Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 ✝ Elín Sigurð-ardóttir fædd- ist í Vestmanna- eyjum 11. mars 1917. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Eir 16. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Bjarnason, f. 28. október 1884, d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríð- ur Sigurðardóttir, f. 27. sept- ember 1891, d. 22. nóvember 1981. Systkini Elínar voru: Sigurður, f. 1915, d. 1994, Sig- urbjörg Svava, f. 1918, d. 1918, Guðmunda Dagmar, f. 1919, d. 2010, Óskar Jón, f. 1921, d. 1998, Sigríður, f. 1924, d. 2009, Margrét, f. 1924, d. 2011, Fjóla, f. 1925, og Emil, f. 1927. Elín giftist 2. nóvember 1940 Birni Kjartanssyni, f. 29. september 1911, d. 12. ágúst 2003. Foreldrar hans voru Kjartan Guðmundsson, f. 16. júní 1870, d. 26. október 1942, Páll og Helena, c) Brynjar, kvæntur Guðrúnu Sjöfn Axels- dóttur, dóttir þeirra er Alex- andra Nótt, d) Birgir, kvæntur Berglindi Höllu Jónsdóttur, börn þeirra eru Lára Björk og Jóhann Bjarki, e) Gísli Páll, kvæntur Söru Lovísu Hall- dórsdóttur, dætur þeirra eru Thelma Hrönn og Heiður Kar- en. 3) Björn, f. 12. júní 1952, kvæntur Heiðrúnu Jóhanns- dóttur, börn þeirra eru a) Sandra Björk, í sambúð með Axel Kristni Gunnarssyni og eiga þau nýfæddan son, b) Björn Freyr, í sambúð með Jónu Margréti Harðardóttur og eiga þau nýfædda dóttur, c) Ellen Dagmar, í sambúð með Stefáni Árna Hafsteins- syni. Elín og Björn ólu upp bróðurson Björns, Rúnar Ágústsson, f. 15. sept. 1938, börn hans eru a) Elín Þóra, hennar synir eru Sigurður Rúnar, Jón Páll og Örn Ingi og á hún þrjú barnabörn, b) Björn Rúnar, sambýliskona hans er Sólveig Anna Einars- dóttir og eiga þau Björn. Sam- býliskona Rúnars er Ingibjörg Karlsdóttir. Elín vann mestan hluta starfsævinnar við saumaskap. Útför Elínar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 23. janúar 2015, kl. 11. og Pálína Björns- dóttir, f. 4. september 1879, d. 12. janúar 1946. Börn þeirra eru: 1) Sóldís, f. 22. júní 1944, gift Svavari Tjörva- syni, börn þeirra eru a) Hrafnhild- ur, gift Guðmundi Óskarssyni, þeirra börn eru Aron Geir og Tinna Björk, b) Kjartan, kvæntur Mai-Lill Pedersen, dóttir þeirra er Elín Rahel, c) María, gift Vilhjálmi Kjartanssyni, dætur þeirra eru Fanney Halla, Védís Katla og Ásta Lovísa, d) Bryndís, gift Sig- urði Þór Erlendssyni, börn þeirra eru Týr Huginn og Ið- unn Freyja. 2) Sigurður Páll, f. 7. janúar 1946, kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur, börn þeirra eru a) Elín, gift Alfreð Halldórssyni, sonur þeirra er Halldór Fannar, b) Hrönn, gift Ólafi Jens Daða- syni, börn þeirra eru Sigurður Þá er komið að kveðjustund. Elsku amma okkar hefur kvatt okkur tæplega 98 ára gömul. Við hugsum til baka og yljum okkur við allar góðu minning- arnar sem við eigum í hjörtum okkar. Allt fram á síðasta dag var amma hörkudugleg, hún kvart- aði aldrei heldur gerði alltaf það besta úr öllum aðstæðum. Eftir að afi dó var hún dugleg að sækja sér alla þá þjónustu sem henni stóð til boða. Hún var virk í því starfi sem unnið er á Dal- brautinni og tók m.a. þátt í Kvennahlaupinu í júní sl. Handavinna var hennar líf og yndi enda liggja eftir hana mörg handavinnustykki. Þegar sjónin fór að daprast þá fór hún úr því að prjóna og sauma í að vefa mottur úr sokkum sem t.d. hundar í fjölskyldunni nutu góðs af. Langömmubörnunum fannst aldrei leiðinlegt að koma í heim- sókn til hennar. Allt fram á það síðasta fór hún í boltaleik með þeim og svo átti hún líka „töfra- tösku“ sem geymdi gömul tvinnakefli og leikföng sem allt- af var gaman að kíkja í. Og ekki fór neinn svangur úr heimsókn frá henni ömmu því niðursoðnir ávextir, ostar og kex var stað- albúnaður í hennar eldhúsi seinni árin og ekki þýddi að segja henni að maður væri sadd- ur. Amma var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hafði alltaf sterkar taugar til Eyja. Hún ólst upp í Búlandi og henni fannst gaman að fá að fylgjast með því þegar farið var að byggja á lóðinni og gladdist yfir því að Búland fengi annað líf. Hún hélt góðri heilsu nánast fram á síðasta dag, aðeins síð- ustu vikurnar sem voru henni erfiðar, en þá naut hún góðrar umönnunar á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Amma skilur eftir sig margar yndislegar minningar og við kveðjum hana með þakklæti og söknuði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ. Sig.) Elín, Hrönn, Birgir, Brynjar og Gísli Páll. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þetta líf. Ég er viss um að nú líður þér betur enda voru síð- ustu dagar lífs þíns erfiðir fyrir þig. Nú eru þú og afi saman á ný og það gleður mig því ég veit að ykkur leið svo vel öll þau ár sem þið eydduð saman. Allt frá því að ég man eftir mér hefur þú verið stór partur af lífi mínu. Í barnæsku minni heimsóttum við systkinin þig og afa svo oft á Langholtsveginn ásamt foreldrum okkar. Þú eld- aðir saltkjöt sem ég borðaði af bestu lyst. Það var alltaf svo góður matur hjá ömmu, ekta ís- lenskur matur, salkjöt, slátur eða hafragrautur en sem barn var slíkt mitt uppáhald og er enn þann dag í dag. Mér fannst alltaf jafn gott og gaman að fá að borða hjá ömmu, sérstaklega íslenskt saltkjöt. Allt þitt líf varstu svo skýr og skörp, elsku amma mín. Þó svo að þú værir komin á háan aldur mundir þú alla hluti svo vel og gast skýrt svo vel og greinilega frá öllum hlutum, hvort sem það var úr þínu eigin lífi eða eitthvað annað. Það var fátt sem þú viss- ir ekki eða mundir ekki allt þar til að þú kvaddir þetta líf. Það kom mér alltaf jafn mikið á óvart að þú mundir alla afmæl- isdaga okkar barnabarna og jafnvel langömmubarna þinna. Það sem einkenndi þig var að þú varst alltaf svo mikill gest- gjafi. Þegar við heimsóttum þig barstu alltaf einhverjar kræs- ingar á borð. Þann tíma sem þú varst heil heilsu og bjóst á Langholtsveginum og Klepps- veginum voru alltaf bornar fram kökur eða annað bakkelsi sem þú hafðir bakað og þér var mjög umhugað að við barnabörnin borðuðum vel hjá þér. Þegar heilsu þinni fór að hraka og þú fluttist á dvalarheimilið á Dal- brautinni var þér ekki síður um- hugað um þá sem komu í heim- sókn til þín. Alltaf barstu eitthvað á borð svo sem konfekt, kex eða kökur þó svo það væri ekki heimabakað lengur. Og alltaf vildir þú að við öll borð- uðum vel hjá þér. Ár hvert á gamlárskvöld heimsóttum við fjölskyldan þig og afa eftir kvöldmat. Það var ekkert gamlárskvöld nema við færum að heimsækja þig og afa og færum svo á brennu eftir það. Þá horfðum við á áramóta- skaupið og skutum að lokum upp flugeldum. Þannig voru gamlárskvöldin og áttu að vera. Ég man að ég hlakkaði alltaf svo til að heimsækja ykkur þetta kvöld. Elsku amma mín, nú þegar þú ert farin ber ég söknuð í brjósti til þín. En ég veit að þú ert komin á betri stað og til hans afa sem var þér kærastur í þessu lífi. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Guð veri með þér að eilífu. Með kveðju frá barnabarni þínu, Sandra Björk Björnsdóttir. Elsku amma, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Þó að ég hafi ekki fengið að kynnast þér eins og ég hefði óskað þá lærði ég margt af þér, elsku amma. Þú varst alltaf svo víðsýn og með sterka réttlæt- iskennd og það kom mér alltaf jafn mikið á óvart hversu langt á undan samtíð þinni þú varst í þeim málum. Mér verða alltaf minnistæðar sögur þínar frá hinum gamla tíma sem sumar hverjar voru ævintýri líkastar. Sögur frá þín- um ástkæru Vestmannaeyjum, frá þeim tíma þegar enginn Herjólfur var til, heldur einung- is stærri árabátar ef átti að komast til meginlandsins. Eða sögur af Langholtsveginum eins og þegar nágrannakonan sótti þig í flýti og sagði þér að taka á móti barninu í næsta húsi. Það hvarflaði ekki að þér að bíða eft- ir ljósmóðurinni heldur raukstu bara af stað, tókst á móti hvít- voðungnum og gerðir gott betra með því að ná naflastrengnum utan af hálsi barnsins og þar með bjarga lífi þess. Ákveðni þín var ótrúleg og aðdáunar- verð. Ekki má þá gleyma hve vel að þér í höndunum þú varst allt þar til sjóninni fór að hraka. Prjón- aðir eins og enginn væri morg- undagurinn og skáparnir á heimilinu okkar voru ávallt full- ir af marglita lopasokkum og vettlingum. Mismunandi sokkar fyrir hvert dress, það var greini- legt að okkur mátti ekki verða kalt. Þá var listhönd þín fögur og ófá listaverkin eftir þig sem maður gat dáðst að. Þá má held- ur ekki gleyma garðinum þínum sem þú varst svo dugleg að rækta. Þar mátti finna allt það helsta sem hægt var að rækta á okkar ástkæra Ísalandi. Þar voru gulræturnar alltaf í uppá- haldi og þær bestu sem ég hef nokkurn tímann fengið. „Beint upp úr moldinni og upp í börn- in“, eins og þú orðaðir það sjálf. Gestrisni þín var líka óendanleg og pokinn hjá þér aldrei tómur. Þegar ég hugsa til ykkar hjónanna mála ég fallega mynd af þér og afa standandi í tröpp- unum við gamla húsið ykkar við Langholtsveginn, Skodabíllinn ykkar fyrir utan og ég get enn fundið hita ástarbálsins sem óbilandi logaði ykkar á milli. Það var því mér svo sterkt í minningunni og sárt þegar afi fór frá. Að sjá þig, elsku amma, gráta svona sárt fór verr í barnsbeinið en að sjá afa skilja við lífið. Ég óskaði þess að ég gæti náð í hann aftur til að þú Elín Sigurðardóttir ✝ Guðrún Ólafs-dóttir (Dúna) fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1933. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Skjóli, þar sem hún dvaldi síðustu þrjú og hálft ár, 17. jan- úar 2015. Foreldrar Dúnu voru Aðalheiður Eggertsdóttir, f. 19. nóvember 1908 í Bolungarvík, d. 8. júlí 1986, og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, bryti, f. 4. nóv- ember 1908 á Fossi, Húnavatns- sýslu, d. 9. júlí 1993. Þegar Dúna var á fyrsta aldursári veiktist móðir hennar og var lögð inn á berklaspítalann á Vífilsstöðum til langdvalar. Dúnu var þá kom- ið í fóstur til Kristjönu Elísabet- ar Kristjánsdóttur og Lárusar Halldórssonar á Gunnarshólma í Vestmannaeyjum. Elísabet fóst- urmóðir hennar lést 1946 og fluttist Dúna þá til Aðalheiðar móður sinnar og fósturföður, Samúels S. Jónassonar, f. 1914, d. 2012, í Kópavogi síðar Reykja- dóttir Guðnýjar af fyrra hjóna- bandi. Dúna átti góðar minningar frá uppvaxtarárum sínum í Vest- mannaeyjum og fósturforeldr- unum, Elísabetu og Lárusi, sem hún talaði alltaf um að mikilli hlýju og væntumþykju. Hún flutti síðan um fermingaraldur til móður sinnar og Samúels S Jónassonar stjúpföður síns sem þá bjuggu í Kópavogi og síðar í Reykjavík. Dúna lauk gagn- fræðanámi frá Ingimarsskóla í Reykjavík og útskrifaðist frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur ár- ið 1952Samhliða heim- ilisstörfum og barnauppeldi var Dúna lengst af útivinnandi. Hún starfaði í verslunum og síðar sem skrifstofumaður hjá Sölu- sambandi íslenskra fisk- framleiðenda í um 14 ár. Eftir það réðst hún til starfa hjá Iðn- aðarbanka, síðar Íslandsbanka. Í bankanum annaðist Dúna sím- vörslu í útibúi bankans í Lækj- argötu 12 í um 10 ár eða þar til hún lét af störfum árið 2000. Dúna og Gunnar bjuggu lengst af á Seltjarnarnesi, til að byrja með á Melabraut 30 (nú 2) og í rúm 35 ár að Vallarbraut 5. Frá árinu 2000 bjuggu þau að Bás- bryggju 5 í Reykjavík. Útför Dúnu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 23. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. vík. Fóstursonur þeirra var Viktor Bóasson, f. 1952, d. 2012. Þann 16. maí 1957 giftist Dúna Gunnari Oddssyni rafvirkjameistara, f. 20. mars 1932. Börn þeirra eru; 1. Sif Gunnarsdóttir, f. 31. janúar 1954, búsett í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum, gift William A. Burhans jr., öryggis- stjóra, f. 1957. Börn Sifjar af fyrra hjónabandi með Hirti Að- alsteinssyni, f. 1953, eru Gunnar Örn Hjartarson, f. 1976, Anna Elísabet Hjartardóttir, f. 1982, og Ágúst Heiðar Hjartarson, f. 1984. 2. Oddur Gunnarsson, lög- fræðingur, f. 8. desember 1957, giftur Guðnýju Kristínu Erlings- dóttur, viðskiptafræðingi, f. 1960. Börn þeirra eru Marta Katrín, háskólanemi, f. 1992, Margrét Dúna, mennta- skólanemi, f. 1993 og fóst- urdóttir Odds, Ásta Axelsdóttir, viðskiptafræðingur, f. 1981, Elsku Dúna. Það eru forrétt- indi að hafa kynnst þér. Ég gleymi því aldrei þegar ég átti erindi í Íslandsbanka í Lækj- argötu nokkrum dögum eftir að Oddur kynnti okkur 1989. Þar sem ég stend í afgreiðslusalnum á jarðhæð bankans kallar þú til mín á leiðinni niður stigann, léttfætt, há og grönn, svo glæsi- leg með brosið þitt fallega. Þú umvafðir mig hlýju og ástúð allt frá okkar fyrstu kynnum. Þarna starfaðir þú við símvörslu og hafðir verið tilnefnd starfsmað- ur ársins og fékkst margar við- urkenningar fyrir vel unnin störf og ég las verðskuldað hrós viðskiptavina í dagblöðum þar sem lipurð og falleg framkoma þín vöktu athygli viðskiptavina. Þú tókst Ástu dóttur minni, sem þá var átta ára, opnum örmum, sýndir henni ást og kærleika. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir það. Ásta var fljót að grípa ástúð þína og kallaði hún ykkur Gunna ömmu og afa nánast frá því hún hitti ykkur fyrst. Kynni okkar styrktust með árunum og vinskapurinn að sama skapi. Þú hjálpaðir mér skilyrðislaust, passaðir ömmustelpurnar þínar sem urðu þrjár þegar árin liðu, Ásta, Marta Katrín og Margrét Dúna. Svo fylgdu ókeypis þrif á heimilinu með enda vandfundin meiri snyrtimanneskja. Þú bak- aðir púðursykurstertuna þína frægu fyrir ótal afmæli og aðrar veislur hjá okkur og allar gjaf- irnar og fallegu afmælis- og jólakveðjurnar sem voru svo einstaklega ljúfar og hjartnæm- ar. Við tvær brölluðum ýmislegt skemmtilegt saman, fyrir utan að spjalla langtímum saman við eldhúsborðið fórum við í nokkr- ar helgarferðir til útlanda. Gát- um svo endalaust rifjað upp og hlegið að þeim ferðum. Skemmtilegast var þó að koma í sumarbústaðinn ykkar Gunna í Eilífsdal. Þar varstu drottning í ríki þínu, sannkölluð Paradís sem þið voruð búin að skapa ykkur með dugnaði og útsjón- arsemi. Þú stóðst á veröndinni sæl og útitekin með þitt fallega bros og hlýja viðmót, horfðir á okkur labba upp stíginn. Þarna stjanaðir þú við okkur, barst fram kræsingar hvort sem var inni í stofu, á sólpallinum eða í gróðurhúsinu. Þú sagðir sögur sem þú kunnir ógrynni af, þuld- ir vísur og hlóst þínum smitandi hlátri með okkur. Frásagnar- og kímnigáfa með endemum. Sum- arbústaðurinn var þinn staður. Elsku Dúna, ég kveð þig með miklum söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir tilvist þína og þær fallegu minningar sem þú skilur eftir í hjarta mínu, þær mun ég geyma til eilífðar. Hvíl í fríði Þín tengdadóttir, Guðný Kristín. Kveðjustundin er komin, amma mín, við erum búin að reikna með því undanfarin miss- eri að þetta færi að nálgast hjá þér. En ég er þess alviss að þú ert hvíldinni fegin og að þú ert nú komin á góðan stað þar sem þú hittir fyrir þá sem á undan þér hafa farið. Það verða vafa- laust fagnaðarfundir þar. Ég er svo heppinn að eiga mikið af góðum minningum um yndis- lega tíma með þér og afa bæði heima á Vallarbrautinni og upp í bústað. Eftir því sem ég eldist og fer að hugsa til baka um þær stundir sem við áttum saman finnst mér alveg með ólíkindum hvað þú hafðir alltaf mikla þol- inmæði gagnvart mér, ég hef al- veg án vafa verið talsvert fyr- irferðarmikill og hávaðasamur, en ég finn ekki í hugskotum minninganna nokkra þá stund þar sem þér brást þolinmæðin. Alveg sama hvað ég sullaði oft niður eða dreifði drasli um öll gólf þá var það allt í lagi, amma kom og bjargaði málunum. Alltaf tókst þér að tryggja það að ég átti minn stað þegar ég var hjá ykkur, og er mér sér- staklega minnistætt það að geta gengið að mínum bolla á sínum stað í sumarbústaðnum, alveg sama á hverju gekk þá var boll- inn minn að bíða eftir mér. Þér var ávallt mikið í mun að halda öllu snyrtilegu og á sínum stað, samt mátti ég vera eins mikið í búðaleik með servéttur í spari- skápnum og ég vildi. Ég hef nú líka aldrei kynnst nokkurri ann- arri ömmu sem kann að „jöggla“ með 3-4 appelsínur og jóðla á meðan. Ég er líka búinn að læra það að það á ekki að læsa fólk inni á salerni, alveg sama hvar eða hvenær það er. Þú kemur til með að eiga pláss í hjarta mínu það sem eft- ir er. Farðu í friði, amma Dúna, megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar gæta þín nú og um alla framtíð. Ég veit að þið afi komið til með að sakna hvort annars meira en nokkur orð fá lýst, en þú getur treyst því að við pössum upp á hann fyrir þig. Góða ferð. Gunnar Örn Hjartarson. Margt kemur í hug á svona stund, allra helst hvað þú varst alltaf góð við okkur og alla sem þekktu þig. Það eru nú ófáar minningarnar úr bústaðarferð- um eða bara heima hjá ykkur afa á Vallarbrautinni. Ein saga stendur samt mest upp úr fyrir mig og Gústa, við vorum úti á róló og þar voru einhverjir stór- ir strákar sem voru að reyna að stela namminu okkar. Við vor- um mjög hrædd og sár, við komum grátandi til þín og þú varst svo reið, við fórum og þú lést þessa pörupilta vita að svona kæmi maður ekki fram við litla krakka. Okkur fannst þú svo mikil hetja og bjargvætt- urinn okkar, takk, elsku amma, fyrir að vera alltaf til staðar fyr- ir okkur. En nú ert þú farin, yndislega Amma, en komin í hugarró. Hvíldu í friði. Með kveðju, Anna og Ágúst. Ég man enn daginn sem ég hitti ömmu Dúnu í fyrsta skipti. Ég var á áttunda aldursári og amma og afi komu í heimsókn. Ég held að mamma mín hafi líka verið að hitta þau í fyrsta skiptið, en í minningunni roðn- aði hún og sökk dálítið ofan í sófann þegar ég tilkynnti ömmu að súkkulaðið sem henni var boðið upp á væri útrunnið. Amma skellihló bara og sagði að ég væri frábær. Svo var ég orð- in barnabarnið hennar og afa. Reglulega eftir þetta var súkku- laðisagan rifjuð upp og alltaf hló hún amma jafn mikið. Guðrún Ólafsdóttir – Dúna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.