Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.01.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Páll Vilhjálmsson bendir á:    Útvarp RÚV kl.18:00 kynnti í fyrstu frétt að sjónvarp RÚV kl. 19:00 yrði með frétt um Hönnu Birnu sem afhjúp- aði að Hanna Birna Kristjánsdóttir nyti einskis stuðnings þingflokks sjálf- stæðismanna.    Þessi fréttaflétta RÚV hófst íhádeginu í dag þegar fyrsta frétt tilkynnti að stjórnmálafræð- ingur teldi Hönnu Birnu rúna trausti.    Og hvað gerðist svo í sjónvarp-fréttum RÚV hinn 24. janúar 2015 kl. 19:02?    Hversu marga þingmenn Sjálf-stæðisflokksins leiddi RÚV fram sem sögðu Hönnu Birnu einskis trausts njóta?    Svar: ekki einn einasti þing-maður Sjálfstæðisflokksins lýsti vantrausti á Hönnu Birnu.    Niðurstaða: RÚV stundar póli-tísk launmorð.    Rökrétt afleiðing: við eigum aðafþakka fréttaþjónustu RÚV, sem ekki heldur máli.“    Þetta er eftirtektarvert hjáPáli og næsta ótrúlegt.    En má ekki halda því fram, aðfréttastofa, sem þannig vinn- ur, fremji, auk launmorðs, einnig sjálfsmorð? Því traustið gufar upp. Páll Vilhjálmsson Fleiri en eitt? STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 1 snjókoma Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló -10 skýjað Kaupmannahöfn 1 léttskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 1 snjókoma Brussel 3 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 8 skúrir London 7 skýjað París 5 heiðskírt Amsterdam 6 súld Hamborg 2 skúrir Berlín 1 skýjað Vín 2 alskýjað Moskva -10 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 11 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -8 skýjað Montreal -13 léttskýjað New York 5 léttskýjað Chicago 1 snjókoma Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:27 16:55 ÍSAFJÖRÐUR 10:51 16:40 SIGLUFJÖRÐUR 10:35 16:22 DJÚPIVOGUR 10:01 16:19 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Bæjarins beztu pylsur, sem fagna 78 ára afmæli í ár, hafa samið við Vífil- fell og tryggt þar með að áfram verði hægt að fá kók með hinum víðfræga skyndibita. Lengstum var eini pylsuvagn staðarins í miðborginni en nú eru staðirnir alls fimm, víðsvegar um borgina. Samningurinn við Vífilfell er til fimm ára eða til ársins 2020. Bæjarins beztu hafa frá upphafi ver- ið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa fjórir ættliðir pylsusala starfað þar. Fyrirtækið hefur fært út kvíarnar undanfarin ár. Alls eru fimm staðir starfræktir og eru fleiri staðir á teikniborðinu. Nýjasti staðurinn var opnaður á Stjörnutorgi í Kringlunni í desember en langflestir viðskipta- vinir staðarins leggja leið sína að pylsuvagninum á Tryggvagötu og ósjaldan má sjá langa röð þar. Árni Stefánsson, forstjóri Vífil- fells, segir í tilkynningu að fyrir- tækið hafi alla tíð verið afar ánægt með samstarfið við Bæjarins beztu pylsur og því séu starfsmenn Vífil- fells afar stoltir af að fá að þjónusta fjölskyldufyrirtækið áfram. Í augum margra sé pylsa og kók hinn eini sanni „þjóðarréttur“ Íslendinga. vidar@mbl.is Áfram kók með „þjóðarréttinum“  Vífilfell og Bæjarins Beztu skrifa undir samstarfssamning til 2020 Morgunblaðið/Eggert Kók og pylsa Árni Stefánsson, for- stjóri Vífilfells, og Guðrún Krist- mundsdóttir, annar eigenda Bæjar- ins beztu pylsna. „Síðustu ár hef- ur verið minni þörf fyrir að setja kynjakvóta í keppni Morfís en í Gettu Bet- ur,“ segir Katrín Sigríður Stein- grímsdóttir, for- maður Morfís, en í ár er fyrsta árið sem keppt er undir kynjakvóta í spurn- ingakeppni framhaldsskólana Gettu Betur. Morfís er ræðukeppni fram- haldsskólana og segir Katrín að gagnrýnisraddirnar um þátttöku kvenna í keppninni hafi þagnað. „Það hafa verið raddir að hafa kynjakvóta í Morfís en það er búið að koma í ljós á síðustu árum að stelpur eru að sækja jafn mikið í þessa keppni og strákar. Í flestum liðum eru hlutföllin góð.“ Þessu til stuðnings bendir hún á að í síðustu úrslitum, þar sem lið MS og Flensborgar öttu kappi, voru jafn margar stelpur og strák- ar að keppa og Katrín Ósk Ás- geirsdóttir frá Flensborgarskóla var valin ræðumaður ársins. benedikt@mbl.is Katrín Sigríður Steingrímsdóttir Kynjakvóti ekki settur á í Morfís

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.