Morgunblaðið - 13.01.2015, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Björn hætti samdægurs
2. Eyþór fann ástina á Tinder
3. Mamma bannar annað legóverkefni
4. Birmingham „alfarið múslímsk“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Unglingsstúlkur verða í sviðsljós-
inu hjá Gaflaraleikhúsinu í Hafnar-
firði annað kvöld þegar það frum-
sýnir leikritið „Konubörn“ sem er
samið og leikið af sex stúlkum. Verk-
inu leikstýrir Björk Jakobsdóttir.
Unglingsstúlkurnar
semja og leika
Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir, mynd-
listarmaður og
formaður Sam-
bands íslenskra
myndlistarmanna,
heldur klukkan 17
í dag fyrirlestur í
Ketilhúsi Lista-
safnsins á Akur-
eyri. Í erindinu, sem Jóna Hlíf kallar
„Kjarna“, fjallar hún um listsköpun
sína en einnig um starf sitt sem for-
maður SÍM.
Formaður SÍM fjallar
um list og félagsmál
Sunna Gunnlaugs píanisti hefur
flakkað víða um lönd síðustu misseri
ásamt tríói sínu. Í kvöld kemur tríóið
fram á djasskvöldi í KEX Hostel við
Skúlagötu, ásamt Snorra Sigurð-
arsyni trompetleik-
ara. Auk Sunnu
skipa Þorgrímur
Jónsson og
Scott McLemore
tríóið og flytja
þau úrval sí-
gildra
djass-
laga.
Tríó Sunnu kemur
fram ásamt Snorra
Á miðvikudag Norðlæg átt 10-18 m/s, hvassast norðantil og él,
en léttskýjað um landið sunnan- og suðvestanvert. Frost 1 til 10
stig, kaldast inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-20 m/s og él, en 18-23 suð-
austantil. Dregur úr vindi eftir hádegi og léttir heldur til syðra.
Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.
VEÐUR
Þórsarar stimpluðu sig af
krafti inn í baráttuna um
sæti í úrslitakeppni Dom-
inos-deildar með sigri á ÍR í
gærkvöldi. Þeirra langbesti
maður var Vincent Sanford
sem lék algjörlega lausum
hala og skoraði alls 42 stig,
þar af 29 í fyrri hálfleik ein-
um. Benedikt þjálfari sagði
kauða ekki einu sinni
hafa verið nálægt því
að sýna slíka takta á
æfingum. » 2
Þórsarar með í
baráttunni
„Olísdeild kvenna í handknattleik er
jafnari og meira spennandi en síðustu
ár,“ segir Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir, línu-
maður úr
Gróttu, en
Seltjarn-
arnesliðið
virðist nú
tilbúið til að
berjast um
titlana við
Fram, Stjörn-
una og ÍBV, jafnvel
fleiri lið, eftir að hafa
fengið Önnu og Karól-
ínu Bæhrenz til sín
fyrir tímabilið. Rætt er
við Önnu um stöðu
mála í deildinni í
íþróttablaðinu í
dag. » 2-3
Deildin jafnari og meira
spennandi í vetur
„Ég má stíga aðeins inn á æfingarnar
með liðinu. Ég get verið með í vörn-
inni til að byrja með en má ekki lenda
í návígi í sókninni. Þó enn sé smá í
land þá eru þetta góðar fréttir,“ segir
Þorgerður Anna Atladóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, meðal annars í
samtali við Morgunbalðið í dag. Hún
fór í sína aðra aðgerð vegna axlar-
meiðsla í byrjun ágúst. »4
Fimm mánuðir liðnir frá
aðgerðinni hjá Þorgerði
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Sigurður Helgason, yfirmatreiðslu-
meistari Grillsins, mun keppa í
lokakeppni matreiðslukeppninnar
Bocuse d’Or sem haldin verður í
Lyon í Frakklandi dagana 27. og
28. janúar. Sigurður mætir ekki
óundirbúinn til leiks því hann hefur
verið að æfa sex daga vikunnar
ásamt hjálparkokkum sínum
Rúnari Pierre Heriveaux, Hinriki
Erni Lárussyni og Karli Óskari
Smárasyni síðan um miðjan sept-
ember.
Í keppninni mun Sigurður fram-
reiða franskan vatnaurriða og
perluhænu ásamt meðlæti. Hljóm-
ar einfalt en er það alls ekki.
„Dómarar biðja um þjóðleg áhrif
í útliti og bragði af réttunum. Ég
spila með reyk, sem við notum mik-
ið hér á Íslandi, ég nota íslenskan
hreindýramosa og einiber sem ég
tíndi í sumar og svo er ég að vinna
með íslenska náttúru, stuðlaberg
og hraun,“ segir Sigurður.
Margt annað sem spilar inn í
Matreiðslumennirnir mæta í æf-
ingaeldhúsið snemma á morgnana.
Vinnudagurinn er langur og
strangur og stendur yfirleitt fram
á kvöld.
„Það hljómar skrýtið að æfa að
matreiða tvo rétti frá september
fram í janúar en það er svo margt
annað sem spilar inn í. Það er
hönnun, skipulag, okkar líkamlega
form, sérsmíði og annað sem kem-
ur við sögu. Vissulega hljómar
þetta sem langur tími en undirbún-
ingurinn er mjög nauðsynlegur.“
Sigurður segir að á bak við
keppnisdaginn sé mikil vinna en
liðið sé gott og þeir viti alveg hvað
þeir séu að gera.
„Þessi tími, fimm og hálf klukku-
stund, sem keppnin stendur yfir, er
eins og að hlaupa spretthlaup í
fimm og hálfa klukkustund. Álagið
er gríðarlegt, hraðinn mikill, það
skiptir máli að líkaminn og einbeit-
ing ráði við allt sem þarna verður í
gangi.“
Alls munu 24 af fremstu kokk-
um heimsins keppa um hylli dóm-
ara. Lokahnykkur undirbúnings
íslenska liðsins stendur nú yfir og
það var mikið um að vera í eldhús-
inu þegar Morgunblaðið bar að
garði í gær.
„Við fáum klukkutíma til að stilla
upp kvöldið áður og það verður að
æfa það. Eftir eldamennskuna
fáum við líka klukkustund til að
þrífa og ganga frá. Það þarf því allt
að ganga upp.“
Æft fyrir óvissuna í Bocuse d’Or
Sigurður Helga-
son hefur æft
nánast daglega
síðan í september
Morgunblaðið/Þórður
Á æfingu Rúnar og Sigurður með hráefnið, perluhænu og urriða. Áður en keppnin hefst fær Sigurður að kíkja í
hálftíma á markað í Lyon til að velja sér hráefni en hann veit ekki hvað verður þar á boðstólum.
Sigurður og félagar létu sérsmíða
fyrir sig eftirmynd af eldhúsinu
sem verður í Lyon. Allt laust pláss
er nýtt til hins ýtrasta. „Eldhúsið
skiptir máli því hér æfum við hreyf-
ingar og reynum að nýta hverja sek-
úndu því hún skiptir máli.
Ætli við séum ekki að fara með
til Lyon rúmlega tonn af tækjum og
tólum og rúmlega 100 kíló af mat-
vælum. Þetta hljómar svolítið mikið
því við erum jú bara að elda 14
skammta af hvoru.“ Kostnaðurinn
er mikill og hleypur á tugum millj-
óna en á bak við Sigurð er Bocuse-
akademían og fleiri styrktaraðilar.
„Þetta er risastórt verkefni og það
skiptir öllu að vera með góða aðila
á bak við sig. En allt sem umfram er
tek ég á mig,“ segir Sigurður tilbú-
inn að skrá nafn sitt í Bocuse-
sögubækurnar.
Tonn og tugir milljóna
EKKI BARA HNÍFAR OG BRÝNI FARA MEÐ TIL LYON