Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
lagði upp laupana og vann á ýmsum
veitingastöðum og í söluturnum með
skóla. Á þessum árum eignaðist mað-
ur vini sem maður hefur enn sam-
band við, suma hverja. Í endurminn-
ingunni standa sumrin upp úr þegar
farið var í fótbolta á sólbjörtum sum-
arnóttum eftir lokun á miðnætti.“
Ása Dagný var knattspyrnuþjálfari
hjá Fram 1994-2001, þjálfaði yngstu
flokka drengja flest árin og einnig 3ja
og 4. fl. kvenna eitt eða tvö tímabil.
Einnig vann hún við íþrótta og/eða
knattspyrnuskóla flest sumur á þess-
um árum. Hún starfaði auk þess á
ýmsum öðrum stöðum, með annarri
vinnu, í sumarvinnu eða eingöngu,
s.s. hjá Póstinum, Gallerý fiski, sem
aðstoðamaður sjúkraþjálfara á
Landakoti og á Reykjalundi.
Ása Dagný kenndi íþróttir og líf-
fræði við Austurbæjarskólann 1998-
2000, var sjúkraþjálfari á Reykja-
lundi 2004-2005 og hefur verið
sjúkraþjálfari á Landspítalanum við
Hringbraut frá ársbyrjun 2006.
Ása Dagný sat í stjórn Félags ís-
lenskra sjúkraþjálfara 2006-2012.
Hún lætur lítið yfir afrekum, verð-
launum eða viðurkenningum: „Við
unnum þó 2. deild 1995 þegar ég lék
með meistaraflokki kvenna í Aftur-
eldingu og ég varð framhalds-
skólameistari með FB árið 1991.“
Helstu áhugamál Ásu Dagnýjar
eru íþróttir, einkum knattspyrna:
„Ég hef æft, keppt og þjálfað knatt-
spyrnu um árabil þó að ég sé hætt því
að mestu núna. Ég æfði og keppti
einnig í handbolta og badminton sem
krakki en hætti í handboltanum um
18 ára, spilaði eitt til tvö tímabil
nokkrum árum seinna með Aftureld-
ingu í B-deild.
Ég spilaði hins vegar knattspyrnu
með yngri flokkum Aftureldingar til
1991 og með meistaraflokki félagsins
1994-97, með 2. fl. og meistaraflokki
Fram 1991-93, með meistaraflokki
Stjörnunnar 1998-99, og með Fjölni
1999 og 2001 og sameinuðu liði Aftur-
eldingar og Fjölnis árið 2000. Auk
þess hef ég nú stundað blak með Aft-
ureldingu síðastliðin þrjú ár.
Ég fer í golf á sumrin, á skíði á vet-
urna og reynum þá að drífa alla fjöl-
skylduna með. Auk þess hleyp ég af
og til. Síðan eru synirnir mikið í
íþróttum og segja má að íþróttaiðkun
þeirra sé hluti af áhugamálum mínum
því við fylgjum þeim á knatt-
spyrnumót og aðrar keppnir. Þeir
æfa knattspyrnu, allir þrír, og þeir
tveir eldri eru líka í golfi og badmin-
ton.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ásu Dagnýjar er Jón
Smári Pétursson, f. 3.12. 1978, raf-
virki. Foreldrar hans eru Pétur Lár-
usson, f. 17.10. 1937 bóndi í Káranesi
Kjós, og Marta Finnsdóttir, f. 7.3.
1943, bóndi þar. Þau hafa þó brugðið
búi en synir þeirra tóku við búinu og
er sá elsti bóndi á jörðinni.
Synir Ásu Dagnýjar og Jóns
Smára eru Gunnar Smári Jónsson, f.
3.2. 2005, nemi í Krikaskóla; Arnar
Dagur Jónsson, f. 7.12. 2007, nemi í
Krikaskóla, og Steinar Kári Jónsson,
f. 14.6. 2010, leikskólanemi í Krika-
skóla.
Hálfbróðir Ásu Dagnýjar, sam-
feðra, er Steinn Gunnarsson, f. 27.9.
1970, kennari, búsettur í Danmörku.
Foreldrar Ásu Dagnýjar eru
Gunnar Guðmundsson, f. 9.4. 1947, d.
23.7. 1987, raftæknir í Mosfellsbæ, og
Kolbrún Jónsdóttir, f. 8.7. 1943, fyrrv.
verkakona í Mosfellsbæ.
Úr frændgarði Ásu Dagnýjar Gunnarsdóttur
Ása Dagný
Gunnarsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
húsfr. í Hjarðarholti
Gestur Bjarnason
b. í Miðdalskoti og
Hjarðarholti í Kjós
Ásbjörg Gestsdóttir
húsfr. í Rvík
Jón Jónsson
bifreiðarstj. Í Rvík
Kolbrún Jónsdóttir
verkak. í Mosfellsbæ
Margrét Jónsdóttir
húsfr. á Hunkubökkum
Jón Pálsson
b. á
Hunkubökkum
á Síðu
Margrét
Guðmundsdóttir
ljósmóðir í Rvík
Greta Jónsdóttir
fyrrv. fulltr. á Ísafirði
og í Rvík
Gunnar Jónsson
bifreiðastj. í Rvík
Samúel
Jónsson
húsasmiður
og málari
Guðbjörg Gestsdóttir
húsfr. í Rvík
Erna Guðlín Helgad.
búsett í Rvík
Stefán
Hjörleifsson
tónlistarmaður
Guðjón
Samúelsson
húsameistari
ríkisins
Guðný Jenný Ásmundsdóttir
fyrrum landsliðsmarkm. í
knattspyrnu
Sigríður Guðrún Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Konráð
Ingimundarson
sjóm. í Eyjum og
vélstj. í Rvík
Sigurveig Stella Konráðsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur Þ. Björnsson
málarameistari í Rvík
Gunnar Guðmundsson
raftæknir í Mosfellsbæ
sem lék með gullaldarliði
Fram í knattspyrnu
Margrét Vigfúsdóttir
húsfr. í Rvík
Björn Jóhannsson
frá Selnesi á Skaga, búsettur í Rvík
Bjarni Pétursson
rafvirki og sjómaður í
Bolungarvík
Lára Pétursdóttir
heildsali í Rvík
Jóhann Gylfi Gunnarsson
rennismiður og bílstj. í Rvík
Rannveig Gunnarsdóttir
bankam. Í Rvík
Hannibal fæddist í Fremri-Arnardal í Skutulsfirði 13.1.1903. Foreldrar hans voru
Valdimar Jónsson, bóndi þar, og k.h.
Elín Hannibalsdóttir.
Bróðir Hannibals var Finnbogi
Rútur, alþm. og bankastjóri.
Eiginkona Hannibals var Sólveig
Ólafsdóttir og urðu synir þeirra
landsþekktir, þeir Arnór heimspeki-
prófessor, Ólafur, rithöfundur og
fyrrv. vþm., og Jón Baldvin, fyrrv.
alþm. ráðherra, formaður Alþýðu-
flokksins og sendiherra.
Hannibal stundaði sjósókn og
verkamannavinnu á unglingsárum
og lauk prófi frá kennaraskólanum í
Jonstrup 1927. Hann var skólastjóri
í Súðavík 1929-31, stundaði skrif-
stofustörf hjá Samvinnufélagi Ísfirð-
inga, kenndi 1931-38 og var skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans á Ísafirði
1938-54. Hann hóf afskipti af verka-
lýðsbaráttu um 1930, var formaður
Verkalýðsfélags Álftfirðinga í tvö ár
og Verkalýðsfélagsins Baldurs á
Ísafirði 1932-39, forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða 1934-54 og for-
seti ASÍ 1954-71, bæjarfulltrúi á Ísa-
firði 1933-49, alþm. 1946-73 og
ráðherra í tveimur vinstristjórnum,
Hermanns Jónassonar 1956-58 og
Ólafs Jóhannessonar 1971-73.
Hannibal fór á þing fyrir Alþýðu-
flokkinn 1946, var formaður flokks-
ins 1952-54, klauf flokkinn 1956 og
gekk til kosningasamstarfs við
Sósíalista sem forsvarsmaður
Málfundafélags jafnaðarmanna und-
ir nafni Alþýðubandalags og var for-
maður þess 1956-68, skildi þá við Al-
þýðubandalagið og stofnaði Samtök
frjálslyndra og vinstrimanna 1969
og var formaður þeirra er þau unnu
stórsigur í þingkosningum 1971 og
felldu Viðreisnarstjórnina.
Samtök Hannibals tóku þá þátt í
nýrri vinstristjórn sem Hannibal
rakst illa í enda bendir ýmislegt til
að hann hefði fremur kosið að fram-
lengja Viðreisnarstjórn með Alþýðu-
flokki og Sjálfstæðisflokki en að
mynda nýja vinstristjórn. Hann lauk
síðan stjórnmálaferlinum í gamla
góða Alþýðuflokknum sem hann
hafði ungur gefið hjarta sitt.
Hannibal lést 1.9. 1991.
Merkir Íslendingar
Hannibal Valdimarsson
90 ára
Kristín Þórarinsdóttir
85 ára
Aðalberg Pétursson
Ingibjörg Gísladóttir
Kristján Halldórsson
Rannveig Friðriksdóttir
80 ára
Bjarni Guðráðsson
Gunnar Hólmgeir Jónsson
Ólafía S. Einarsdóttir
Ólafur Jóhannsson
Reynir Eiríksson
Sigrún Stella Ingvarsdóttir
75 ára
Aðalheiður Alfreðsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Lilja Guðbjörg
Magnúsdóttir
Sigmundur Tómasson
Sigvaldi Arnoddsson
Skúli Bergmann
Hákonarson
Sólveig Antonía
Þorgeirsdóttir
70 ára
Eðvarð Franklín
Benediktsson
Grétar Guðni Guðnason
Guðríður Sólveig
Þórarinsdóttir
Kolbrún Kjarval
Kristinn Ástvaldsson
Margrét Ingólfsdóttir
60 ára
Axel Jóhannes Yngvason
Gísli Jón Höskuldsson
Guðríður Ólafía
Magnúsdóttir
Hrafnhildur Jónsdóttir
Hörður Jónasson
Ingigerður Jónsdóttir
Jón Bjarnason
Magnús Ástvaldsson
Pálmey Gróa Bjarnadóttir
Sigurvaldi R. Hafsteinsson
Sigvaldi Guðjónsson
50 ára
Fanney Ósk Hallgrímsdóttir
Guðni Þór Skúlason
Hafsteinn Viktorsson
Hrafnhildur Proppé
Josef Nerud
Nanna Guðmundsdóttir
Ottó Másson
Stefán Bjarnhéðinsson
Wieslaw Grzegorz
Sadowski
Þórunn Ragnh
Sigurðardóttir
40 ára
Anney Bæringsdóttir
Bjarney Oddrún
Hafsteinsdóttir
Gestur Þórisson
Halldóra Andrésdóttir
Jenný V. Gunnarsdóttir
Laila Sæunn Pétursdóttir
Margeir Sæbjörnsson
Margrét A.R. Konráðsdóttir
Margrét Helgadóttir
Valdís Þorsteinsdóttir
Örvar Þór Ólafsson
30 ára
Dawid Patryk Król
Elfa Rún Kristinsdóttir
Guðrún Hafdís Thoroddsen
Jón Kristófer Jóhannsson
Julien Brice Fasseur
Kolbrún R. Ragnarsdóttir
Lilja Guðrún H.
Róbertsdóttir
Marcin Nerwinski
Ólafur Nils Sigurðsson
Velizar Antonov Marchovski
Til hamingju með daginn
30 ára Hrönn ólst upp á
Svalbarðseyri og Akureyri,
býr í Horsens í Danmörku,
lauk prófi í hársnyrtingu
2005 og starfar hjá Frisör
Morgenhår.
Maki: Steingrímur Jóns-
son f. 1979, nemi í Via Uni-
versity College.
Börn: Sonja Bríet, f. 2008,
og Helgi Sævar, f. 2010.
Foreldrar: Helgi Snæ-
bjarnarson, f. 1965, og
Helga Eymundsdóttir, f.
1959.
Hrönn
Helgadóttir
30 ára Magnús ólst upp í
Kópavogi, býr í Reykjavík,
lauk prófum í margmiðlun
við Margmiðlunarskólann
og starfar hjá Myndformi.
Maki: Erla Soffía Jóhann-
esdóttir, f. 1986, starfar
við ferðaþjónustu.
Foreldrar: Ingiberg
Magnússon, f. 1944,
myndlistarmaður, og
Guðrún Þórunn Gísladótt-
ir, f. 1953, landfræðingur
við Veðurstofuna. Þau
búa í Kópavogi.
Magnús Gísli
Ingibergsson
30 ára Sófus ólst upp í
Þorlákshöfn, er nú bú-
settur í Kópavogi, lauk
stúdentsprófi frá FSU og
er verslunarstjóri ELCO í
Lindum.
Börn: Alexander Árni, f.
2008, og Sara Lind, f.
2011.
Foreldrar: Hafsteinn Ás-
geirsson, f. 1949, sér-
fræðingur við ferjusigl-
ingar í Noregi, og Kristín
Árnadóttir, f. 1951, kaup-
maður í Noregi.
Sófus Árni
Hafsteinsson
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
FYRSTU SNJALL-
HEYRNARTÆKIN
Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru
vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum.
App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is