Morgunblaðið - 13.01.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
Á STIGUM, TRÖPPUM,
ÁSTÖNDUM OG
BÚKKUM Í YFIR
30 ÁR
Þarftu að
framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnst um of sótt að þér úr öll-
um áttum. Hvíldu þig augnablik ef þú þarft
eða fáðu þér kaffibolla.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur tekið á að hitta gamla vini
og rifja upp löngu liðna daga. Eftir nokkra
daga verður þessu öfugt farið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér virðist ætíð takast að vekja
hrifningu annarra. Markmið þitt næstu vik-
urnar verður að víkka sjóndeildarhringinn
með ráðum og dáð.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að huga vel að stöðu
þinni bæði í starfi og einkalífi. Treystu
innsæi þínu en bíddu þó til morguns með
að hrinda hugmyndum þínum í fram-
kvæmd.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að finna leið til þess að
vinna hugmyndum þínum brautargengi.
Leitaðu allra leiða til að nýta það.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er engin ástæða til þess að
láta smáatriði standa í veginum fyrir því
að tilskilinn árangur náist. Nú er rétti tím-
inn til að stefna félögunum saman til fund-
ar og leggja á ráðin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhverjir undirstraumar fljóta um
vinnustað þinn. Enda muntu uppskera í
ríkum mæli. Reyndu aðra og blíðari aðferð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitthvað á eftir að koma þér
svo á óvart að þú munt undrast þín eigin
viðbrögð. Reyndu að miðla málum á for-
dómalausan hátt. Hafðu það að leiðarljósi
að sannleikurinn er alltaf sagna bestur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef þú neitar að fara milliveginn
færðu þínu framgengt. Ef þú færð of mik-
inn tíma til þess að vinna eitthvað verður
útkoman miklu lakari en þegar skilafrestur
er skammur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Viðkvæmni gerir vart við sig í
nánu sambandi í dag. Vandkvæði tengd
samgöngum að undanförnu leysast. Ekki
er heldur úr vegi að sinna rómantíkinni og
sletta úr klaufunum með smáfólkinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver lofar þér öllu fögru í
dag, taktu því sem sagt er með fyrirvara.
Nú verður erfitt en gaman að komast að
safaríkasta hlutanum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ný ævintýri geta birst þér ef þú
hefur kjark til þess að brjóta upp venjur
hversdagsins. Búðu þig undir slíka ákvarð-
anatöku.
Gunnar Birgisson hefur veriðráðinn bæjarstjóri í Fjalla-
byggð, sem að sjálfsögðu kveikti í
vísnasmiðum á Boðnarmiði. Ár-
mann Þorgrímsson kvað Bjart yfir
Fjallabyggð:
Felst í sýn til framtíðar
fátt sem betra yrði.
Gunnar Birgis gerður var
greifi af Héðinsfirði.
Síðan orti hann um nýja tíma yfir
Fjallabyggð:
Grænka hlíðar, gróa börð
gulli skrýðast fjallatindar
Sælu blíðu Siglufjörð
sveipa þýðir hægri vindar.
--------
Aftur fyrstur er um sinn
afl þó missti skamma hríð
Eins og Kristur upprisinn
af sér hristir liðna tíð.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon lét
líka til sín heyra:
Aftur var nú orðinn kappi
einhvers virði:
Gunnar taldi að geðveikt yrði
gott að búa í Héðinsfirði.
Áslaug Benediktsdóttir sagði
þannig frá tíðindunum:
Hræring varð í hafinu
hratt gekk fiskisaga,
er Gunnar kom úr kafinu
á köldum Tröllaskaga.
Hjálmar Freysteinsson orti á
Boðnarmiði á laugardag:
Er líður á kvöldið viðmótsþýður ég verð,
verkadrjúgur og laginn,
en ég er með svolítið seinkaða
dægurgerð
og syfjaður allan daginn.
Hitt og þetta hafa menn um mig sagt;
hinu er ekki að neita,
að fyrir mér dagana oft hefur eyðilagt
ömurleg klukkuþreyta.
Ármann Þorgrímsson gerði
skemmtilega grein fyrir sjálfum sér
þegar hann upplýsti um ættir sínar
og uppruna á Boðnarmiði:
„Móðurætt: Ættarfylgjur Þor-
geirsboli og Hálsskorni Fúsi.
Þetta er norður-þingeyskt kyn
úr Þistilfirði og Núpasveit.
Menn kannski heyra klaufadyn
hvað svo gerist Boli veit.
Föðurætt: Ættarfylgjur óþekktar
(ónefndir pokaprestar).
Hæsta ber þar Hraunkotsætt
þeir halda mikið upp á grín.
Út í hana er svo bætt
einhverju frá Reykjalín.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af nýjum bæjarstjóra, klukku-
þreytu og ættarfylgjum
Í klípu
MARTEINN HATAÐI AÐ BORÐA EINN – EN
ELSKAÐI SPARNAÐINN SEM FYLGDI ÞVÍ.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞÚ VILJIR EKKI NEITT
AF ÞESSUM OSTI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja „ég elska
þig“ fyrst.
JÆJA, ODDI,
SÆKTU PRIKIÐ!
EFTIR AÐ
ÉG KASTA
ÞVÍ, EF ÞAÐ
HENTAR...
KJAMMS
ÉG HEF NOTIÐ ÞESS AÐ EIGA
ÞENNAN TESOPA MEÐ ÞÉR Í
EFTIRMIÐDEGINU, HELGA
OG ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT
AÐ FARA AÐ FÁ HEIMSENT Í
KVÖLDMATINN...
Einhver fróðlegustu og skemmti-legustu samtöl sem Víkverji á
þessi misserin eru við fimm ára
gamla sonardóttur hans. Óborgan-
legt að fylgjast með því þegar
blessuð börnin uppgötva heiminn,
hægt og bítandi.
Sú stutta hafði verið upplýst um
það að hefð væri fyrir því að fólk
óskaði sér einhvers við áramót og
tók hún því tækifæri að sjálfsögðu
fegins hendi. Eini vandinn, trúði
hún afa sínum fyrir, var að óskin
hafði af einhverjum ástæðum ekki
ræst. Allmörgum dögum eftir ára-
mótin. Og hvers óskaðir þú þér?
spurði afinn forvitinn. „Ég óskaði
mér þess að fá heitan pott og
trampólín í garðinn.“
x x x
Víkverji er með húsgest þessavikuna, unglingsstúlku frá
Grikklandi. Um er að ræða sam-
starfsverkefni framhaldsskólans
sem dóttir Víkverja stundar nám
við í Reykjavík og sambærilegs
skóla í Grikklandi og raunar mun
fleiri löndum. Erlendu nemend-
urnir koma hingað og dveljast á
heimilum íslensku nemendanna í
eina viku og síðan fara íslensku
nemendurnir utan og dveljast á
heimilum þeirra. Ekki er endilega
um bein skipti að ræða, þannig að
ekki er víst að dóttir Víkverja fari
til Grikklands, þótt hún kjósi það
raunar helst. Frakkland, Spánn,
Rúmenía og fleiri lönd koma líka
til greina. Víkverji stakk upp á því
að dóttirin skellti sér til Aser-
baídsjan en það er víst ekki í boði.
x x x
Víkverja þykir þetta sniðugtverkefni og vel til þess fallið
að kynna dóttur hans fyrir menn-
ingu framandi landa. Stíf dagskrá
er fyrir erlendu nemendurna alla
vikuna og fá þeir að sjá eitthvað
af landinu og blanda geði við ís-
lenska jafnaldra sína. Einhver
furðaði sig á því að hinir erlendu
gestir veldu að koma um miðjan
janúar en eflaust er það bara
meira ævintýri. Gefur þeim tæki-
færi til að upplifa kuldann, snjó-
inn og svo auðvitað það sem flest-
ir í hópnum tala sérstaklega um –
norðurljósin.
Vonandi láta þau sjá sig í vik-
unni. víkverji@mbl.is
Víkverji
Eins og hindin þráir vatnslindir þráir
sál mín þig, ó Guð. (Sálmarnir 42:2)