Morgunblaðið - 26.01.2015, Side 13
Nýr bæjarlistamaður Garða-
bæjar verður tilnefndur í maí næst-
komandi en Soffía kveðst engu að
síður ætla að halda sínu striki.
„Maður á kannski eftir að gera
eitthvað sérstakt af því að maður
er bæjarlistamaður, annars eru
engar sérstakar kvaðir sem fylgja
titlinum,“ segir hún og bætir því
við að bæjarfélagið sem slíkt skíni
kannski ekki í gegnum verk hennar
en að mannlífið þar hafi vissulega
áhrif á hana. Soffía kveðst þar að
auki vera með mikið á prjónunum.
„Maður er alltaf að skipu-
leggja sýningar og þess háttar. Ég
er með sýningu núna í SÍM-salnum
í Hafnarstræti, þar sem Samband
íslenskra myndlistarmanna er til
húsa. Ég er nýbúin að hengja upp
og svo er maður með tvennt eða
þrennt í farvatninu,“ kveður hún.
Morgunblaðið/Ómar
Málar Soffía Sæmundsdóttir,
bæjarlistamaður Garðabæjar,
segir titilinn vera mikla viður-
kenningu.
sjóinn við túnfótinn
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um
hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera
þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með
sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.
strax á leikskóla eða þeim byðist ann-
ar jafnsettur þjónustukostur. Mis-
jafnt er milli sveitarfélaga hvort sú sé
raunin, en í Garðabæ eru þessi mál í
góðu horfi að mati Viktoríu og Önnu
Magneu Hreinsdóttur leikskólafull-
trúa. Yfirgnæfandi meirihluti for-
eldra ungra barna þurfi að fara út á
vinnumarkaðinn eftir að fæðingar-
orlofi barna þeirra lýkur.
„Fjölgun ungbarnaleikskóla á
ekki að vera á kostnað dagforeldra.
Margir velja að vera með börnin sín
hjá dagforeldrum í litlum hópum í
heimilislegu umhverfi. Margar fjöl-
skyldur hafa sitt fasta dagforeldri
sem hvert systkinið fer til á fætur
öðru,“ segir Viktoría.
Viðkvæm fyrir pestum
„Yngstu börnin á leikskólum
hafa aðrar þarfir en þau eldri. Því
höfum við farið þá leið að reka litlar
einingar fyrir yngri börnin sem fer
best að vera saman í litlum hópum,“
segir Anna Magnea. „Börnin eru að
byggja upp ónæmiskerfið og eru við-
kvæm fyrir umgangspestum. Þau
þurfa einnig annað dagskipulag en
eldri börnin, borða fyrr, sofa meira
og þurfa næði til að fóta sig á leikvell-
inum. En það er ánægjulegt að fylgj-
ast með því hvað þau sækja í félags-
skap annarra barna og finnst gaman
að leika við félaga sína. Þau tengjast
ung vináttuböndum, hlæja og syngja
saman. “
Auðvelt verður að komast að
á næstu árum
Þarfir samfélagsins sem hafa
breyst mikið og hratt síðustu árin
ráða því að mjög eftirsótt hefur verið
meðal foreldra að koma börnum sín-
um í leikskóla strax við tólf mánaða
aldurinn. „Biðlistar hafa myndast, en
nú ber svo við að árgangarnir 2013 og
2014 eru fámennari en þeir sem nú
eru að fara í grunnskóla svo að það
losnar um leikskólapláss á næstu ár-
um. Því á að verða auðvelt í náinni
framtíð að koma börnum að,“ segir
Anna Magnea Hreinsdóttir leik-
skólafulltrúi að síðustu.
Morgunblaðið/Ómar
Sunnuhvoll Frá vinstri Anna Magnea Hreinsdóttir, Helga Kristjánsdóttir
leikskólastjóri og Viktoría Jensdóttir sem er formaður leikskólanefndar.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
„Það koma margir ferðamenn til
okkar, hjólandi, í strætisvögnum
eða með bílaleigubílum. Það vantar
ekki,“ segir Harpa Þórsdóttir, for-
stöðumaður Hönnunarsafns Ís-
lands. Árið 1998 gerðu mennta-
málaráðuneytið og Garðabær
samkomulag um að reka í samein-
ingu íslenskt hönnunarsafn er
safnaði og sýndi listiðnað.
„Hönnunarsafnið hefur mikið
sérsvið sem safn og er vissulega
mjög mikilvægt í safnaflóru Íslend-
inga. Fyrir rétt tæpu ári opnuðum
við til að mynda sýningu á fatnaði
Vigdísar Finnbogadóttur sem er
sýning sem hefur vakið mikla at-
hygli,“ segir Harpa.
Sér fyrir sér að starfið eflist
Fyrst um sinn var safnið deild í
Þjóðminjasafni Íslands en með nýj-
um samningi við menntamálaráðu-
neytið, sem undirritaður var í des-
ember árið 2006, tók Garðabær við
rekstri Hönnunarsafns Íslands. Ár-
ið 2009 var safninu valinn staður
við Garðatorg 1 og fluttist öll starf-
semi safnsins þangað þegar reglu-
bundið sýningahald safnsins hófst í
maí 2010.
„Hér sýnum við til að mynda
leirlist, húsgagnasögu og fleira. Á
safnanótt opnum við síðan sýningu
á tískuteikningum Helgu Björns-
son sem var tískuhönnuður í París.
Það er því margt í boði,“ segir
Harpa en hún kveðst sjá fyrir sér
að starfsemi safnsins eflist með tíð
og tíma.
„Við erum líka þátttakendur sem
safn í því að rannsaka til að mynda
húsgagnasöguna. Ég sé fyrir mér
að starfsemin eflist og að við get-
um sýnt íslenska hönnunarsögu í
sölum okkar og haldið sérsýningar
meðfram,“ segir hún að lokum.
davidmar@mbl.is
Safn Leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafninu.
„Hefur mikla sér-
stöðu sem safn“
Opna sýningu með tískuteikningum
Vel þykir staðið að leikskólastarfi í Garðabæ. Ný-
lega voru birtar niðurstöður úr þjónustukönnun
sem Capacent gerir í mörgum sveitarfélögum. Þar
er Garðabær í fyrsta sæti hvað varðar þjónustu við
barnafjölskyldur. „Það var mjög ánægjulegt að fá
staðfestingu á því að við erum á réttri leið, t.d.
með ungbarnaleikskólann,“ segir Viktoría Jens-
dóttir um útkomuna í könnuninni.
Starfsfólkið er ánægt
Um þetta efni segir Anna Magnea að miklu skipti
að starfsfólk skólanna sé ánægt. Með slíku er fólk-
ið í færum til að gefa af sér til barnanna, sem skiptir afar miklu máli
fyrir alla útkomuna.
„Starfsfólk leikskólanna í Garðabæ hefur yfirleitt langan starfsaldur.
Einnig er hlutfall fagmenntaðs starfsfólks leikskóla yfir landsmeðal-
tali. En það er skortur á leikskólakennurum hér eins og hvarvetna
annars staðar á landinu. Þó höfum við verið að styrkja og hvetja
starfsfólkið til náms á þessu sviði og hefur sú stefna gefið góða
raun.“
Staðfestir að leiðin sé rétt
ÞJÓNUSTUKÖNNUN GÓÐ FYRIR GARÐABÆ
Drengur Þessi er
glaður í bragði.
Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is
Trjáfelling
og stubba-
tæting
FJARLÆGJUM LÍTIL SEM
STÓR TRÉ OG TÆTUM
TRJÁSTOFNA.
Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum
tækjakosti þegar kemur að því að fella
stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo
frábær lausn til þess að losna við
trjástofna sem standa eftir í garðinum.