Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Konan lést af mannavöldum
2. Ömurlegasta afmælisgjöf í heimi
3. Fólk stendur skíthrætt á …
4. Eðluæði sprengir ostasöluna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Vulnicura, nýjasta breiðskífa Bjark-
ar sem gefin var út á iTunes í fyrra-
dag eftir að ljóst varð að upptök-
unum hefði verið lekið á netið, er
þegar orðin mest sótta plata iTunes í
yfir 30 löndum, þ.á m. Bretlandi,
Mexíkó, Brasilíu, Danmörku, Spáni,
Suður-Afríku, Svíþjóð og Rússlandi.
Vulnicura er nú fáanleg á Íslandi til
niðurhals á Tónlist.is. Platan hefur
fengið lofsamlega umfjöllun á sam-
félagsmiðlum og fjölmiðlum, m.a.
dagblöðunum Telegraph og New York
Times. Björk segir frá aðdraganda og
vinnslu plötunnar á heimasíðu sinni,
www.bjork .com. Segir þar m.a. að
hún hafi staðið sig að því að skapa
verk sem býr yfir sárri sorg.
Vulnicura Bjarkar á
toppi iTunes-lista
Bandaríska myndlistarkonan Caro-
lee Schneemann verður heiðurs-
gestur Sequences-myndlistar-
hátíðarinnar sem haldin verður
10.-19. apríl. Schneemann er 75 ára
og einn af brautryðjendum gjörninga-
listar. Hún hóf að fremja gjörninga á
fyrri hluta sjöunda áratugarins þegar
listformið var nýtt af nálinni og eru
verk hennar mörg hver hlaðin sam-
félagslegum ádeilum og femínískum
gildum og hafa verið sýnd á helstu
samtímalistasöfnum
heims. Af þeim sem
sýna munu á Se-
quences má nefna
Ed Atkins, Sally
O’Reilly, Kris Lem-
salu, Anne Haan-
ing, Margréti H.
Blöndal og Finn-
boga Pétursson.
Carolee Schneemann
gestur Sequences
Á laugardag Vestlæg átt, 8-13 m/s, él á stöku stað, kalt í veðri, en
gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu eða slyddu.
Á sunnudag Suðvestan hvassviðri eða jafnvel stormur, skúrir og
síðar él, en heldur hægari og úrkomulítið NA-til. Kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hvasst, einkum við suður- og vest-
urströndina. Kólnar smám saman, frost 0 til 7 stig síðdegis.
VEÐUR
Niðurlæging, svartnætti voru tvö fyrstu orðin sem komu upp í hugann þegar
flautað var til leiksloka í viðureign Íslendinga og Tékka í Katar í gærkvöldi. Ís-
lenska landsliðið verður nú að vinna sterkt lið Egypta á morgun. »2-3
Niðurlæging og svartnætti í Doha
Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn
Stefan Bonneau, sem kom til liðs við
Njarðvíkinga um áramótin, ætlar
heldur betur að reynast þeim happa-
fengur. Hann var áfram í aðal-
hlutverki í gærkvöld þegar Njarðvík
vann góðan útisigur á ÍR í
úrvalsdeildinni. Á Sauð-
árkróki varð Tindastóll
fyrsta liðið til að leggja
KR-inga að velli á
þessu keppn-
istímabili.
»1, 4
Bonneau happafengur
og KR tapaði fyrsta leik
„Við byrjuðum á að moka holu sem við
stukkum ofan í hver á fætur öðrum. Þetta
er mjög slæmt hjá okkur og á margan
hátt eftir góðan leik gegn Frökkum,“
sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í handknattleik,
þegar hann gekk af leikvelli eftir 11
marka skell, 36:25, fyrir Tékkum á heims-
meistaramótinu í handknattleik. »1
Mokuðum holu og stukkum ofan í hana
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bóndadagurinn er í dag og viðbúið
að margir hefji daginn á því að
narta í þorramat. Jóhannes Stef-
ánsson, þorrakóngur í Múlakaffi í
Reykjavík, segir að eftirspurnin
bendi í það minnsta sterklega til
þess, en eigendur veitingastaðar-
ins byrjuðu að bjóða upp á þorra-
mat fyrir 50 árum. „Það stefnir í
mjög góðan þorra,“ segir hann
ákveðinn.
Jóhannes segir að vinsældir
þorramatar hafi aukist með hverju
árinu. „Hægt og bítandi,“ segir
hann og vísar meðal annars til
fjölmennra þorrablóta margra
íþróttafélaga og annarra félaga-
samtaka. „Þessi þorrablót eru að
verða vinsælustu partí ársins,“
heldur hann áfram og rifjar upp
að miðar á þorrablót Stjörnunnar í
Garðabæ hafi selst upp á nokkrum
mínútum fyrir skömmu.
„Fyrirtæki og skólar bjóða upp
á þorramat, fólk tekur hann með
sér í hesthúsið, í sumarbústaðinn,
í jeppaferðir og býður upp á hann
í fjölskyldu- og vinaveislum,“ segir
veitingamaðurinn. „Ég hef oft sagt
og segi enn að þorrinn er mesti
félagatími ársins. Þetta er
skemmtilegur tími og þorramatur-
inn er skemmtileg rammíslensk
hefð.“
Yfir 20 rétta veisla
Hann segir að heildarmagnið af
þorramatnum aukist árlega en
misjafnlega eftir tegundum og
bendir á að helsta breytingin sé sú
að fólk borði meira nýmeti en áð-
ur á kostnað súrmetisins. „Samt
sem áður hafa hrútspungar og
sviðasulta haldið velli og eru alltaf
jafnvinsæl,“ segir Jóhannes.
Á dæmigerðum þorrabakka eru
yfir 20 réttir. Jóhannes segir að
sitt sýnist hverjum en fólkið velji
sjálft hvað það vilji. „Fólk pantar
hjá okkur í trog og fær það sem
það vill.“ Hann nefnir sem dæmi
að bringukollar séu ekki lengur
ofarlega á lista þorra fólks og
áhugi á lundaböggum, lifrarpylsu
og blóðmör hafi einnig minnkað.
„En þetta er samt sem áður alltaf
með og er nauðsynlegt.“
Undirbúningur fyrir þorrann í
Múlakaffi hefst í byrjun sept-
ember. „Við bíðum eftir fyrstu
eistunum í suðu í fyrstu viku sept-
ember ár hvert og í kjölfarið byrj-
um við að laga hrútspungana og
sviðasultuna,“ segir Jóhannes.
„Það er allt komið ofan í hjá okk-
ur 1. október og svo byrjar nær
fimm vikna veislan á bóndadag.“
Í þorramatnum í 50 ár
Hrútspungar
og sviðasulta
halda velli
Morgunblaðið/RAX
Múlakaffi Egill Guðnason, Jóhannes Stefánsson og Guðjón Harðarson með sýnishorn af þorramatnum.
Jóhannes Stefánsson hefur verið
viðloðandi eldhúsið í Múlakaffi í
Hallarmúla í Reykjavík síðan faðir
hans, Stefán Ólafsson, stofnaði
fyrirtækið 1962. Þremur árum síðar
var fyrst boðið upp á þorramat.
„Ég hef verið hér frá því ég man
eftir mér, byrjaði sem vikapiltur og
tók svo við stjórninni 1989,“ segir
Jóhannes, hreykinn af fyrirtækinu,
sem hefur alla tíð verið fjölskyldu-
fyrirtæki og er alfarið í eigu fjöl-
skyldu hans.
Allur súrmaturinn er lagaður á
staðnum og segir Jóhannes að ein-
göngu sé notast við íslenska mjólk-
urmysu og hefðbundnar íslenskar
aðferðir. Bóndadagurinn, fyrsti
dagur þorra, er mikill annadagur en
í gær var unnið við að senda þorra-
mat í stofnanir og fyrirtæki, sem
vilja hafa allt tilbúið á réttum tíma.
Fjölskyldufyrirtæki frá byrjun
MÚLAKAFFI STOFNAÐ 1962 OG ALLTAF Á SAMA STAÐ