Morgunblaðið - 13.01.2015, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
✝ Anna SigurrósSigurjóns-
dóttir fæddist í
Hafnarnesi við Fá-
skrúðsfjörð 13.
janúar 1937. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 2.
janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Níelsson, f. á Fá-
skrúðsfirði 2.4. 1892, d. 7.1.
1971, og Björg F. Bergsdóttir,
f. á Krossi Beruneshr. 21.4.
1899, d. 28.4. 1973. Systkini
Önnu Sigurrósar eru Alberta,
f. 19.8. 1916, d. 29.2. 2004,
Svanhvít, f. 3.10. 1917, d. 7.10.
1991, Ingólfur, f. 7.8. 1919, d.
18.1. 2000, Björg, f. 11.9.
1920, d. 8.10. 2010, Ottó, f.
10.10. 1922, d. 23.5. 2005,
Laufey, 11.3. 1927, d. 12.2.
2009, Guðrún, f. 25.4. 1929,
hann þrjú börn og fjögur
barnabörn. 3) Sigurjón, f. 2.4.
1959 eiginkona hans er Guð-
rún Þóra og eiga þau fjögur
börn og sjö barnabörn. 4)
Kristján, f. 5.5. 1960. 5) Lauf-
ey Sigríður, f. 2.9. 1962, eig-
inmaður Eggert Ólafur og
eiga þau þrjú börn og þrjú
barnabörn. 6) Guðbjörg Þór-
dís, f. 11.5. 1964, eiginmaður
Einar Sverrir, eiga þau tvö
börn og þrjú barnabörn. 7) Ei-
ríkur, f. 1.12. 1970, eiginkona
hans er Jóhanna Linda og
eiga þau tvær dætur. 8) Sig-
urður Nikulás, f. 9.3. 1977.
Anna Sigurrós ólst upp í
Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð,
16 ára gamallar lá leið hennar
á vertíð suður í Sandgerði þar
sem hún vann hjá Miðnesi
ásamt því að vera ráðskona á
bát. Þar kynntist Anna Krist-
jáni. Árið 1956 lá leið þeirra
austur á Eskifjörð þar sem
þau hófu búskap og bjuggu
þar alla tíð. Anna var hús-
móðir mestan hluta ævi sinn-
ar.
Útför Önnu fór fram frá
Eskifjarðarkirkju 10. janúar
2015.
Bergþóra, f. 7.7.
1930, d. 14.1.
2010, Níels, f.
24.9. 1931, Jó-
hanna, f. 6.11.
1932, Sigurveig,
f. 3.1. 1934, Lára,
f. 29.5. 1938, og
Ragnar, f. 19.11.
1945.
Hinn 25. des-
ember 1957 giftist
Anna eftirlifandi
eiginmanni sínum, Kristjáni
Ragnari Bjarnasyni frá Eski-
firði, f. 21.8. 1935. Foreldrar
hans voru Bjarni Kristjáns-
son, f. 13.2. 1911, d. 23.1.
1998, og Laufey Sigurð-
ardóttir, f. 23.9. 1914, d. 30.8.
2001. Anna og Kristján eign-
uðust átta börn, þau eru: 1)
Jóna Björg, f. 14.5. 1956 og á
hún fimm börn, níu barna-
börn og tvö langömmubörn.
2) Bjarni, f. 2.7. 1957 og á
Elsku amma. Ég trúi ekki að
ég sé að kveðja þig í hinsta sinn,
en ég vil trúa því að núna sért
þú komin til ömmu og afa í
Hafnarnes, þinn uppáhaldsstað.
Ég hef reyndar notið þeirra
forréttinda að hafa þig og afa í
næsta húsi allt mitt líf og hef því
átt ótrúlega margar og
skemmtilegar stundir með þér.
Allar þær minningar sem ég á
um þig hafa verið mér ofarlega í
huga undanfarnar vikur. Eins
og þegar ég kom alltaf til ykkar
í Bleiksárhlíðina í fallega húsið
sem þið byggðuð. Alltaf fékk
maður hlýtt faðmlag, gott spjall
og varst þú alltaf tilbúin að gera
allt fyrir mig. Upp úr standa
minningar þegar við sátum við
eldhúsborðið og spiluðum
rommý, yatzy og þú kenndir
mér að leggja kapal og spjöll-
uðum, hlógum og skemmtum
okkur vel. Einnig hvað þú ljóm-
aðir og skemmtir þér vel við að
vera í eldhúsinu að baka og
elda.
Þegar ég fór að hugsa um öll
bingóin sem við fórum á var
ekkert annað hægt en að brosa,
þar sem við sóttum bingó til
næstu fjarða líka og þekkt á
Austurlandi sem „bingófjöl-
skyldan“. Mikið á ég eftir að
sakna þessara stunda.
Ég man líka hvað það var
gaman að fara með þér í Hafn-
arnes og heyra þig segja sögur
frá því þú áttir heima þar.
Þú hafðir lag á að kenna
manni ýmislegt, ég man hvað þú
varst stolt af mér þegar ég kom
með prjóna og garn til þín og
bað þig um að kenna mér að
fitja upp, loksins lærði ég það
svo kom að því að ég kom til þín
og bað þig að kenna mér. „Hvað
get ég kennt þér?“ var svarið, jú
það var eitthvað sem þú gast
kennt mér og það var að prjóna
þumal. Svo fannst mér svo gam-
an að baka fyrir ykkur afa upp
úr uppskriftabókunum þínum og
hvað þið voruð þakklát fyrir það
og ánægð að geta boðið upp á
kökurnar sem þú varst vön að
baka. Þú varst alltaf svo þakklát
fyrir allt sem maður gerði fyrir
þig, sama hversu lítið mér
fannst það vera. En núna verð
ég að hugga mig við þær fjölda-
mörgu minningar sem ég á um
þig og þær myndir sem ég á.
Ég elska þig endalaust mikið
elsku amma mín, eins yndislega
manneskju eins og þig er ekki
auðvelt að finna.
Elsku afa minn og Stjána
þinn skal ég hugsa vel um.
Minning þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð
í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Þín
Þóra.
Anna Sigurrós
Sigurjónsdóttir
✝ Magnús H.Magnússon
fæddist á Sauð-
árkróki 6. nóv-
ember 1932. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 4.
janúar 2015.
Foreldrar hans
voru Hólmfríður El-
ín Helgadóttir, f.
14. janúar 1900, d.
22. júní 2000, og
Magnús Halldórsson, f. 30. maí
1891, d. 13. desember 1932.
Systkini hans eru Sigríður, f. 20.
júlí 1925, Regína Margrét, f. 14.
mars 1927, Dóra Ingibjörg, f. 7.
júní 1928, Margrét Helena, f. 1.
janúar 1930, d. 3. mars 2014, Jón
arsson börn þeirra, Einar Magn-
ús, Arnar Steinn og Bjarki Þór.
3) Sigríður, f. 31. maí 1963, maki
Sturla Jónsson börn þeirra, Ína
Salome og Jón Ágúst. 4) Magnús,
f. 5. nóvember 1964, börn hans,
Ívar Örn, Rósa Jóna og Róbert.
Barnabarnabörnin eru orðin 10
talsins.
Magnús lærði bifvélavirkjun
við Iðnskóla Sauðárkróks, fékk
síðar meistararéttindi í bifvéla-
virkjun 14. október 1959. Hann
vann fyrst um sinn hjá Kaup-
félagi Skagfirðinga. Flutti suður
1958, hóf störf hjá Vélsmiðju
Hafnarfjarðar. Stofnaði síðan
eigin rekstur 1969 til 1982. Það-
an fór hann til Ofnasmiðjunnar
og endaði síðan starfsferil sinn
hjá Olíudreifingu. Magnús var
virkur þátttakandi í karlakórn-
um Þröstum frá árinu 1959, og
seinni ár með eldri Þröstum.
Útför Magnúsar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13.
janúar 2015, kl. 15.
Ósmann, f. 28. júní
1931. Hinn 14. jan-
úar 1961 gekk
Magnús að eiga eft-
irlifandi eiginkonu
sína, Sigríði Bjarna-
dóttur, f. 22 mars
1932, úr Hafn-
arfirði. Foreldrar
hennar voru Júlía
Magnúsdóttir og
Bjarni Erlendsson,
bæði látin. Magnús
og Sigríður eignuðust fjögur
börn. Þau eru 1) Hólmfríður, f.
29. október 1960, maki Árni
Guðnason börn þeirra, Ásbjörn
Árni, Sigríður Maggý, Ágústa
Guðný og Magnús H. 2) Hildur, f.
3. júlí 1962, maki Þorsteinn Ein-
Elsku pabbi. Það er erfitt til
þess að hugsa að þú sért farinn
og komir aldrei aftur eftir stutt
en erfið veikindi. Söknuðurinn er
mikill hjá okkur en eftir sitja
margar góðar og skemmtilegar
minningar um þig. Pabbi fæddist
á Sauðárkróki og var yngstur sex
systkina. Hann missti pabba sinn
þegar hann var aðeins sex vikna
gamall. Um sex ára aldur fór
hann um sumarið í til bróður
ömmu, Magnúsar, og konu hans
Jónu í Héraðsdal í Lýtingsstaða-
hreppi og sjö ára að aldri fór
hann þangað alveg í fóstur ásamt
systkinum sínum Jónsa og Reg-
ínu og var þar til fermingarald-
urs. Flutti þá til Sauðárkróks til
móður sinnar og hóf fljótlega
nám í Iðnskóla Sauðárkróks í bif-
vélavirkjun og lauk því námi árið
1950 og fékk meistararéttindi ár-
ið 1959. Árið 1958 kynntust
mamma og pabbi, þau giftu sig
14. janúar árið 1961. Þau eign-
uðust okkur systkinin á fimm ár-
um frá árinu 1960-1964. Og var
oft mikið fjör á heimilinu. Pabbi
og mamma byrjuðu sinn búskap
hjá ömmu og afa á Suðurgötu 49.
Árið 1966 fluttum við á Álfaskeið
95 sem pabbi byggði og bjuggum
við þar til ársins 1980. Þá byggði
hann Smárahvamm 12 og bjugg-
um við þar til ársins 1996 en þá
vorum við flogin úr hreiðrinu.
Fluttu þau síðan í Klettabyggð
og þaðan í Skipalónið. Pabbi og
mamma voru mjög samheldin
hjón, ferðuðust mikið og eigum
við öll mjög góðar minningar frá
þeim ferðum. Þau voru mjög
dugleg að ferðast með okkur á
sumrin, í útilegur og veiðiferðir.
Einnig voru þær margar ferðirn-
ar á Sauðárkrók í heimsókn til
ömmu og frændfólks. Ekki má
gleyma sunnudagsrúntinum sem
endaði alltaf á bílasölum og bíla-
sýningum enda var aðaláhuga-
mál pabba bílar og var hann allt-
af á hreinum og nýbónuðum bíl
og skipti reglulega um bíla. Árið
1995 byggðu pabbi og mamma
sumarbústað í Vaðnesi sem heitir
Grund og var það þeirra sælu-
reitur. Þar áttum við margar
skemmtilegar og góðar samveru-
stundir sem gleymast aldrei.
Pabbi var alltaf eitthvað að
dunda þar enda mjög handlag-
inn, duglegur, vinnusamur og
einnig listrænn í sér. Hann
stoppaði aldrei, eins og mamma
sagði oft. Hann varð allaf að vera
að gera eitthvað. Hann pabbi
okkar gat allt. Þegar pabbi hætti
að vinna sat hann ekki auðum
höndum. Þá fór hann að taka þátt
í heimilisstörfum, fór að elda
baka o.fl. og fannst mömmu það
mjög ánægjulegt. Mikill gesta-
gangur hefur alla tíð verið á
heimili pabba og mömmu og
fannst barnabörnunum alltaf
mjög notalegt að koma í heim-
sókn og fá brúna og mjólk og eða
jólaköku sem afi hafði bakað.
Elsku pabbi, við þökkum þér fyr-
ir allt sem þú kenndir okkur og
allar góðu samverustundirnar
munum við geyma í hjarta okkar
að eilífu og við hugsum vel um
mömmu.
Hvíl þú í friði. Þín börn,
Hólmfríður, Hildur,
Sigríður og Magnús.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn og vin í yfir þrjátíu ár.
Þetta byrjaði allt á: „Það er
kominn strákur í kjallarann og ég
ekki spurður um leyfi.“ Þetta var
ekki í eina skiptið sem ég fékk að
heyra það því þegar við Sigga
ætluðum að gifta okkur kom: „Ég
hef nú ekkert verið spurður og á
hana enn.“ Það var ekkert annað
í stöðunni en að semja við kallinn
og á þeim tíma var algengt að
ábyrgð væri á hlutum sem okkur
samdist um. Það var ávallt stutt í
léttleikann.
Óskalagastundin í Vaðnesinu
verður ekki sú sama en það er
okkar Árna að viðhalda henni og
spila fyrir þína hönd Gullnu
vængi. Ég vil þakka þér allt sem
þú gerðir fyrir mig og mína fjöl-
skyldu og eins og við ræddum um
þá er það okkar að taka við.
Blessuð sé minning þín.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Kær kveðja,
Sturla Jónsson.
Elsku Maggi tengdapabbi
minn. Núna ertu farinn og hug-
urinn reikar til baka yfir allar
stundirnar sem þú eyddir með
okkur. Er ég óendanlega þakk-
látur fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og gefið af þér.
Mín fyrsta minning um þig var
þegar þú komst um borð í Dag-
fara og þá bentu félagar mínir á
þig og sögðu þig vera tilvonandi
tengdapabba minn. Ég þurfti
aldrei að biðja um hjálp frá þér,
þú komst bara boðinn og búinn
til að hjálpa. Þú lánaðir mér bíl-
inn þinn þrátt fyrir að þekkja
mig lítið sem ekkert, þú smíðaðir
alla ofna í húsið hjá okkur, þú
kenndir mér að sjóða og þú smíð-
aðir palla á vörubílinn hjá mér og
þrátt fyrir að vera 82 ára gamall
komstu í sumar og hjálpaðir okk-
ur Hólmfríði að setja upp sperr-
ur í sumarbústaðinn hjá okkur.
Ég gæti talið endalaust upp fyrir
hvað ég er þakklátur þér. Erum
við búin að gera mikið saman,
ferðast og bralla ýmislegt. Þú
þurftir alltaf að hafa eitthvað að
gera, það þurfti mikið til að fá þig
til að stoppa og slaka á. Við átt-
um margar góðar stundir á
Grund og var heiti potturinn
staðurinn þar sem þú opnaðir þig
og við gátum talað saman um allt
og ekkert.
Við biðjum þig, Drottinn, að blessa þá
hrjáðu.
Þú birtir oss syndugum mátt þinn á
jörð.
Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa
er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð.
Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum
hreinu.
Þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól.
Um tíma þó syrti þá brátt aftur birtir,
þú breiðir út þinn faðm og veitir oss
skjól.
Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og
græðir
og léttir oss göngu í stormanna klið.
Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni
frelsi.
Þín hjálp er jafnan nær! Ó, Guð veit
oss frið.
(Óskar Ingimarsson)
Ógleymanlegur maður er far-
inn og mun ég halda í minningu
þína. Takk fyrir allt og allt. Þinn
tengdasonur,
Árni.
Elsku afi. Þín verður sárt
saknað af okkur systkinunum.
Það verður erfitt að hugsa til
þess að afi verður ekki í sum-
arbústaðnum, Grund, í sumar til
þess að taka á móti okkur. Þú átt-
ir alltaf erfitt með slaka á í sum-
arbústaðnum.
Það síðasta sem þú varst að
gera var að smíða falleg fuglahús
og handrið fyrir ömmu svo hún
ætti auðvelt með að fara niður á
tún, þú þurftir alltaf að hafa eitt-
hvað að gera.
Þú hafðir skoðanir á ýmsum
hlutum og þrátt fyrir að amma
hefði meiri áhuga fyrir tískunni
og hverju fólk klæddist þá léstu
okkur heyra það ef þér mislíkaði
eitthvað, en allt í góðu. Einnig
vita nú flestir að þú hafðir mikinn
áhuga fyrir bílum og hafðir gam-
an af því að fara á bílasölur og
bara aðeins að skoða eins og þú
sagðir alltaf. Bíllinn hjá þér var
alltaf eins og hann væri nýkom-
inn úr kassanum því alltaf varst
þú að bóna og þvo. Ef bíllinn hjá
okkur aftur á móti var ekki nógu
hreinn hafðirðu orð á því og
bauðst okkur að koma og þrífa
hann hjá þér, og þá voru alltaf
teknar pásur til þess að fá sér
mjólkurglas með kökunum sem
þú hafðir bakað.
Laugardagslottóið var fastur
liður hjá þér og þú máttir alls
ekki missa af því, því þú ætlaðir
svo sannarlega ekki að missa af
stóra vinningnum.
Elsku afi takk fyrir allar heim-
sóknirnar, hlýjuna og faðmlögin í
gegnum árin. Blessuð sé minning
þín.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín barnabörn
Ína Salome og Jón Ágúst.
Elsku afi. Núna ertu farinn og
ég á erfitt með að trúa því að ég
eigi ekki eftir að sjá þig eða
heyra í þér aftur.
Þú vildir alltaf hafa mig hjá
þér; alveg sama hversu gömul ég
var þá vildirðu alltaf hafa mig
lengur. Þegar ég var lítil stelpa
hjá ykkur ömmu á Smára-
hvamminum þá var gert mikið,
ég man eftir að sitja við hlið þér
þegar þú sast og spilaðir á
skemmtarann og söngst. Þegar
ég var hjá ykkur um helgar fór-
um við alltaf í sjoppuna til að
lotta og ég fékk síríuslengju, eða
við fórum ísrúnt á Skallann. Þeg-
ar ég hugsa til baka þá vildi ég
alltaf vera hjá ykkur eða allavega
þangað til gelgjan tók völdin.
Þegar ég eignaðist börnin mín
voruð þið amma ekki lengi að láta
sjá ykkur og koma og sjá nýja
fjölskyldumeðliminn. Og var það
alltaf þannig að þegar þið komuð
út í Garð til mömmu þá var ég
mætt á svæðið til að hitta ykkur
með krakkana. Mér þykir svo
óendanlega vænt um þig elsku afi
minn og á ég alltaf eftir að minn-
ast þín og góðu stundanna okkar.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur senda
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Nafna þín,
Sigríður Maggý.
Magnús H.
Magnússon
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT S. MAGNÚSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
sunnudaginn 4. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir fær
starfsfólk hjúkrunardeildar Áss.
.
Þór Hafsteinn Hauksson, Sigrún Alfreðsdóttir,
Magnús Hauksson, Elín Norðdahl,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SÆVAR HALLDÓRSSON
ljósmyndari,
Barmahlíð 52,
lést á Landspítalanum
sunnudaginn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 15. janúar kl. 13.00.
Soffía Sævarsdóttir, Helgi Vilberg,
Jónína Margrét Sævarsdóttir,
Guðrún Sigríður Sævarsdóttir, Kristján Vídalín Jónsson,
Hrönn Sævarsdóttir, Sigurður Sigurðarson,
Jón Alvar Sævarsson, Steinunn Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.