Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015 DÚKAR RÚMFÖT HANDKLÆÐI SKYRTUR Láttu okkur sjá um þvottinn GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vinstri flokkurinn Syriza, með Alexis Tsipras í broddi fylkingar, vann í gær stórsigur í grísku þing- kosningunum. Þegar búið var að telja þriðjung atkvæða í gærkvöldi var flokkurinn með 35,4 prósent at- kvæða á bak við sig en Nýi lýðræð- isflokkurinn, flokkur Antonis Sam- aras núverandi forsætisráðherra, var með 29 prósent atkvæða. Þegar útgönguspár birtust, um klukkan 17 að íslenskum tíma, var þegar ljóst að Syriza-flokkurinn hefði unnið sannfærandi sigur í þingkosningunum. Af því tilefni sagði talsmaður flokksins, Panos Skourletis, í viðtali við grísku sjón- varpsstöðina Mega TV að um sögu- legan sigur væri að ræða. „[Þetta eru] skilaboð sem ná ekki einungis til grísku þjóðarinnar, heldur munu þau enduróma um gervalla Evrópu,“ sagði hann. Vilja afskrifa evruskuldir Nú kann svo að fara að Grikk- land lendi upp á kant við alþjóðlega lánadrottna sína enda hefur Syriza- flokkurinn lýst því yfir að hann vilji endursemja um fyrirkomulag er- lendra lána og afskrifa að stórum hluta erlendar skuldir Grikklands. Hefur flokkurinn einnig talað fyrir því að aðhaldsaðgerðum hins op- inbera verði hætt hið fyrsta. Núverandi ríkisstjórn Grikklands hefur á sama tíma lagt áherslu á áframhaldandi samstarf við Evr- ópusambandið, Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og frekari aðhaldsaðgerðir, sem forsætisráð- herrann segir hafa skilað miklum árangri að undanförnu. Var bjartsýnn á kjördag Þegar Alexis Tsipras mætti á kjörstað í Aþenu í gærdag gaf hann sér tíma til þess að ræða stuttlega við þá fjölmiðlamenn sem þar voru. Sagði hann aðhaldsaðgerðir ekki hluta af sameiginlegri framtíð Evr- ópu. Þess í stað megi mun fremur finna þar hugtök á borð við lýð- ræði, samstöðu og samvinnu. Antonis Samaras forsætisráð- herra kaus í heimabæ sínum Pylos. Í aðdraganda kosninganna hefur hann m.a. lýst því yfir að með því að kjósa vinstri flokkinn Syriza séu Grikkir að taka mikla áhættu. Ráð- herrann gaf fjölmiðlamönnum einn- ig kost á stuttu viðtali á kjörstað og sagði hann þá þingkosningarnar snúast um hvort fólki kjósi að horfa fram á veginn eða hvort menn vilji heldur snúa sér að hinu óþekkta. „Ég er bjartsýnn vegna þess að ég trúi því að enginn muni stofna Evrópuþátttöku lands okkar í hættu,“ er haft eftir Samaras á kjörstað. „Þeir trúa ekki á Evrópu“ Í lokaræðum sínum fyrir nýaf- staðnar kosningar fóru formenn- irnir tveir mikinn og lofaði Tsipras í ávarpi sínu að hann myndi end- urheimta virðingu Grikklands út á við. Samaras sagði það hins vegar óráðlegt að kjósa Syriza-flokkinn nú þegar fjárhagsleg endurskipu- lagning, sem hann hafði stutt, væri byrjuð að skila árangri, en skuldir landsins eru um 175 prósent af vergri landsframleiðslu. „Syriza mun egna alla Evrópu gegn Grikklandi [...] Þeir skilja ekki Evrópu, þeir trúa ekki á Evr- ópu,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu. Yfirburðasigur Syriza í Grikklandi  Vinstri flokkurinn Syriza mældist með 35,4% atkvæða í gærkvöldi þegar þriðjungur atkvæða hafði verið talinn  Sigur Syriza mun enduróma um gervalla Evrópu, er haft eftir talsmanni flokksins AFP Fögnuður Stuðningsmenn Syriza-flokksins fögnuðu ákaft þegar útgönguspár birtust enda var þá strax ljóst að flokkurinn hefði unnið sannfærandi sigur í þingkosningunum. Sögðu þær flokkinn hljóta 35,5-39,5% atkvæða. Skömmu áður en liðsmenn þýsku öfgahreyfingarinnar PEGIDA fjöl- menntu á götum Dresden í gærdag birtist viðtal við Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, þar sem hann sagði and- múslímsk viðhorf hreyfingarinnar skaða ímynd landsins erlendis. „Hér heima vanmetum við skað- ann sem slagorð og mótmælaspjöld PEGIDA, um útlendingahatur og rasisma, hafa þegar haft. [...] Hvort sem við viljum það eða ekki þá fylgist heimsbyggðin grannt með Þýska- landi,“ sagði utanríkisráðherrann í áðurnefndu viðtali við þýska dag- blaðið Bild. PEGIDA á Íslandi Heiti samtakanna stendur fyrir „Evrópskir föðurlandsvinir gegn ísl- amsvæðingu Vesturlanda“ og voru þau stofnuð í borginni Dresden. PE- GIDA hefur nú einnig náð til Ís- lands, en yfir 2.100 manns hafa þeg- ar lækað Facebook-síðu þeirra hér. AFP Fjöldafundur Stuðningsmenn PEGIDA mættu með spjöld og fána á útifund sinn í Dresden. Einn þeirra hélt á lofti afskræmdri mynd af kanslaranum. PEGIDA skaðar ímynd Þýskalands  Stuðningsmenn fjölmenntu í Dresden Öfgasveitir Boko Haram réðust í fyrrinótt á borgirnar Monguno og Maiduguri í Nígeríu með tilheyr- andi átökum og mannfalli. Hafa sveitirnar nú náð yfirhöndinni í Monguno, sem er í norðausturhluta landsins, en meðal þess sem víga- menn stjórna þar nú er herstöð sem áður tilheyrði hersveitum Nígeríu. „Við börðumst við þá í alla nótt en þeim tókst engu að síður að ná stjórn á bænum og herstöðinni sem þar er,“ segir háttsettur nígerískur hershöfðingi, sem ekki vildi koma undir nafni, í viðtali við fréttaveitu AFP. „Hermenn okkur neyddust til þess að leggja á flótta eftir að hafa barist við hryðjuverkamennina í fjölmargar klukkustundir,“ hefur AFP eftir öðrum hermanni. Búist er við því að herinn geri fljótlega áhlaup á sveitirnar í þeirri von að ná herstöðinni aftur á sitt vald. Um helgina réðust sveitir sam- takanna á bæinn Kambari og létust þá minnst 15, þar af fjölmörg börn. Herstöð féll í hendur Boko Haram AFP Öfgamenn Leiðtoginn er til vinstri. Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, segir morð vígamanna Ísl- amska ríkisins á japönskum gísl vera bæði „svívirðilegt og ófyrir- gefanlegt.“ Þá krefst forsætisráð- herrann þess að öðrum japönskum manni, sem samtökin halda í gísl- ingu, verði sleppt án tafar, en um- mælin lét hann falla í viðtali við jap- anska fréttamiðilinn NHK. Hinn látni hét Haruna Yakuwa og starfaði hann sem verktaki á sviði öryggismála. Hinn maðurinn heitir Kenji Goto og starfar hann sem blaðamaður. Ef marka má myndband sem öfgasamtökin birtu á netinu um helgina var Ya- kuwa háls- höggvin af víga- mönnum. „Slíkt hryðju- verk er svívirði- legt og ófyrirgef- anlegt [...] Ég fordæmi það kröftuglega,“ sagði Abe jafnframt. Forseti Bandaríkjanna hefur einnig fordæmt þetta grimmilega morð. Aftakan bæði svívirðileg og ófyrirgefanleg Shinzo Abe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.