimili enda fagurkeri og bar fataskápur hennar og stíll vott um einstaka smekkvísi. Hún vissi allt- af hvað var elegant og lekkert. Hafði sjálf rekið verslunina París á Ísafirði og vissi hvað var móðins. Það var aðdáunarvert hvernig Salla frænka hélt í sjálfstæði sitt og hélt reisn sinni allt þar til hún skildi við með syni sína Örn og Friðrik sér við hlið. Þeir sögðu mér að hún hefði fengið hægt og fallegt andlát. Ég var ekki hissa því, Salla gerði allt vel. Mér er sem ég sjái bros færast yfir andlitið þegar hún kvaddi södd lífdaga og sátt að sleppa við að þurfa að fara á hjúkrunarheimili. Hún sagðist bara geta séð um sig sjálf. „Ég moppa og þurrka af annan hvern dag og alltaf nóg til í ísskápnum. Hvað þarf meira?“ sagði hún og hækkaði róminn. Á spítalanum var hún í fallegum silfurlitum skóm, hárið í lagi og augnskugg- inn á sínum stað. Henni líkt. Það var alltaf eitthvað flott við hana. Þótt Salla hafi orðið fyrir boða- föllum þá stóð hún styrk í stafni sinnar lífsskútu og bar höfuðið hátt. Um árabil starfaði Salla í verslun ÁTVR í Keflavík. Salla naut sín í þeirri vinnu og fannst gaman að vera innan um fólk. Hún kynntist mörgum í gegnum starfið og rifjaði stundum upp fjörið á góðra kvenna fundi í eldhúskrókn- um í Lyngholtinu hjá Dúnnu. Svo spurði hún frétta af þessum kon- um og vildi fylgjast með. Hún var svo dugleg hún Salla frænka og lét ekki deigan síga. Blessuð sé minn- ing hennar. Helga Margrét. Salóme Margrét Guðmundsdóttir Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.