Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Ekkert mál Það er sannarlega ekkert mál að taka strætó og það er gaman þegar höfuðföt vegfarenda tóna svo skemmtilega við auglýsingaliti og innkaupapoka sem raun ber vitni hér.
Eggert
Ungur piltur var
með fyrstu frétt í
sjónvarpi RÚV sem
svo hefur slegið í
gegn og verið ræki-
lega fylgt eftir þar á
bæ. Samkvæmt frétt-
inni eiga 10% Íslend-
inga 75% eignanna.
Þessa dagana er RÚV
í boði okkar sjálf-
stæðismanna og trú-
boðið er sem aldrei fyrr. Hann fór
yfir eignaskiptingu landsmanna
sem er misjöfn líkt og
annars staðar. Auðvit-
að gat hann ekki stillt
sig um rangfærslur.
Hann sagði öll verð-
bréf metin til verðs á
nafnvirði sem er auð-
vitað reginfirra.
Á misjafnri eigna-
skiptingu eru auðvit-
að margar eðlilegar
skýringar. Hún getur
aldrei orðið jöfn.
Flestallir byrja með
tvær hendur tómar og
efnast eitthvað með aldrinum.
Aldur skýrir því misjafna eigna-
skiptingu að töluverðu leyti.
Skuldir eru skráðar á uppreiknuðu
verði með áföllnum verðbótum.
Sumar skuldir verða aldrei
greiddar að fullu, t.d. námslán þar
sem endurgreiðslur fara eftir
tekjum. Jafngildi tveggja þriðju
hluta útlána LÍN falla því t.d. sem
kostnaður á ríkissjóð. Fasteignir
eru metnar á fasteignamatsverði.
Því eru eignir hins venjulega íbúð-
areiganda vanmetnar. Skartgripir,
listmunir, innbú o.s.frv. koma
hvergi til álita. Svo má áfram
halda.
Ríkasta prósentið er væntanlega
atvinnurekendur. Atvinnutækin
eru skráð á þeirra nafn og því bet-
ur sem þeim gengur, þeim mun
betur vegnar okkur hinum. Hagn-
ist þeir geta þeir borgað hærra
kaup. Hvorki borða þeir skipin né
hugbúnaðinn; sem sé neysla og
ríkidæmi er fjarri því að vera það
sama. Hverjum dettur í hug að
10% Íslendinga eyði 75% þjóð-
arframleiðslunnar? Tölfræði af
þessum toga hefur afskaplega lítið
upplýsingagildi.
Gamall verðlaunablaðamaður
var að býsnast yfir ójöfnuðinum
um daginn því að hætt hafði verið
að tvískatta arð og söluhagnað. Og
kenndi íhaldinu um. Hann vissi
ekki að ríkisstjórnin sem hann var
blaðafulltrúi fyrir hafði leiðrétt
eigin mistök og hætt tvískött-
uninni! Við trúboðana er þetta að
segja: Öfundin er undirrót alls ills.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson » Þessa dagana er
RÚV í boði okkar
sjálfstæðismanna og
trúboðið er sem aldrei
fyrr.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er löggiltur endurskoðandi
og hæstaréttarlögmaður.
Af fátækt og ríkidæmi á Íslandi
Á undanförnum ár-
um og áratugum hafa
miklar hræringar átt
sér stað – í stjórn-
málum, meðal almenn-
ings, og innan fræða-
samfélagsins – hvað
varðar leiðir til að
auka lýðræðislega
þátttöku og aðkomu al-
mennings að opinber-
um ákvörðunum. Þess-
ar hræringar birtust ekki síst hér á
landi í kjölfar efnahagshrunsins
haustið 2008 þegar mikil vakning
varð meðal almennings um nauðsyn
þess fyrir lýðræðið að almenningur
tæki virkari þátt í allri ákvarð-
anatöku.
Lýðræði grundvallast á þeirri
hugmynd að almenningur, „lýð-
urinn“, ráði. Stjórnkerfi lýðræð-
isríkis verður fyrst og síðast að taka
mið af þörfum og afstöðu almenn-
ings og þátttökulýðræði miðar að
því að auka þessi áhrif almennings.
Þátttaka almennings getur verið af
ýmsum toga, s.s. að forgangsraða,
skilgreina markmið, leggja fram til-
lögur eða hlutast til um niðurstöðu.
Þátttökulýðræði er mismikið eftir
samfélögum og er
sjaldan í andstöðu við
hefðbundið fulltrúa-
lýðræði á borð við það
þingræði sem við lýði
er á Íslandi, þvert á
það sem margir halda.
Réttara er að líta á það
sem viðbót eða fram-
lengingu á fulltrúa-
lýðræðinu. Í hefð-
bundnu fulltrúalýðræði
er þátttaka vissulega
takmörkuð að jafnaði
við kosningar á fjög-
urra ára fresti, en í þátttökulýðræði
bætist við að almenningur getur
haft áhrif með ýmsu móti á opinber-
ar ákvarðanir oftar og með virkari
hætti.
Svokölluð þátttökuferli gefa fólki
færi á að móta eigin afstöðu og
koma henni á framfæri og í fram-
kvæmd. Þau veita kjörnum fulltrú-
um aðhald og mikilvægar upplýs-
ingar um viðhorf og áhuga kjósenda
en rökin fyrir beitingu þátttökuferla
eru meðal annars að þær upplýs-
ingar sem fást í gegnum kjörklefann
á fjögurra ára fresti gefa oft heldur
óskýra mynd af valröðun kjósenda í
einstökum málum.
Þá snýst þátttökulýðræði ekki
einungis um atkvæðagreiðslur held-
ur einnig um að gera tilraunir með
breytt vinnulag á ýmsum sviðum til
að auka aðkomu almennings að
stefnumótun. Í sumum tilvikum snú-
ast þessar tilraunir um að kanna af-
stöðu almennings til tiltekinna mála
eftir að hafa kynnt sér málið og rætt
það til hlítar. Í öðrum tilvikum kem-
ur fólk saman til að móta stefnuna
beint, eins og í svokallaðri þátttöku-
fjárhagsáætlanagerð. Þá hafa verið
skapaðar leiðir þannig að almenn-
ingur geti sett mál á dagskrá þjóð-
þinga og þau þannig hlotið umræðu.
Einna frægust þessara tilrauna er
þátttökuákvarðanaferlið sem komið
var á fót í árlegri fjárhagsáætl-
anagerð brasilísku borgarinnar
Porto Alegre árið 1989. 8% borg-
arbúa taka þátt í ferlinu árlega og
hefur reynslan verið afar jákvæð
þótt tekið hafi nokkur ár að þróa
ferlið. Meðal þeirra breytinga sem
áttu sér stað í kjölfar þessara lýð-
ræðisumbóta er að spilling hvarf,
enda um opið og gagnsætt ferli að
ræða, fjármunir fluttust til fátækari
svæða og grasrótarstarf efldist til
muna. Tekið skal fram að í borginni
býr um ein og hálf milljón, þ.e.a.s.
fjórum til fimm sinnum fleiri en á
Íslandi öllu, og hefur ferlið gengið
vel þrátt fyrir þann mikla fjölda
fólks sem kemur að ákvarðanatök-
unni.
Annað áhugavert dæmi um þátt-
tökulýðræði í verki átti sér stað árin
2004-2005 í Bresku Kólumbíu í Kan-
ada í kjölfar umræðna um breyt-
ingar á kosningakerfi fylkisins.
Ákveðið var að skipa slembivalsþing
þar sem 158 fulltrúar voru valdir af
handahófi úr þjóðskrá, en þó þannig
að kynjahlutföll voru jöfn, aldurs-
dreifing endurspeglaði aldursdreif-
ingu þjóðarinnar, og jafnmargir
fulltrúar komu úr hverju kjördæmi
fylkisins. Einnig voru skipaðir á
þingið fulltrúar frumbyggja, sem
eru minnihlutahópur í Kanada, auk
forseta þingsins sem skipaður var
sérstaklega. Eftir að hafa fengið ýt-
arlega fræðslu og tekið þátt í mikl-
um umræðum sín á milli komst yf-
irgnæfandi meirihluti fulltrúanna að
sameiginlegri niðurstöðu um tillögu
að breytingum á kosningakerfinu.
Tillagan var svo sett í þjóðarat-
kvæðagreiðslu og hlaut 57,69% at-
kvæða en náði þó ekki fram að
ganga vegna þess að gerð hafði ver-
ið krafa um aukinn meirihluta, eða
60% atkvæða, til að samþykkja
breytingar á kosningakerfinu.
Það er knýjandi nauðsyn að
reynsla síðustu ára verði nýtt með
skipulegum hætti og þátttaka al-
mennings í opinberri stefnumótun
verði aukin. Því hef ég ákveðið að
leggja til ásamt fleiri þingmönnum
frá Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði, Samfylkingu, Bjartri
framtíð og Pírötum að Alþingi feli
ríkisstjórninni að skipa nefnd um
lýðræðisleg ákvarðanaferli með
beinni þátttöku almennings í op-
inberri stefnumótun. Markmiðið
með vinnu nefndarinnar verði að
auka þátttöku og aðkomu almenn-
ings í opinberum ákvörðunum í
samræmi við hugmyndir um þátt-
tökulýðræði. Það er von mín að
þessi tillaga megi hljóta braut-
argengi á Alþingi Íslendinga og Ís-
lendingar verði í fararbroddi hvað
varðar þróun þátttökulýðræðis og
aukin áhrif almennings til framtíðar.
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur » Það er knýjandi
nauðsyn að reynsla
síðustu ára verði nýtt
með skipulegum hætti
og þátttaka almennings
í opinberri stefnumótun
verði aukin.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Þróum lýðræðið, aukum áhrif almennings