Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 10
mínum, níu ára gömlum Hyundai Getz, og spurði mig hvort ég ætl- aði ekki að fara að fá mér nýjan. Fór hann mikinn þar sem hann sagði mér frá nýja bílnum sínum. Ég man ekki tegundina en hann var svartur og minnti mig pínulítið á Batman-bílinn. Hvað sem því líð- ur þá leið honum eins með Bat- man-bílinn sinn og mér þegar ég eignaðist Levi’s-gallabuxurnar forðum daga og síðar þegar ég eignaðist Huyndainn. Ég varð hugsi þegar vinur minn fór að tala um bílinn minn. Getur verið að hann hafi nokkuð til síns máls? Ætti ég að skipta um bíl? Úr varð að ég setti bílinn á bílasölu. Stóð hann þar í smástund þar til einn daginn að ég fékk sanngjarnt til- boð í bílinn. Eitt hafði þó breyst. Í millitíðinni hafði ég kynnst gulu Pringles og var það mik- ilvægara en nýr bíll. Ég hugs- aði mig ekki tvisv- ar um og neitaði tilboð- inu og velti því fyrir mér hvað hefði orðið um Levi’s- gallabuxurnar. Hvað er ég? Hver er ég?Hvaðan kom ég? Hvertstefni ég? … Ég veitþað ekki og ég nenni ekki að spá í það. Það eina sem ég veit á þessari stundu er að ég er með æði fyrir gulu Pringles. Þetta er niðurstaða mín eftir áralanga leit í kimum heimspeki, og lista (lesist youtubeklippur og kvikmyndir) og er ég nokkuð sátt- ur við mikilvægi guls Pringles í lífi mínu að svo stöddu. Áður en ég kynntist gulu Pringl- es ólst ég upp í Breiðholtinu og renndi mér á bala niður ísilagða hóla Fellahverfisins. Enginn Stiga-sleði fyrir þennan. Þrátt fyr- ir það þótti eldri systkinum mínum heldur mikið dekrað við örverpið. Helgaðist það af því að þau máttu sætta sig við að klæðast fötum hvert af öðru á meðan ég, prinsinn á heimilinu, fékk öðru hvoru keypt á mig ný tískuföt. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar foreldrar mínir gáfu mér 12 ára gömlum Levi’s 501-gallabuxur eftir þriggja mánaða væl. Það var mikil gleði sem markaði tímamót. Þannig voru Levi’s-gallabuxurnar tímanna tákn sem í mínum huga marka upphaf góðærisins. Nýlega varð mér hugsað til Levi’s-buxn- anna. Þannig er nefnilega mál með vexti að góður félagi minn gerði nýlega gys að bílnum »Það eina sem égveit á þessari stundu er að ég er með æði fyrir gulu Pringles. HeimurViðars Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Malín Brand malin@mbl.is S igríður Ella, eða Sigga Ella eins og hún er köll- uð, lauk námi í Ljós- myndaskólanum fyrir ári. Útskriftarverkefnin voru tvö og hvort um sig æði áhugavert. Annars vegar vann hún ljós- myndabók um hljómsveitina Blood- group sem hún fylgdi eftir á árunum 2011-2013 og hins vegar var það myndaröðin Fyrst og fremst er ég, sem minnst var á hér að ofan. „Ég mynda það sem mér þykir áhugavert og reyni kannski að koma ein- hverjum skilaboðum á framfæri,“ segir Sigga Ella og það var sannar- lega raunin í verkefninu Fyrst og fremst ég. „Hugsunin að baki er sú hvort við séum smám saman að út- rýma fólki með Downs-heilkenni í kjölfar tækninnar,“ segir hún. En hvað varð til þess að Sigga Ella fór að velta þessum málum fyrir sér? „Systir pabba míns var með Downs-heilkenni og ég var mikið í kringum hana þegar ég var að alast upp og þótti rosalega vænt um hana,“ segir Sigga Ella sem hefur hugleitt hve miklu fátækari hún væri hefði hún aldrei fengið að kynnast frænku sinni. Þegar hún var að velta því fyrir sér hvernig hún gæti tengt málefnið útskriftarverkefninu sínu heyrði hún áhugavert útvarpsviðtal og þar með var hugmyndin komin. „Þar voru þessi siðferðilegu álitamál rædd, hvort rétt sé að velja einstaklinga, einn frekar en annan, til að vera til. Þá ákvað ég að þetta skyldi verða út- skriftarverkefnið mitt og þá komu hugmyndir eins og að þetta skyldu verða tuttugu og ein mynd út af því að þeir sem eru með Downs- heilkenni hafa aukaeintak af litningi 21, þrjá í stað tveggja,“ segir Sigga Ella sem lætur sig málið varða. Útskriftarsýning á flakki Myndaröðin hefur verið sett upp nokkuð víða og á eftir að fara víðar. Eftir útskriftarsýninguna fór Sigga Ella með hana til Akureyrar og síðasta sumar var sýningin á menningarhátíð Sólheima. Á menn- ingarnótt hún á Kex hostel í Reykja- vík og þann fimmta febrúar verður hún sett upp í Skotinu í Ljósmynda- safni Reykjavíkur og þar fær hún að standa til loka marsmánaðar. Myndaröðin fer því næst á sýn- inguna Photo Art í Varsjá í Póllandi. Það hefur því verið sérlega ánægju- legt að kynna myndaröðina og segir Sigga Ella að það hafi ekki síður ver- ið ánægjulegt að vinna að henni. „Ég kynntist frábæru fólki og var einmitt með þeim í fyrra þegar það var árs- hátíð hjá þeim og þá setti ég sýn- inguna upp hjá þeim.“ Vinirnir sem hún eignaðist við vinnslu útskriftarverkefnisins eru á ýmsum aldri. Sá yngsti var níu mán- aða og sá elsti sextugur. „Ég passaði upp á það í þessu verkefni að hafa aldursbilið breitt og mig langaði líka til þess að hafa kynjaskiptinguna jafna,“ segir hún. Bloodgroup og fleiri Hljómsveitin Bloodgroup stóð Siggu Ellu nærri, meðal annars vegna þess að maðurinn hennar var einn hljómsveitarmeðlima. „Þess vegna byrjaði ég að dokúmentera þau. Svo hélt ég því áfram eftir að ég byrjaði í skólanum,“ segir hún. Af- raksturinn má sjá í myndarlegri bók sem hefur selst vel erlendis. Rithöf- undurinn Yrsa Sigurðardóttir skrif- aði formála bókarinnar og segist Sigga Ella mjög ánægð með útkom- una. Hún hefur myndað fleiri hljóm- sveitir og má þar til dæmis nefna Lilly The Kid, Oyama og Hallelujah. Meistararnir og pelsarnir Síðsumars var Sigga Ella svo lánsöm að hljóta styrk til þátttöku í vinnustofu (e. workshop) hjá hinum einstaka ljósmyndara Mary Ellen Mark sem margsinnis hefur komið hingað til lands og haldið vinnustof- ur ásamt Einari Fal Ingólfssyni og fleirum. „Ég var nemi á námskeiðinu árið áður og það var virkilega lær- dómsríkt,“ segir Sigga Ella. Styrkurinn sem hún hlaut var frá Samtökum feldskera í Evrópu og Photo Expeditions. „Þá var skilyrði að ég myndi gera tvö mismunandi myndaverkefni þar sem ég myndi vinna með feld sem ég fékk frá Egg- erti feldskera,“ segir hún. Auk þess vann hún sitt eigið verkefni. „Þar vildi ég veita fólki innsýn inn í líf fólks með Alzheimers-sjúkdóminn. Myndaröðin heitir Vegamót eða Crossroads.“ Sigga Ella hafði unnið á Grund á sérstakri deild fyrir heila- bilaða. Hún fékk leyfi hjá fjölskyld- Klædd upp í pels í frystihúsinu Ljósmyndarinn Sigríður Ella Frímannsdóttir hefur mikinn áhuga á fjölbreyti- leika mannlífsins og hefur verið ötul við að fanga mannlífið á ljósmyndir. Ljós- myndaröð hennar, Fyrst og fremst er ég, hefur vakið verðskuldaða athygli en hún er af tuttugu og einni manneskju með Downs-heilkenni. Ljósmynd/Sigga Ella Pelsinn í Nauthólsvíkinni „Mig langaði að vera með pelsinn þar sem hann á í rauninni ekki heima. Það eru ekkert allaf allir í pels,“ segir Sigga Ella. Ljósmynd/Sigga Ella Bloodgroup Sigga Ella vann ljósmyndabók um hljómsveitina Bloodgroup sem hún fylgdi eftir á árunum 2011-2013 og er þetta m.a. afraksturinn. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar til funda um kjaramál. Ræddar verða áherslur félagsins í kjarasamningaviðræðum 2015. Félagsmenn eru hvattir til aðmæta Sýnum samstöðu - við berum sameiginlega ábyrgð á kjörum hjúkrunarfræðinga. Allar nánari upplýsingar um fundastaði er að finna á heimasíðu félagsins: http://www.hjukrun.is/kjaramal-2015/ Kjarafundir 2015 26. janúar Suðurnes/Keflavík kl. 14:00 27. janúar Siglufjörður kl. 11:00 Húsavík kl. 16:00 Akureyri kl. 20:00 29. janúar Norðfjörður kl. 13:00 Egilsstaðir kl. 17:00 28. janúar Sauðárkrókur kl. 11:00 Blönduós kl. 14:00 9. febrúar Stykkishólmur kl. 11:00 Akranes kl. 16:15 2. febrúar Ísafjörður kl. 14:00 12. febrúar Vestmannaeyjar kl. 12:00 11. febrúar Vík kl. 12:00 Selfoss kl. 16:30 18. og 19. febrúar Reykjavík kl. 16:30 17. febrúar Reykjavík kl. 16:30 Starfsmenn Reykjavíkurborgar Fundarstaðir og tímar eru eftirfarandi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.