Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Í leiklistarmeðferð eru að- ferðir leiklistar notaðar til að hjálpa fólki að öðlast betri skilning á sjálfum sér og um- hverfi sínu og til að hvetja til breytinga. Leiklistarmeðferð hefur verið notuð með góðum árangri með ólíkum hópum í mörg ár, t.d. á geð- deildum, meðferðarheimilum, í fang- elsum, á elliheimilum, í skólum og á einkareknum meðferðarstofum,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir leik- listarmeðferðarfræðingur. Hún heldur tveggja eininga námskeið í leiklistarmeðferð við Listaháskóla Íslands undir lok apr- ílmánaðar og fram í maí. Nasasjón af leiklistarmeðferð Sigríður Birna segir námskeiðið sjálft vera býsna stutt og er markmið þess að kynna þessa aðferð sem einn möguleika í meðferðarvinnu. Nem- endur fá nasasjón af uppruna, kenn- ingum og aðferðum leiklistarmeð- ferðar í gegnum stutta fyrirlestra, umræður og þátttöku í verkefnum og æfingum. Sérstök áhersla verður lögð á hlutverkaaðferðina og notkun svokallaðs frávarps innan hennar (e. Projective Techniques). Þá munu nemendur sjálfir fá að upplifa leiklistarmeðferð. Sigríður Birna lauk meistara- prófi í leiklistarmeðferð frá New York-háskóla árið 2002. Þó hún sé ekki sú eina á landinu með slíka próf- gráðu þá veit hún ekki til þess að það séu fleiri starfandi leiklistarmeðferð- arfræðingar hér á landi núna. Sigríður Birna er sjálfstætt starfandi fjölskyldu- og leiklistar- meðferðarfræðingur, samhliða því kennir hún leiklist í Hagaskóla. Leik- listin og meðferðin tvinnast því sam- an í hennar störfum. „Ég nýti vel þennan bakgrunn og hann hefur áhrif á alla mína vinnu með skjól- stæðingum, hvort sem um hópa eða einstaklinga er að ræða. Leiklistar- meðferð hentar ekki bara fólki sem er opið og þorir að leika. Síður en svo. Það er einmitt mjög gott að nota aðferðir leiklistarmeðferðar með ein- staklingum sem eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og eru lokaðir. Leikum öll mörg hlutverk Leiklistarmeðferðarfræðingar vinna m.a. út frá þeirri hugmynd að allir leiki mörg hlutverk í gegnum líf- ið og því fleiri hlutverkum sem við höldum á lofti og tengjumst því heil- brigðari erum við. Stundum festumst við í fáum eða jafnvel einu hlutverki og þá þurfum við hjálp til þess að tengjast öðrum hlutverkum í lífi okk- ar og kynnast þeim betur. „Það sem er gott við leiklistar- meðferð er að maður er ekki alltaf að vinna með sjálfan sig. Ekki beint. Stundum líður manni illa en hefur ekki hugmynd af hverju það er. Þá næ ég betri árangri með því beita öðrum aðferðum en að spyrja beint: „hvernig líður þér?“ „hvað ertu að hugsa?“ Þá er mjög gott að nota t.d. frávarpsaðferðir, varpa vandanum eitthvað annað og ræða það. Í minni vinnu hef ég notað t.d. grímur, ljós- myndir, dót, steina, kort, kvikmynd- ir, og hlutverkaleiki. Í þessu sam- hengi bendir Sigríður Birna á að leiklistarmeðferð sé skyld listmeð- ferð, þar vinnur fólk með annan efni- við, t.d. teikningar, leir og fleira í þeim dúr. Í þau skipti sem Sigríður Birna hefur kynnt starf leiklistarmeðferð- arfræðingsins þá hefur hún undan- tekningalaust fengið góð viðbrögð og fólk er forvitið um starfið Hún hefur unnið meira og minna með unglingum og fjöl- skyldum þeirra alla sína starfsævi. Hún segir það einstaklega gefandi og skemmtilegt starf. „Mér finnst ung- lingar í dag alveg frábærir og á eng- an hátt erfiðari nú en áður. Tilfinn- ingarnar og vandamálin sem upp koma eru svipuð og ég get ennþá sett mig í spor þeirra,“ segir Sigríður Birna. Hún bendir á að það sem hafi breyst mest á þessum tíma er net- notkunin. Upplýsingaflæðið er orðið mikið og unglingar þurfi að læra að nota netið á ábyrgan hátt. „Hraðinn og áreitið í nútímasamfélagi er einnig mjög mikið og unglingar þurfa að læra að vinna úr því.“ Leikið í gegnum lífið Námskeið í leiklistarmeðferð er eitt af þeim ótal fjöl- breyttu og skemmtilegu námskeiðum sem eru í boði við Listaháskóla Íslands á vormisseri. Sigríður Birna Valsdóttir leiklistarmeðferðarfræðingur kynnir þessa aðferð en hún sótti menntun sína til Bandaríkjanna. Hún hefur unnið með börnum, unglingum og fjöl- skyldum þeirra í nokkra áratugi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiklistarmeðferðarfræðingur „Í leiklistarmeðferð eru aðferðir leiklistar notaðar til að hjálpa fólki að öðlast betri skilning á sjálfu sér og umhverfi sínu og til að hvetja til breytinga.“ Þetta segir Sigríður Birna Valsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngleikur Fyrir tveimur árum leikstýrði Sigríður Birna metnaðarfullum söngleik um Konung ljónanna en í ár verður það Mama Mía. Mið-Ísland, grínhópurinn er kominn saman á ný og sýnir fyrir fullum sal af fólki í Þjóðleikhúskjallaranum um helgar. Uppselt var í janúar og hefur hópurinn því bætt við sýningum. Björn Bragi Arnarsson, einn af meðlimum hópsins segir að gott sé að skemmta fólki í kjallaranum og kitla hláturtaugarnar. „Við erum bæði að sjá fólk sem hefur komið oft að sjá okkur og eins margt af nýju fólki. Þetta er ný sýning þannig að fólki sem hefur séð okkur áður er óhætt að mæta, það eru allir með glænýtt efni. Það er líka gaman að sjá að fólk á öllum aldri er að koma á sýningarnar. Þetta er ekki eins og fyrst þegar við byrjuðum þegar það voru bara vinir okkar sem mættu.“ Hann segir engar tvær sýningar al- veg eins. „Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli sýninga. Bæði þróast efnið sem við erum að vinna með og eins tökum við kannski að- eins fyrir málefni líðandi stundar. Frumsýningin og lokasýningin eru til dæmis yfirleitt mjög ólíkar, þá hef- ur efnið breyst mikið hjá flestum.“ Þjóðleikhúskjallarinn hentar vel í svona sýningu og er Björn sammála því. „Við lítum á Þjóðleikhúskjall- arann sem okkar heimavöll. Höfum verið þar í nokkur ár og kunnum mjög vel við okkur. Ef við teljum með sýningarnar okk- ar á landsbyggðinni þá voru það um 15 þúsund manns sem komu og kíktu á okkur.“ Í þessari sýningu er Bergur Ebbi ekki með en hann er í námi í Kanada. Í hans stað munu Anna Svava, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guð- mundsson skiptast á að koma fram með okkur. „Anna Svava er með okkur núna og er fáránlega fyndin. Hún er kasólétt og gerir mikið grín að því. Saga Garð- ars mætir svo til leiks í febrúar,“ sagði Björn Bragi. benedikt@mbl.is Mið Ísland mætt á ný í Þjóðleikhúskjallarann Kjallarinn er okkar heimavöllur Morgunblaðið/Golli Mið-Ísland Í grínhópinn hafa bæst Anna Svava og Saga Garðarsdóttir. Frá árinu 2003 hefur hún starf- að sem leiklistarkennari í Haga- skóla. Undir hennar stjórn hefur stór hópur nemenda sett reglu- lega upp metnaðarfulla söng- leiki. Fyrir tveimur árum settu þau upp söngleikinn Konung ljónanna. Sú sýning vakti mikla lukku enda metnaðurinn ávallt mikill. Nú eru þau að setja upp söngleikinn Mama mia þar sem 78 nemendur munu standa á sviði. Þetta er tíundi söngleik- urinn sem hún setur á svið. Setur upp Mama mia SÖNGLEIKIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.