Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Starfsgreinasamband Íslands mun í dag kynna kjarakröfur sínar á fundi með Samtökum atvinnulífsins. Útlit er fyrir að kjarasamningsferlið verði með öðrum hætti en á síðasta ári, þegar sameiginleg nefnd fór fyrir kröfum aðildarfélaga Alþýðusam- bands Íslands. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þess í stað muni hvert aðildarfélag gera sínar kröfur. „Vissulega verður samstarf um ákveðin sameiginleg mál, sem ASÍ hefur forystu um, en að öðru leyti mun hvert samband nálgast þetta með sínum hætti,“ segir Gylfi og bætir við að óánægju gæti meðal fé- lagsmanna vegna launahækkana ýmissa ríkisstarfsmanna. „Margir hópar innan ASÍ eru ekki sáttir við að háskólamenn hjá ríkinu njóti for- gangs umfram aðra, hvort sem það eru læknar eða kennarar.“ „Snýst ekki um verðbólgu“ Gylfi segir að eftir umræddar launahækkanir sé erfitt að sannfæra félagsmenn um að stilla kröfum sín- um í hóf. „Fáir taka mark á því þar sem stjórnvöld og sveitarfélög mót- uðu nýja kjarastefnu með sínum samningum. Þau hefðu mátt vita að þetta yrði raunin eftir þessar miklu hækkanir, að fólk á hinum almenna vinnumarkaði myndi rísa upp og krefjast hækkana sömuleiðis.“ Samtök atvinnulífsins birtu nýver- ið útreikninga sem þykja sýna að sambærilegar hækkanir á almenn- um vinnumarkaði myndu valda óða- verðbólgu. Gylfi segir að slíkt sé ekki til umræðu. „Þetta snýst ekki um verðbólgu, þetta snýst um réttláta skiptingu þjóðarauðsins. Vel getur verið að deilur um slíkt valdi verðbólgu en þá verður bara svo að vera, því almennt launafólk er ekki reiðubúið að axla eitt ábyrgð á stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.“ Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að horfa þurfi til fortíðar. „Á níunda áratugnum hækkuðu laun að jafnaði um 34 prósent á ári á sama tíma og verðbólgan var árlega rétt tæplega 34 prósent. Af þessu er ljóst að þetta helst fast í hendur. Þegar upp var staðið þá hafði kaup- máttur samtals aukist um fimm pró- sent allan þennan áratug sem er töluvert undir meðalvexti kaupmátt- ar,“ segir Þorsteinn og bætir við að í kjölfar þjóðarsáttarinnar árið 1990 hafi þróunin færst til betri vegar. „Þá var launahækkunum stillt í hóf og kaupmáttur jókst til muna. Menn mega ekki missa sjónar á þeirri reynslu. Þegar við missum stöðugleikann frá okkur verður upp- skeran einfaldlega rýrari.“ Þorsteinn vísar þeim ásökunum á bug að samtökin hafi stundað ein- hvers konar hræðsluáróður með birtingu útreikninga sinna. Hinn íslenski raunveruleiki „Við vísum þá bara til hins ís- lenska raunveruleika á árum áður, þegar launahækkanir voru keyrðar fram úr hófi,“ segir hann og bendir á að stöðugleiki síðustu ára hafi aukið kaupmátt landsmanna. „Aukning kaupmáttar á síðasta ári er ein sú mesta sem við höfum séð og staða heimilanna hefur batnað til muna. Þetta sýnir hverju skynsemin getur skilað okkur og að minna geti svo sannarlega þýtt meira, þegar öllu er á botninn hvolft.“ Óttast að endurtaka 9. áratuginn  Kröfur Starfsgreinasambandsins kynntar í dag  Formaður ASÍ segir stjórnvöld hafa myndað nýja kjarastefnu  Horfa þarf til fortíðar, segir framkvæmdastjóri SA og vísar á bug ásökunum um áróður Gylfi Arnbjörnsson Þorsteinn Víglundsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Öflugur suðvestan stormur reið yf- ir landið í gær. Einkenndist dag- urinn af hálku, ófærð og lokunum á vegum landsins. Sérstaklega gætti áhrifa hans á Suðvestur-, Vestur- og Norðurlandi. M.a. þurfti að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði. Þar var mikil hálka og mjög slæmt veður, eins voru lokanir um Þver- árfjall og Vatnsskarð. Vandræði á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast og upp úr hádegi hófst óveð- ursaðstoð. Fyrsta útkallið var á Suðurnesjum og voru alls þrjú út- köll þar framan af degi. Meðal ann- ars vegna þaks sem sagt var hafa fokið af húsi í heilu lagi. Þá voru einnig útköll á Snæfellsnesi og í Ólafsvík en óveðrið færðist svo norðar og fljótlega var mest áhersla lögð á að hjálpa fólki á Holtavörðuheiði en þar voru tugir ökumanna í vanda. Meðal annars ultu tveir bílar og þar af var annar flutningabíll. Björgunarsveitir frá Borgarnesi, Hvammstanga, Búðar- dal og Varmalandi sinntu fólki í vanda á heiðinni. „Það var reynt að losa einhverja bíla og koma þeim niður en mest var gert af því að flytja fólk,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Lands- björg. Fjöldi fólks var strandaglópar í Staðarskála í Hrútafirði frá því á fjórða tímanum og fram á kvöld. Sigríður Sif Sævarsdóttir, vakt- stjóri í Staðarskála, sagði að um 300-400 manns væri að ræða og að hvert sæti væri skipað í skálanum auk þess sem fólk sat á gólfinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var verið að kanna að opna suðurleiðina á tíunda tíman- um í gær en alls óvíst hvort það væri hægt fyrir miðnætti. Óveður á Akureyri Á Akureyri var veður einna verst í gærkvöldi. Þar sást vart á milli húsa og rétt fyrir klukkan níu sendi lögreglan á Akureyri frá sér til- kynningu þar sem þeir sem voru fastir í bílum sínum voru beðnir um að halda þar kyrru fyrir þar til hjálp bærist. Öllu flugi var frestað frá Kefla- víkurflugvelli frá því um klukkan hálffimm til rúmlega átta í gær- kvöldi. Dæmi voru um að farþegar hefðu þurft að bíða lengi um borð í flugvélum sem voru að koma til landsins. Einn þeirra, Vernharð Guðnason, var að koma frá Münc- hen. Flugvélin sem hann ferðaðist með lenti um klukkan fjögur í gær- dag og þurftu farþegar þá að bíða í rúman einn og hálfan tíma þar til þeir gátu gengið frá borði. Seink- anirnar drógu dilk á eftir sér og þær vélar sem áttu að koma til landsins í gærkvöldi lentu flestar ekki fyrr en í nótt. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, helgast það af því að seinkanir vélanna frá því síðdegis í gær leiddu til þess að þær komu síðar til landsins til baka en til stóð. Að sögn hans gætu seinkanir einnig haft áhrif á vélar sem áttu að fara á loft í morgun. „Miðað við allt og allt mun þetta jafna sig síðdegis á mánudag,“ sagði Guðjón. Fjöldi loðnuskipa leitaði vars austur af Grímsey og við Langanes. Ljósmynd/Magnús Keflavík Flugvélarnar biðu í röð eftir að komast að flugstöðinni. Dæmi voru um að fólk hafi beðið rúman einn og hálfan tíma í vélunum. Seinkanir vegna suðvestan storms og fólk strandaglópar  Annríki hjá björgunarsveitum  Vegum víða lokað vegna ófærðar Ljósmynd/Gísli Viðar Eggertsson Strandaglópar Nemendur úr Háskólanum í Reykjavík voru meðal þeirra sem fastir voru í Staðarskála í gær. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rúmlega 190 skákmenn eru skráðir til leiks á Reykjavíkurskákmótið sem haldið verður í Hörpu 10.-18. mars nk. Þar af eru um 150 útlend- ingar. Helstan ber þar að nefna Shakhriyar Mamedyarov sem er 12. stigahæsti skákmaður heims. Hann er aserskur og lykil- maður í landsliði þeirra sem hamp- aði sigri í Evr- ópumóti lands- liða. Auk hans má nefna David Nav- ara frá Tékklandi en hann er með yfir 2.700 skákstig. Eins mun Artur Yusupov mæta til leiks. Er hann einna þekktastur fyr- ir að vera þriðji stigahæsti skákmað- ur heims á árunum 1986-1992 á eftir goðsögnunum Anatoly Karpov og Garry Kasparov. Gunnar Björnsson, forseti skáksambands Íslands, segir að lík- ur séu á því að 30 stórmeistarar verði skráðir til leiks og að mótið verði jafnvel ívið sterkara en það var í fyrra. Mótið í ár er tileinkað Frið- riki Ólafssyni stórmeistara, sem verður áttræður í dag, mánudag. Hann er fyrsti íslenski stórmeistar- inn og er sá íslensku skákmanna sem náð hefur lengst í skáklistinni. Velja einungis skákmenn sem tefla skemmtilega „Á hverju ári sækja 100 stór- meistarar um að fá að taka þátt í mótinu. Þetta gengur yfirleitt þann- ig fyrir sig að áhugamennirnir koma hingað og borga þátttökugjald en við borgum svo þessum stigahæstu. Eftirspurnin er slík að við þurfum að hafna allt að 80% þeirra sem sækja um að fá boð á mótið,“ segir Gunnar. Heildarverðlaunafé er 15 þús- und evrur, sem jafngildir tæpum 2,3 milljónum íslenskra króna, og þykir það ekki mikið í alþjóðlegu sam- hengi. „Við veljum menn inn eftir því hvort þeir tefla skemmtilega og hvort um sé að ræða líflega og skemmtilega karaktera. Við reynum að forðast menn sem hafa orð á sér fyrir leiðindi,“ segir Gunnar. Sá tólfti stigahæsti mætir  Um 30 stórmeist- arar tefla í Hörpu Friðrik Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.