Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2015 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything í leik- stjórn James Marsh. Í kvikmyndinni er rakin saga eðlisfræðingsins Stephens Hawkings og eiginkonu hans, Jane. Er Jóhann fyrstur Ís- lendinga til þess að hljóta þessi virtu verðlaun en Björk Guðmundsdóttir hefur tvisvar hlotið tilnefningu til verðlauna á hátíðinni. Með sigri sín- um skaut Jóhann þekktum tónlist- armönnum, líkt og Trent Reznor, sem var tilnefndur fyrir tónlistina í Gone Girl og Hanz Zimmer fyrir Interstellar, ref fyrir rass. Á blaða- mannafundi Golden Globe sagði Jó- hann mikinn heiður að fá að taka þátt í verðlaunahátíðinni en hann væri enn að laga sig að umhverfinu. „Að hafa unnið er ótrúlegt. Þetta er rosalega gaman,“ sagði Jóhann. Þakkaði fjölskyldunni Jóhann var hógvær þegar hann tók við verðlaununum og í ræðu sinni tileinkaði hann þau fjölskyldu sinni á Íslandi og í Danmörku, og teyminu sem vann með honum að tónlistinni. Þakkaði hann leikstjór- anum James Marsh sérstaklega fyr- ir að bjóða sér að taka þátt í gerð myndarinnar sem hann sagði mikinn heiður. Þá sagði hann einnig að gæði handritsins, leikstjórnarinnar og frammistaða leikaranna hefði gert starf hans mun auðveldara en ella. Óskarsverðlaunin á næsta leiti Kvikmyndin hefur nú þegar hlotið mikið lof gagnrýnenda og unnið til fjölda verðlauna. Myndin hlaut fjór- ar tilnefningar til verðlauna á Gol- den Globe en auk Jóhanns fékk Ed- die Redmayne, sem fer með hlutverk Stephen Hawkings, verð- laun fyrir hlutverk sitt í myndinni. Felecity Jones var einnig tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem eiginkona Hawkings í flokknum um bestu leik- konu í aðalhlutverki og hlaut myndin tilnefningu sem besta dramatíska kvikmyndin. Jóhann er einnig tilnefndur til BAFTA-verðlauna í Bretlandi en báðar tilnefningarnar þykja vís- bendingar um tilnefningu til hinna eftirsóttu Óskarsverðlaunanna. Enginn Íslendingur hefur hlotið þau verðlaun. Jóhann hefur um langt skeið verið virkur við tónsmíðar en hann hefur náð athygli heimsbyggðarinnar á undanförnum árum. Rokkunnendum barst tónlist Jóhanns hvað fyrst til eyrna þegar hann lék á hljómborð og gítar með hljómsveitinni HAM sem var hvað virkust á árunum 1988 til 1994. Þá vakti hann fyrst athygli sem tónskáld fyrir tónlist sína við leikritið Englabörn 2001 en samnefnd plata var gefin út. Árið 2004 var Jóhann farinn að láta almennilega til sín taka á sviði kvik- myndatónlistar en þrjú lög af plötunni Englabörn voru notuð í kvikmyndinni Wic- ker Park. Hefur tónlist hann verið notuð í ýmsum verkum í Bandaríkjunum en Jó- hann samdi til dæmis tónlistina fyrir heimildamyndina The Miners’ Hymns eftir Bill Morrison og spilaði tónlistin stóran sess í henni. Jóhann var orðaður við Óskarinn árið 2013 fyrir frumsamda tónlist sína í spennutryllinum Prisoners. Gæti svo farið að hann hreppti þessi eftirsóttu verðlaun í ár en undanfarin sjö ár hafa Golden Globe-verðlaunahafar fyrir bestu frum- sömdu tónlist einnig hlotið verðlaun á Óskarsverðlaununum. Tölfræðin hliðholl Jóhanni VERÐLAUNAÐUR ROKKARI Golden Globe-hátíðin í Los Angeles Ótrúlega gaman að hafa unnið  Jóhann Jóhannsson hlaut fyrstur Íslendinga Golden Globe-verðlaun ATP Sigur Jóhann Jóhannsson var sigri hrósandi með verðlaunin sem hann hlaut á Golden Globe-kvikmyndahátíðinni. AFP Bestur Eddie Redmayne var verðlaunaður fyrir hlutverk sitt sem Stephen Hawking í kvikmyndinni. Þekktasti höfundur franskra teikni- myndasagna, hinn 87 ára gamli Al- bert Uderzo, skapari sagnanna um Ástrík, er sestur í helgan stein. Hann hefur nú birt tvær nýjar teikn- ingar til að sýna samstöðu með fórn- arlömbum árásarinnar á ritstjórn tímaritsins Charlie Hebdo. Teikningarnar birtust fyrst í franska dagblaðinu Le Figaro og hafa síðan verið birtar víða. Önnur teikningin sýnir Ástrík slá andstæðing hátt í loft upp um leið og hann segir reiður: „Moi aussi je suis un Charlie“ – Ég er líka Charlie. Hin myndin er skissulegri og sýn- ir félagana Ástrík og Steinrík drúpa höfði, þeir hafa tekið niður hjálma sína og Ástríkur réttir fram rós. Hundur Ástríks, Krílríkur, lítur sorgmæddur til áhorfandans. „Ég er ekki að breyta verkum mínum heldur vil ég einungis hylla teiknarana sem guldu fyrir teikn- ingar sínar með lífinu,“ er haft eftir Uderzo í Le Figaro. „Hvernig getur nokkur gert svona lagað? Hvernig getur fólk sem þykist vera mennskt myrt fólk sem það hefur aldrei hitt en telur að það hafi sagt eitthvað rangt og sé réttdræpt upp frá því? Þetta er brjálæði,“ segir Uderzo. „Nú taka ungir teiknarar við kefl- inu og ég óska þess að þeir stígi kjarkmiklir fram. Þeir munu aldrei gleyma því hvernig starfsbræður þeirra voru leiknir – enginn hefði getað búist við þessu.“ Viðbrögð Í nýjum teikningum bregðast Uderzo og Ástríkur við ódæðunum. Kappinn Ástríkur er líka Charlie

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.